
Það var heilmikið um að vera í Duluth í Minnesota mánudaginn 14. júní 1920. Hinn vinsæli sirkus John Robinson var kominn í bæinn með sína víðfrægu fíla og ljón, auk trúða og annarra skemmtikrafta af mannkyni. Síðdegis fóru sirkuslistamennirnir í göngu eftir aðalgötunni og var það mikið sjónarspil. Jafnt íbúar sem aðkomumenn fögnuðu mjög en Duluth er heilmikil hafnarborg og þar var jafnan fjöldi sjómanna af skipum sem komu til að flytja burt iðnvarning og timbur.
Um kvöldið var svo sýning í stóru tjaldi sem sirkusfólkið hafði reist í skemmtigarði í bænum.
Venjulegir krakkar fara í sirkus
Þangað kom fjöldi fólks og þar hittust meðal annars og höfðu samflot þau Irene Tusken, 19 ára og James Sullivan, 18 ára. Þetta voru venjulegir krakkar af venjulegu fólki. Tusken var hraðritari, dóttir póstburðarmanns, en Sullivan var að klára skóla og var jafnframt bátaeftirlitsmaður á útskipunarbryggju fyrir járngrýti, þar sem faðir hans var …
Athugasemdir