Bókin Gamlar konur detta út um glugga – rússneskar örsögur, er ekki aðeins vitnisburður um sálargáfur höfundar heldur áminning um að standa alltaf og ávallt gegn hvers konar birtingarformi á alræði – með ljós kærleika eða kaldhæðni í brjósti.
I . Danííl Kharms (1905–1942) í krumlu kúgunar
Danííl Kharms (1905–1942) var framúrskarandi rússneskur listamaður með sköpunargáfu sem hefði nauðsynlega þurft að springa út og breyta heiminum, ekki síðar en árið 1937. Hann gerði tilraunir til að njóta og leyfa öðrum að njóta absúrdkenndrar andagiftar sinnar en þurfti alla tíð að búa við kúgun miskunnarlausrar harðstjórnar Jósefs Stalíns (1878–1953).
Áratugum eftir dauðann hlaut hann sess í hinum vestræna heimi sem einn fremsti höfundur absúrdbókmennta. Hann var frumlegur, skemmtilegur með svartan húmor en var iðulega handtekinn af fulltrúum alræðisins, verk hans bönnuð og hann sviptur skilyrðum til að þroskast sem listamaður.
Við þekkjum svona sögur en við megum ekki gleyma þeim því …
Athugasemdir