Reiðubúinn til að lifa fyrir listina

Kæru­leysi dug­ar skammt í bar­átt­unni gegn kúg­un. Krumla vand­læt­ing­ar er æv­in­lega á veið­um, reiðu­bú­in til að taka í hnakka­dramb­ið á næsta fórn­ar­lambi og stinga í búr. Af­rek Danííl Kharms hjálpa okk­ur þrátt fyr­ir allt ekki til að anda létt­ar. Hann var ekki reiðu­bú­inn til að deyja fyr­ir list­ina, að­eins til að lifa fyr­ir hana.

Reiðubúinn til að lifa fyrir listina
Danííl Kharms Rithöfundurinn svalt til dauða í Leníngrad.

Bókin Gamlar konur detta út um glugga – rússneskar örsögur, er ekki aðeins vitnisburður um sálargáfur höfundar heldur áminning um að standa alltaf og ávallt gegn hvers konar birtingarformi á alræði – með ljós kærleika eða kaldhæðni í brjósti. 

I . Danííl Kharms (1905–1942) í krumlu kúgunar

Danííl Kharms (1905–1942) var framúrskarandi rússneskur listamaður með sköpunargáfu sem hefði nauðsynlega þurft að springa út og breyta heiminum, ekki síðar en árið 1937. Hann gerði tilraunir til að njóta og leyfa öðrum að njóta absúrdkenndrar andagiftar sinnar en þurfti alla tíð að búa við kúgun miskunnarlausrar harðstjórnar Jósefs Stalíns (1878–1953). 

Áratugum eftir dauðann hlaut hann sess í hinum vestræna heimi sem einn fremsti höfundur absúrdbókmennta. Hann var frumlegur, skemmtilegur með svartan húmor en var iðulega handtekinn af fulltrúum alræðisins, verk hans bönnuð og hann sviptur skilyrðum til að þroskast sem listamaður.  

Við þekkjum svona sögur en við megum ekki gleyma þeim því …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár