Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Helgi Hrafn sagðist finna fyrir rasisma: „Sumt fólk heldur að ég sé múslimi“

Þing­mað­ur Pírata mætti miklu mót­læti á Twitter í um­ræð­um um kyn­þátta­for­dóma á Ís­landi. Hann baðst af­sök­un­ar á um­mæl­um sín­um um upp­lif­un svartr­ar ís­lenskr­ar konu, sem lýsti of­beldi og for­dóm­um sem hún hef­ur orð­ið fyr­ir vegna húðlitar síns.

Helgi Hrafn sagðist finna fyrir rasisma: „Sumt fólk heldur að ég sé múslimi“
Helgi Hrafn Gunnarsson Þingmaður Pírata sagði ekki uppbyggilegt að „benda og híja á fólk“. Mynd: piratar.is

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, baðst afsökunar á ummælum sínum á Twitter í gærkvöldi eftir langa umræðu um kynþáttafordóma á Íslandi. Sagðist hann vilja bæta sig, fylgjast með og hlusta á upplifanir svartra Íslendinga eftir að hann hafði lýst því að hafa fundið fyrir rasisma sjálfur þar sem sumir hafi haldið að hann sé múslimi.

Umræðurnar hóf Edda Sigurlaug Ragnarsdóttir, sem er svartur Íslendingur. Sagði hún jafn mikinn rasisma á Íslandi og í öðrum löndum. „Hvítir íslendingar vita bara ekki af því, því það er ekki á yfirborðinu,“ bætti hún við.

„Ég trúi því alveg, enda engin ástæða til að ætla annað,“ svaraði Helgi Hrafn. „Hvítir vita ekki af því vegna þess að þeir finna það sjaldnast á eigin skinni. Reyndar finn ég hann óbeint því sumt fólk heldur að ég sé múslimi því ég kann smá arabísku, og heldur því að ég vilji sádí-arabískt stjórnarfar.“

Brugðust nokkrir Twitter notendur við ummælum Helga Hrafns og sögðu þarna ólíku saman að jafna. Benti Una Hildardóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, á að hvítir múslimar verði fyrir aðkasti vegna trúar sinnar óháð húðlit. „Við tvö höfum ekki hugmynd um hvernig upplifun POC er og munum aldrei gera, sama hve miklu aðkasti eða fordómum við verðum fyrir,“ skrifaði Una. POC er skammstöfun fyrir „people of color“, fólk af öðrum húðlit en hvítum.

Bætti þá Edda því við að hún hefði orðið fyrir ofbeldi vegna húðlitar síns í gegnum tíðina. Hún hefði verið lamin, hrækt á hana og fengið flösku í andlitið.

„Ég var hvorki að gera lítið úr þinni upplifun, né að bera hana saman við mína,“ svaraði þá Helgi. „Nefndi þetta bara því að sennilega kannast fæst hvítt fólk við það á Íslandi að verða fyrir þessari tegund fordóma. Var ekki að biðja um neina samúð.“

Edda sagði hann þá hrútskýra rasisma fyrir sér og hvatti hann til að dreifa frekar því sem svartir Íslendinga hefðu að segja þessa dagana. „Það bað enginn um þína skoðun,“ bætti hún við.

„En það er ekki uppbyggilega að bara benda og híja á fólk“

„Þú ákvaðst að taka þessu sem einhverjum samanburði, sem það var ekki,“ skrifaði þá Helgi Hrafn. „Ég skal alveg amplifya það sem svartir Íslendingar segja og hef einlægan áhuga á að heyra allt sem þú hefur að segja. En það er ekki uppbyggilega að bara benda og híja á fólk. Segðu mér meira um þína reynslu, ég vil læra og skilja, en ég segi ekki hluti eftir pöntunum og finnst svona benda-hlæja-híja viðbrögð engum til framdráttar. I can take it, sko, en þetta er bara óþarfi og þvælist í skásta falli bara fyrir. Tölum bara saman.“

Hildur Lilliendahl aðgerðasinni svaraði þá Helga Hrafni. „Helgi plís hættu, þetta er hræðilega vandræðalegt,“ sagði hún. „Hvítt forréttindafólk eins og ég og þú á að styðja og styrkja og hafa vit á að steinhalda kjafti og hlusta. Ekki bera eitt eða neitt saman, við höfum engan alvöru skilning á veruleika brúns fólks.“

„Hvítt forréttindafólk eins og ég og þú á að styðja og styrkja og hafa vit á að steinhalda kjafti og hlusta“

Helgi Hrafn bað Eddu afsökunar í kjölfar frekari umræðna og sagðist ekki hafa ætlað sér að gera lítið úr hennar upplifun. „Bið þig aftur afsökunar, @ekkiedda, áttaði mig ekki á samhenginu en mér er það ljóst núna,“ skrifaði hann að lokum. „Reyni að bæta mig, mun fylgjast með og hlusta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

#BlackLivesMatter

Rísa upp gegn misrétti, ofbeldi og niðurlægingu
Erlent#BlackLivesMatter

Rísa upp gegn mis­rétti, of­beldi og nið­ur­læg­ingu

Mót­mæl­in vegna dauða Geor­ge Floyd hafa varp­að kast­ljósi á elsta og rót­grón­asta vanda­mál Banda­ríkj­anna. Að­gerða­sinn­ar og skipu­leggj­end­ur mót­mæla segja að kom­ið sé að löngu tíma­bæru upp­gjöri við þá kyn­þátta­hyggju sem gegn­sýr­ir allt dag­legt líf og póli­tík vest­an­hafs. Banda­ríska lög­regl­an er sögð órjúf­an­leg­ur hluti af kerfi sem hef­ur frá upp­hafi nið­ur­lægt blökku­fólk og beitt það skipu­lögðu póli­tísku of­beldi fyr­ir hönd hvíta meiri­hlut­ans.
Elliði varar við því að íslenska lögreglan gæti þurft að vígbúast
Fréttir#BlackLivesMatter

Elliði var­ar við því að ís­lenska lög­regl­an gæti þurft að víg­bú­ast

Um­mæli Ell­iða Vign­is­son­ar, bæj­ar­stjóra Ölfuss, um of­beldi al­mennra borg­ara gegn lög­regl­unni vöktu hörð við­brögð. Hann árétt­ar áhyggj­ur sín­ar af stöðu ís­lensku lög­regl­unn­ar og var­ar við því að hún gæti þurft að vopn­bú­ast enn frek­ar. Af­brota­fræð­ing­ur bend­ir á að ekk­ert styðji full­yrð­ing­ar Ell­iða um vax­andi nei­kvæðni í garð lög­reglu, sem þurfi að fara var­lega í vald­beit­ingu gagn­vart minni­hluta­hóp­um.

Mest lesið

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
1
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
3
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár