Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Öðruvísi þjóðhátíðardagur, kvennahlaup, hljóð og orð

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 5. til 18. júní.

Öðruvísi þjóðhátíðardagur, kvennahlaup, hljóð og orð

Þetta og nokkrir aðrir viðburðir eru á döfinni næstu vikurnar.

17. júní 

Hvar? Úti um allt landið
Hvenær? 17. júní 
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þjóðhátíðardagur Íslendinga varð ekki til fyrr en árið 1944 þegar Íslendingar hlutu sjálfstæði, en búið er að halda opinberlega upp á 17. júní, afmæli Jóns Sigurðssonar, frá árinu 1911. Hátíðarhöld í Reykjavík fara fram með breyttu og minna sniði í ár sökum COVID-19 faraldursins. Yfirvöld hvetja borgarbúa til að halda upp á daginn heima fyrir með sínum nánustu. Morgunathöfn á Austurvelli, þar sem forsætisráðherra og fjallkonan halda erindi verður sjónvarpað í beinni útsendingu á RÚV. Borgin verður skreytt fánum og blómum og plötusnúðar þeyta skífum á opnum svæðum eins og á Klambratúni. Eftir hádegi má sjá lúðrasveitir, dans og sirkuslistir í miðbænum.

Hljóðönn: HLJORÐ

Hvar? Hafnarborg
Hvenær? 7. júní kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

HLJORÐ er síðasti viðburðurinn í sjöunda starfsári tónleikaraðarinnar Hljóðanna í Hafnarborg. Á honum koma fram Ásta Fanney Sigurðardóttir, listakona og skáld, og Svanur Vilbergsson gítarleikari. Tónleikarnir eru tilraun til að samþætta tvær ólíkar birtingarmyndir merkingar frá tveimur mismunandi sjónarhornum.

Spútnikk Strengjakvartett

Hvar? Hannesarholt
Hvenær? 7. júní kl. 12.15
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Strengjakvartettinn Spútnikk var stofnaður árið 2018, en hann kemur fram á þessum hádegistónleikum á sjómannadaginn. Á efnisskránni eru Strengjakvartett opus 54 no. 1 eftir Joseph Haydn. Kvartettinn hefur komið fram við ýmis tækifæri frá stofnun hans og nú síðast á tónleikum í Hljómahöllinni síðastliðinn nóvember.

Mestmegnis teikningar

Hvar? i8
Hvenær? Til 20. júní
Aðgangseyrir: Ókeypis

Á þessari sjöttu einkasýningu Kristjáns Guðmundssonar hjá i8 má sjá geómetrísk grafítverk stillt upp á hreinum hvítum veggjum. Sýningin er mínimalísk, en rammarnir eru búnir til úr pólýsteríni, sem er gjarnan notað til að pakka inn vörum. Því má segja að sýningin sé tilraun til að skapa eitthvað ljóðrænt úr hversdagslegum umbúðum á tíma hins allsráðandi Amazon-veldis.

Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður

Hvar? Víðs vegar um landið
Hvenær? Til 29. júlí
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Í sumar setur Leikhópurinn Lotta upp fjölskyldusöngleik byggðan á þjóðsögunum um Bakkabræður. Í meðförum Lottu má segja að Bakkabræður fái tækifæri til að segja sjálfir sögu sína á sínum forsendum og leiðrétta þær rangfærslur sem hafa ratað í þjóðsögurnar. Leikhópurinn ferðast um landið í sumar og flytur verkið utandyra.

Moses Hightower

Hvar? Röntgen
Hvenær? 11., 12. & 13. júní kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Ljúflingarnir í Moses Hightower skjóta upp kollinum undir súð á þrennum tónleikum í júní. Hljómsveitin kemur fram í sinni látlausustu kvartettmynd, en auk þess að spila efni af þremur eldri plötum þeirra ætla þeir að nýta tækifærið og prufukeyra nýtt efni. Afar takmarkaður miðafjöldi verður á boðstólum sökum COVID-19 faraldurs.

Une Misère & Zhrine

Hvar? Hard Rock Café
Hvenær? 12. & 13. júní kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Metalkjarnasveitin Une Misère spilar í fyrsta sinn með svartmálmssveitinni Zhrine. Báðar sveitirnar eru leiðandi öfl í sínum senum og þekktar fyrir magnaða sviðsframkomu, háværa tóna og ærslafulla flutningu. Sökum COVID-19 faraldursins eru fjöldatakmarkanir enn í gangi, og því ætti ekki að búast við mosh-pittum, þótt tilefni sé til.

Kvennahlaup ÍSÍ

Hvar? Víðsvegar
Hvenær? 13. júní 
Aðgangseyrir: 500–4.000 kr.

Nú eru 30 ár frá fyrsta kvennahlaupinu á Íslandi, en markmiðið í ár er að hvetja konur til þess að gera hlutina á eigin forsendum og nær sú hugsun langt út fyrir hlaupið og líkamsrækt. Kvennahlaup nútímans snýst um hreyfingu sem hentar hverjum og einum, samveru kynslóðanna, líkamsvirðingu, sanngirni, umhverfismeðvitund og valdeflingu.

Útskriftarsýning LHÍ 2020

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? 12. til 17. júní
Aðgangseyrir: 1.840 kr.

Listasafn Reykjavíkur hefur allt frá árinu 2003 hýst útskriftarsýningu hundruða nemenda á BA-stigi í myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Verkin endurspegla nám, rannsóknir og listsköpun nemendanna síðustu þrjú ár. Á sýningunni í sumar er hægt að líta á verk myndlistardeildar og sjá það sem koma skal frá framtíðarlistafólki landsins.

Upptakturinn 2020

Hvar? Harpa
Hvenær? 16. júní kl. 17.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Með Upptaktinum, tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna, er ungu fólki gefið tækifæri til að senda inn tónsmíð eða drög að henni og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með aðstoð fagmanna úr geiranum. Tónverk eftir tólf ung og efnileg tónskáld verða flutt á tónleikadagskrá í Norðurljósum Hörpu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár