Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Öðruvísi þjóðhátíðardagur, kvennahlaup, hljóð og orð

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 5. til 18. júní.

Öðruvísi þjóðhátíðardagur, kvennahlaup, hljóð og orð

Þetta og nokkrir aðrir viðburðir eru á döfinni næstu vikurnar.

17. júní 

Hvar? Úti um allt landið
Hvenær? 17. júní 
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þjóðhátíðardagur Íslendinga varð ekki til fyrr en árið 1944 þegar Íslendingar hlutu sjálfstæði, en búið er að halda opinberlega upp á 17. júní, afmæli Jóns Sigurðssonar, frá árinu 1911. Hátíðarhöld í Reykjavík fara fram með breyttu og minna sniði í ár sökum COVID-19 faraldursins. Yfirvöld hvetja borgarbúa til að halda upp á daginn heima fyrir með sínum nánustu. Morgunathöfn á Austurvelli, þar sem forsætisráðherra og fjallkonan halda erindi verður sjónvarpað í beinni útsendingu á RÚV. Borgin verður skreytt fánum og blómum og plötusnúðar þeyta skífum á opnum svæðum eins og á Klambratúni. Eftir hádegi má sjá lúðrasveitir, dans og sirkuslistir í miðbænum.

Hljóðönn: HLJORÐ

Hvar? Hafnarborg
Hvenær? 7. júní kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

HLJORÐ er síðasti viðburðurinn í sjöunda starfsári tónleikaraðarinnar Hljóðanna í Hafnarborg. Á honum koma fram Ásta Fanney Sigurðardóttir, listakona og skáld, og Svanur Vilbergsson gítarleikari. Tónleikarnir eru tilraun til að samþætta tvær ólíkar birtingarmyndir merkingar frá tveimur mismunandi sjónarhornum.

Spútnikk Strengjakvartett

Hvar? Hannesarholt
Hvenær? 7. júní kl. 12.15
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Strengjakvartettinn Spútnikk var stofnaður árið 2018, en hann kemur fram á þessum hádegistónleikum á sjómannadaginn. Á efnisskránni eru Strengjakvartett opus 54 no. 1 eftir Joseph Haydn. Kvartettinn hefur komið fram við ýmis tækifæri frá stofnun hans og nú síðast á tónleikum í Hljómahöllinni síðastliðinn nóvember.

Mestmegnis teikningar

Hvar? i8
Hvenær? Til 20. júní
Aðgangseyrir: Ókeypis

Á þessari sjöttu einkasýningu Kristjáns Guðmundssonar hjá i8 má sjá geómetrísk grafítverk stillt upp á hreinum hvítum veggjum. Sýningin er mínimalísk, en rammarnir eru búnir til úr pólýsteríni, sem er gjarnan notað til að pakka inn vörum. Því má segja að sýningin sé tilraun til að skapa eitthvað ljóðrænt úr hversdagslegum umbúðum á tíma hins allsráðandi Amazon-veldis.

Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður

Hvar? Víðs vegar um landið
Hvenær? Til 29. júlí
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Í sumar setur Leikhópurinn Lotta upp fjölskyldusöngleik byggðan á þjóðsögunum um Bakkabræður. Í meðförum Lottu má segja að Bakkabræður fái tækifæri til að segja sjálfir sögu sína á sínum forsendum og leiðrétta þær rangfærslur sem hafa ratað í þjóðsögurnar. Leikhópurinn ferðast um landið í sumar og flytur verkið utandyra.

Moses Hightower

Hvar? Röntgen
Hvenær? 11., 12. & 13. júní kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Ljúflingarnir í Moses Hightower skjóta upp kollinum undir súð á þrennum tónleikum í júní. Hljómsveitin kemur fram í sinni látlausustu kvartettmynd, en auk þess að spila efni af þremur eldri plötum þeirra ætla þeir að nýta tækifærið og prufukeyra nýtt efni. Afar takmarkaður miðafjöldi verður á boðstólum sökum COVID-19 faraldurs.

Une Misère & Zhrine

Hvar? Hard Rock Café
Hvenær? 12. & 13. júní kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Metalkjarnasveitin Une Misère spilar í fyrsta sinn með svartmálmssveitinni Zhrine. Báðar sveitirnar eru leiðandi öfl í sínum senum og þekktar fyrir magnaða sviðsframkomu, háværa tóna og ærslafulla flutningu. Sökum COVID-19 faraldursins eru fjöldatakmarkanir enn í gangi, og því ætti ekki að búast við mosh-pittum, þótt tilefni sé til.

Kvennahlaup ÍSÍ

Hvar? Víðsvegar
Hvenær? 13. júní 
Aðgangseyrir: 500–4.000 kr.

Nú eru 30 ár frá fyrsta kvennahlaupinu á Íslandi, en markmiðið í ár er að hvetja konur til þess að gera hlutina á eigin forsendum og nær sú hugsun langt út fyrir hlaupið og líkamsrækt. Kvennahlaup nútímans snýst um hreyfingu sem hentar hverjum og einum, samveru kynslóðanna, líkamsvirðingu, sanngirni, umhverfismeðvitund og valdeflingu.

Útskriftarsýning LHÍ 2020

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? 12. til 17. júní
Aðgangseyrir: 1.840 kr.

Listasafn Reykjavíkur hefur allt frá árinu 2003 hýst útskriftarsýningu hundruða nemenda á BA-stigi í myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Verkin endurspegla nám, rannsóknir og listsköpun nemendanna síðustu þrjú ár. Á sýningunni í sumar er hægt að líta á verk myndlistardeildar og sjá það sem koma skal frá framtíðarlistafólki landsins.

Upptakturinn 2020

Hvar? Harpa
Hvenær? 16. júní kl. 17.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Með Upptaktinum, tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna, er ungu fólki gefið tækifæri til að senda inn tónsmíð eða drög að henni og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með aðstoð fagmanna úr geiranum. Tónverk eftir tólf ung og efnileg tónskáld verða flutt á tónleikadagskrá í Norðurljósum Hörpu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu