Eftir baráttu fyrir réttindum sínum fagnar starfsfólk Messans því að hafa loks verið sagt upp. Greint var frá því í síðasta tölublaði Stundarinnar að starfsólkið hefði aðeins fengið greiddan hluta af launum í mars. Fjórum var sagt upp í lok mars, auk þess sem fimmtán starfsmenn voru settir á hlutabætur og starfshlutfallið lækkað niður í 25 prósent. Vinnuveitandi átti að greiða þann hluta launanna á móti 75 prósent framlagi ríkisins. Laun vinnuveitendans bárust hins vegar aldrei.
Uppsagnarbréf er fyrsti liðurinn í því að komast á atvinnuleysisskrá. Starfsfólkið sem vann á Messanum á Lækjargötu segir að Vinnumálastofnun hafi ekki enn borist nauðsynleg gögn til að það fái bætur, þótt það þurfi nú að skrá sig af hlutabótaleið ríkisins.
Starfsfólk, sem barst uppsagnarbréf í lok mars, segir að dregist hafi á langinn að skila inn gögnum. Því hafi það fyrst fengið atvinnuleysisbætur þann …
Athugasemdir