Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Grímur svarar ekki hvort Bláa lónið varpi 675 milljóna launakostnaði á ríkið

Bláa lón­ið sagði upp 403 starfs­mönn­um í morg­un. Geta lát­ið rík­ið greiða 85 pró­sent laun­anna á upp­sagn­ar­fresti. Ætl­að­ur kostn­að­ur sem Bláa lón­ið myndi spara sér með því er 225 millj­ón­ir á mán­uð.

Grímur svarar ekki hvort Bláa lónið varpi 675 milljóna launakostnaði á ríkið
Hefur ekki svarað Grímur Sæmundsen hefur ekki svarað því hvort Bláa lónið láti ríkið greiða laun starfsmanna sinna á uppsagnarfresti. Mynd: Kristinn Magnússon

Forstjóri Bláa lónsins, Grímur Sæmundsen, hefur ekki svarað þeirri spurningu hvort Bláa lónið sé að varpa allt 675 milljóna króna ætluðum launakostnaði yfir á ríkissjóð næstu þrjá mánuðina. Grímur hefur ekki svarað erindum Stundarinnar: Ekki símhringingum og ekki tölvupóstum né SMS-um.

Bláa lónið tilkynnti um uppsagnir 403 starfsmanna sinna í morgun.

Í gær, á Alþingi, skilaði efnahags- og viðskiptanefnd breytingartillögum við lagafrumvarp um aðkomu ríkissjóðs að greiðslu launa starfsmanna á uppsagnarfresti vegna áhrifa COVID-19. Frumvarpið mun að öllu óbreyttu verða að lögum og mun gilda afturvirkt frá 1. maí.  Til stendur að Bláa lónið opni aftur 19. júní.

Eins og Stundin greindi frá í lok mars þá hafa hluthafar Bláa lónsins tekið 12 milljarða króna í arð út úr fyrirtækinu á síðustu árum. Bláa lónið hefur verið eitt arðbærasta fyrirtæki landsins. Þrátt fyrir þetta setti Bláa lónið starfsmenn sína á hlutabætur sem ríkið greiddi.

Kostnaður ríkisins við að greiða launakostnað Bláa lónsins á hlutabótaleiðinni var tæplega 186 milljónir króna í mars og apríl. Þetta er rúmlega 1,5 prósent af arðgreiðslum fyrirtækisins síðastliðin ár. 

Þegar litið er kostnaður ríkisins vegna hlutabótaleiðarinnar og Bláa lónsins sést hversu ætlaður kostnaður vegna greiðslu launa á uppsagnarfresti er miklu meiri. Ef það er svo að Bláa lónið muni nýta þetta úrræði. 

Arðgreiðslur Bláa lónsins 2012 til 2019Bláa lónið nýtti hlutabótaleiðina í mars og apríl og sparaði sér 186 milljóna króna launakostnað. Hluthafar félagsins hafa tekið tólf milljarð í arð.

225 milljónir á mánuði

Samkvæmt ársreikningi Bláa lónsins fyrir 2018 námu meðallaun starfsmanna Bláa lónsins 657 þúsund krónum á mánuði það ár.

Ef þessi upphæð er notuð til að finna út þá ætluðu upphæð sem Bláa lónið sparar sér á mánuði ef fyrirtækið er að nýta þetta úrræði þá er um að ræða 225 milljónir króna á mánuði. Yfir þriggja mánaða tímabil, sem er lögbundinn uppsagnarfrestur fastráðinna starfsmanna nema að um annað sé samið, er um að ræða 675 milljónir króna sem fyrirtækið sparar sér. 

Tekið skal fram að ekki hefur gengið að ná tali af Grími Sæmundsen til að spyrja hann um þetta atriði, hvort fyrirtækið er að nýta sér þetta úrræði eða ekki. En þetta eru ætlaðar afleiðingar af því fyrir Bláa lónið og ríkissjóð ef svo er.

Samkvæmt úrræðinu greiðir ríkisvaldið 85 prósenta launa starfsfólks sem og launatengd gjöld þeirra upp að ákveðinni upphæð. 

Geta krafist vinnuframlags

Bláa lónið getur krafist vinnuframlags frá þeim starfsmönnum sem sagt hefur verið upp eins og gengur yfirleitt í slíkum aðstæðum.  Ef Bláa lónið er að nota ríkisstyrkina til þess að greiða laun þeirra á uppsagnarfresti þá mun ríkið þurfa að greiða laun starfsmannanna sem eru að vinna fyrir hluthafa Bláa lónsins næstu þrjá mánuðina. 

„Það er eithvað sem auðvitað mun koma til skoðunar út frá því hvað áfallið verður mikð og hvað þetta ástand varir lengi“

Eftir þetta getur Bláa lónið mögulega ráðið starfsmennina aftur í vinnu og þá staðið sjálft fyrir greiðslu launa þeirra að fullu. Bláa lónið tekur það sérstaklega fram í tilkynningunni að vonir standi til að geta ráðið starfsfólkið aftur í vinnu. „Mark­mið þeirra aðgerða sem Bláa Lónið hef­ur nú gripið til er að gera fyr­ir­tæk­inu kleift að kom­ast í gegn­um þá óvissu­tíma sem framund­an eru. Bláa Lónið, sem leiðandi fyr­ir­tæki í ís­lenskri ferðaþjón­ustu, ætl­ar sér að taka þátt í viðspyrnu grein­ar­inn­ar af full­um krafti þegar birta tek­ur að nýju,“ segir í tilkynningunni. 

Ekki borist fréttir um meira fé í reksturinn

Í samtali við Stundina í lok mars sagði Grímur Sæmundsen, aðspurður um hvort hluthafarnir í Bláa lóninu setji ekki meira fé inn í félagið í ljósi þess hvað þeir hafa tekið mikið út úr því í gegnum árin: „Það er eithvað sem auðvitað mun koma til skoðunar út frá því hvað áfallið verður mikð og hvað þetta ástand varir lengi. Þetta er alveg fordæmalaust ástand og óvissan um framtíðina er svo mikil.“ 

Í tilkynnngunni um uppsagnirnar í morgun sagði hins vegar að áfallið vegna COVID-19 væri svo mikið að uppsagnirnar þyrftu að eiga sér stað. „Bláa Lónið hef­ur gripið til aðgerða til að bregðast við mikl­um sam­drætti og óvissu í ferðaþjón­ustu næstu miss­eri. Nú er orðið ljóst að áhrif­in af Covid-19 eru miklu um­fangs­meiri og lang­vinn­ari en vænt­ing­ar voru um.“

Þrátt fyrir þetta, og þrátt fyrir ívitnuð orð Gríms hér að ofan, hafa ekki borist fréttir þess efnis að eigendur Bláa lónsins hafi sett meira fé í reksturinn.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
5
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár