Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fyrrverandi skattstjóri vill að nýting skattaskjóla útiloki ríkisstuðning til fyrirtækja

Indriði H. Þor­láks­son, fyrr­ver­andi skatt­stjóri, seg­ir ekk­ert koma í veg fyr­ir að fé­lög eða ein­stak­ling­ar sem hafa nýtt sér lág­skatta­svæði fái stuðn­ing til greiðslu á hluta launa­kostn­að­ur á upp­sagn­ar­fresti og legg­ur til leið­ir til að girða fyr­ir það.

Fyrrverandi skattstjóri vill að nýting skattaskjóla útiloki ríkisstuðning til fyrirtækja
Skaðleg skattaskjól Indriði leggur til tvær leiðir til að koma í veg fyrir að fyrirtæki eða einstaklingar sem nýtt hafa skattaskjól geti fengið stuðning úr ríkissjóði. Mynd: Heiða Helgadóttir

Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, leggur til tvær leiðir til að girða fyrir að fyrirtæki eða einstaklingar sem nýtt hafa sér skattaskjól geti fengið stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Engin slík ákvæði eru í frumvarpi um þann stuðning né heldur í frumvarpi um framlengingu hlutabótaleiðar ríkisstjórnarinnar.

Indriði ritar umsögn við frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Athugsemd Illuga er samhljóða bréfi sem hann ritaði velferðanefnd Alþingis vegna beiðna nefndarinnar um álit á leiðum til að útiloka aðila sem nýja sér starfsemi skattaskjóla.

Indriði leggur til tvær leiðir í þeim efnum. Fyrri leiðin tekur mið af þeirri afstöðu sem styrkst hefur í fjölþjóðlegu samstarfi „að skattaskjól séu sem slík skaðleg fyrir þjóðir heims frá efnahagslegu og félagslegu sjónarmiði, ræni lönd skatttekjum, séu hemill á efnahagslegar framfarir og auki misskiptingu eigna og tekna. Tilgangur þeirra sem þau nota sé sá einn að komast undan því að greiða sinn hluta af samfélagslegri starfsemi.“

„Skattaskjól séu sem slík skaðleg fyrir þjóðir heims frá efnahagslegu og félagslegu sjónarmiði, ræni lönd skatttekjum“

Fyrri leiðin sem Indriði leggur til gerir ráð fyrir að öll tengsl fyrirtækja eða einstaklinga sem stunda atvinnurekstur eða stjálfstæða starfsemi á Íslandi við lágskattasvæði nægi til að útiloka viðkomandi aðila frá stuðningi með almannafé. Nóg sé að hafa búið til möguleika á að nýta lágskattasvæði eða skattaskjól með því að hafa „beint eða óbeint eignarhald eða stjórnun í hvers kyns félagi, sjóði eða stofnun, sem telst vera með heimilisfestu í lágskattaríki“. Hið sama eigi við um lögaðila ef raunverulegur eigandi hefur heimilisfesti í slíkum ríkjum. Gildir því einu hvort aðilar hafi flutt fjármuni úr landi og í skattaskjól eður ei.

Seinni leiðin gengur skemmra en þar er miðað við að til að öðlast rétt til að fá stuðning til greiðslna á hluta launakostnaðar þurfi að liggja fyrir að viðkomandi aðilar hafi ekki átt í fjárhagslegum samskiptum við aðila sem staðsettur er í lágskattaríki síðastliðin þrjú ár. Formleg tengsl en óvirk hafi því ekki áhrif á þann rétt. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir að viðkomandi þurfi að gefa yfirlýsingum um að skilyrði séu uppfyllt svo ekki þurfi að leggja í vinnu innan stjórnsýslunnar til að sannreyna upplýsingarnar. Verði viðkomandi síðar staðinn að því að hafa veitt rangar upplýsingar verði viðurlögum beitt sem hafi nægan fælingarmátt til að draga úr líkum á að slíkt gerist.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár