Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stuðaðir netviðburðir, sóttkvíði og klassískar myndir á stóra tjaldinu

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 22. maí. til 4. júní.

Stuðaðir netviðburðir, sóttkvíði og klassískar myndir á stóra tjaldinu

Þetta og ekki svo margt fleira er á döfinni næstu vikurnar. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara. Aðgangur er ókeypis að mörgum viðburðunum, en hægt er að styðja listamenn með því að kaupa verk þeirra eða plötur á netinu.

RAFLOST 2020

Hvar? Reykjavík
Hvenær? Til 23. maí
Streymi: www.raskcollective.com

RAFLOST er framsækin hátíð fyrir nýja tónlist og miðlalist þar sem rafmagn og tækni eru notuð við sköpun eða flutning. Í ár er hátíðin haldin í samvinnu við RASK listamannahópinn, en á dagskránni eru meðal annars netviðburðir með tónskáldunum Daniil Pilchen og Rebekuh Wilson á föstudaginn; grillpartí og spjall með Birni Þór Jónssyni, Gunnari Gunnarssyni og Þórhalli Magnússyni í Viðey á laugardaginn; tónleikar í Mengi með Þórhalli Magnússyni, Julius Rothlaender og Ægi Sindra Bjarnasyni, og Gulla Björnssyni á föstudaginn og með Okuma á laugardaginn; gjörningur með Geigen á laugardaginn. Einnig verða ýmsar vefsýningar á listaverkum. Á völdum stöðum verður hægt að hittast í eigin persónu og hæfilegri fjarlægð til þess að njóta viðburðanna saman.

Flæði: Sóttkvíði

Hvar? Kolaportið
Hvenær? 23. & 24. maí
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á þessari sýningu koma fram verk fjögurra listamanna sem tóku öll til listsköpunar þegar helstu óvissutímar Covid-19 gengu yfir og leituðu inn á við til að skoða áhrifin sem þessir fordæmalausu tímar hafa haft á einkalífið og samfélagið. Listamennirnir eru Kata Jóhanness, Kaaja Sigvalda, Regn Sól og Una Lilja.

STAF/ÐSETNING

Hvar? Midpunkt
Hvenær? Til 31. maí
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Listaþonið STAF/ÐSETNING er fyrsta nýja sýningin sem opnar í þessu menningarrými eftir Covid-lokun. Að sýningunni standa listamennirnir Harpa Dögg Kjartansdóttir og Brynjar Helgason. Þau eru ólíkir listamenn og verk þeirra mjög frábrugðin, en eiga það sameiginlegt að vera þrívíðir munir sem kallast á við rýmin sem þeir eru í.

Syngjum saman: Sigga Eyrún & Kalli Olgeirs

Hvar? Hannesarholt
Hvenær? 24. maí kl. 15.00
Streymi: FB-síða Hannesarholts

Á Syngjum saman tónleikaröðinni koma fram vel valdir söngvarar og fara í gegnum söngarf þjóðarinnar. Lagatextar birtast á tjaldi og gestir verða að þátttakendum. Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs taka boltann þetta skiptið og stjórna fjöldasöngnum. Þau eru nánast á heimavelli í Hljóðbergi, enda hafa þau margoft komið fram í Hannesarholti á ýmsum tónlistaruppákomum. 

Tómamengi: Madonna + Child

Hvar? Mengi
Hvenær? 27. maí kl. 20.00
Streymi: Youtube-síða Mengis

Mengi hefur brugðist við samkomubanninu með því að færa tónleikahald yfir á Youtube-rás sína. Dularfulla tvíeykið Madonna + Child spila drungalega og tilraunakennda tónlist undir dularfullum og myrkum píanótónum fyrir netverja. Þær kalla sig litlar djöflasystur, sem eru báðar Madonna, báðar Child.

Sinfóníuhljómsveit Íslands og vinir

Hvar? Harpa
Hvenær? 28. maí & 4. júní kl. 20.00
Streymi: www.ruv.is

Sinfó hefur haldið fjöldann allan af tónleikum með vel völdum vinum sem hefur verið streymt á RÚV meðan á samkomubanninu stendur. Hinn 28. maí spilar sveitin með poppkóngi Íslands, Páli Óskari, en þetta er þriðja skiptið sem hann kemur fram með þeim. 4. júní stíga svo þeir Víkingur Heiðar Ólafsson og Daníel Bjarnason á svið með hljómsveitinni.

Múlinn Jazzklúbbur & Sigmar Þór Matthíasson

Hvar? Harpa
Hvenær? 29. maí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Múlinn jazzklúbbur hefur haldið uppi virkri dagskrá í maí, en þetta eru fjórðu slíkir tónleikar sem hann flytur í Flóanum, sem er stórt og opið rými Hörpu, sem býður upp á nægt rými til að virða tveggja metra regluna. Frumsamið efni eftir Sigmar Þór Matthíasson sem ber vinnuheitið METAPHOR verður spilað.

Efni:viður

Hvar? Hafnarborg
Hvenær? 30. maí til 23. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Hugmyndin að baki sýningunni er að tefla saman hönnuðum og listafólki með mismunandi bakgrunn og ólíkar áherslur í myndmáli, sem eiga það þó sammerkt að vinna með og kljást við við sem efnivið verka sinna, í einni eða annarri mynd, þegar þau framkalla hugmyndir sínar. Þessi sýning er hluti af HönnunarMars 2020.

Klassískar kvikmyndir í bíó

Hvar? Reykjavík
Hvenær? Frá 22. maí og 4. júní
Aðgangseyrir: Fer eftir mynd

Í ljósi Covid-19 faraldursins hafa fáar nýjar myndir verið gefnar út. Mörg bíóhús hafa snúið vörn í sókn og nýta þetta tækifæri til að endursýna gamlar perlur úr safni sínu. Á meðan að Sambíóin Álfabakka hefja sýningar á The Shawshank Redemption og The Shining 22. maí, byrjar Smárabíó að sýna á ný Stellu í orlofi 4. júní.

Afmælissýning Íslenskrar grafíkur

Hvar? Norræna húsið
Hvenær? Til 9. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Félagið Íslensk grafík fagnar 50 ára afmæli og heldur því sýningu 46 félagsmanna. Verk félagsmanna eru unnin með ýmsum aðferðum grafíklistarinnar. Sýningunni er ætlað að fagna starfsemi Íslenskrar grafíkur og þeirri breidd í aðferðum og tækni sem félagsmenn hafa tileinkað sér á löngum og farsælum starfstíma félagsins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár