Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Bretarnir hafa krárnar, við höfum sundlaugarnar

Guð­mund­ur Þór Norð­dahl, dýra­vin­ur og stofn­andi Katta­skrár­inn­ar, sakn­aði sund­laug­anna heitt í sam­komu­bann­inu.

Bretarnir hafa krárnar, við höfum sundlaugarnar

Í Bretlandi hafa þeir krárnar sínar en við höfum sundlaugarnar. Það jafnast ekkert á við laugamenninguna hérna heima. Sundlaugarnar eru stórkostlegar enda hef ég stundað þær árum saman. Að fara í heitan pott, sánu og gufubað er svo rosalega gott líkamlega og andlega að það hálfa væri nóg. Ég er ekki hissa á að það hafi legið við uppþotum þegar sundlaugunum var lokað.

Ég er einn af þeim sem beið óþreyjufullur eftir að sundlaugarnar opnuðu aftur eftir samkomubann. Ég fór í sund strax á fyrsta degi. Þar voru allir skælbrosandi. Skælbrosandi í pottunum, skælbrosandi í sjóðandi eldheitu sánunni. Það var mikil stemning og mikið spjallað um hvað þetta væri nú dásamlegt. „Nú kann fólk kannski bara enn þá betur að meta laugarnar.“ Það var það sem fór í gegnum hugann á mér þegar ég sá þessi brosandi andlit. 

Hvaða laug er best? Það fer eftir smekk hvers og eins en laugarnar á höfuðborgarsvæðinu eru allar fínar. Svo má ekki gleyma laugunum um allt land, bæði þessum nýju og öllum leynilaugunum. Ég þekki þær eina og eina en má víst ekki segja frá þeim. Heita vatnið er okkar mesta auðlind, það er engin spurning um það. Það er svo miklu verðmætara og stórkostlegra en flestir gera sér grein fyrir. Það ætti auðvitað að vera í ævarandi þjóðareign – en það er önnur saga. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
5
Fréttir

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár