Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lagabreyting girðir fyrir veika von: Börnin sem hefði verið vísað burt

Mörg þeirra barna sem feng­ið hafa al­þjóð­lega vernd hér á landi á und­an­förn­um ár­um hefðu ekki feng­ið að setj­ast að hér, væri fyr­ir­hug­uð laga­breyt­ing orð­in að veru­leika. Rauði kross­inn á Ís­landi ótt­ast að með laga­breyt­ing­unni fjölgi rétt­inda­lausu fólki hér sem hef­ur ekki kenni­tölu, má ekki vinna og hef­ur tak­mark­að­an að­gang að heil­brigðis­kerf­inu.

Lagabreyting girðir fyrir veika von: Börnin sem hefði verið vísað burt
Börn í viðkvæmri stöðu Maní, Hanye Maleki, Zainab Safari, Sarwari-bræður og fjölskyldur þeirra fengu öll efnismeðferð í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um mál þeirra. Eftir breytinguna sem nú stendur til að gera á lögum fengju börn í sömu stöðu ekki efnismeðferð, þó þau hefðu verið lengi á Íslandi.

Á undanförnum árum hafa mál flestra þeirra fjölskyldna sem fengið hafa synjun um efnismeðferð hér á landi, á grundvelli þess að þær hafi nú þegar alþjóðlega vernd í Grikklandi, runnið út á tíma. Það hefur orðið þeim til happs, því það þýddi að tólf mánuðir liðu frá því að þær sóttu um vernd hér þar til að kom að þeim degi að senda átti þær úr landi, sem leiddi samkvæmt lögum til þess að þær fengu efnismeðferð hér á landi og í kjölfarið alþjóðlega vernd hér. Þetta gildir meðal annars um margar af þeim barnafjölskyldum sem verið hafa til umfjöllunar í fjölmiðlum. Nærtækasta dæmið er mál íranska transdrengsins Maní, en einnig má nefna mál barnanna Hanye Maleki, Zainab Safari, Sarwari-bræðra og fjölskyldna þeirra. Fyrirhugaðar breytingar á lögum um útlendinga girða fyrir þann möguleika að börn í sambærilegri stöðu og þau voru í fengju efnislega meðferð hér, þrátt fyrir að hafa …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár