Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lagabreyting girðir fyrir veika von: Börnin sem hefði verið vísað burt

Mörg þeirra barna sem feng­ið hafa al­þjóð­lega vernd hér á landi á und­an­förn­um ár­um hefðu ekki feng­ið að setj­ast að hér, væri fyr­ir­hug­uð laga­breyt­ing orð­in að veru­leika. Rauði kross­inn á Ís­landi ótt­ast að með laga­breyt­ing­unni fjölgi rétt­inda­lausu fólki hér sem hef­ur ekki kenni­tölu, má ekki vinna og hef­ur tak­mark­að­an að­gang að heil­brigðis­kerf­inu.

Lagabreyting girðir fyrir veika von: Börnin sem hefði verið vísað burt
Börn í viðkvæmri stöðu Maní, Hanye Maleki, Zainab Safari, Sarwari-bræður og fjölskyldur þeirra fengu öll efnismeðferð í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um mál þeirra. Eftir breytinguna sem nú stendur til að gera á lögum fengju börn í sömu stöðu ekki efnismeðferð, þó þau hefðu verið lengi á Íslandi.

Á undanförnum árum hafa mál flestra þeirra fjölskyldna sem fengið hafa synjun um efnismeðferð hér á landi, á grundvelli þess að þær hafi nú þegar alþjóðlega vernd í Grikklandi, runnið út á tíma. Það hefur orðið þeim til happs, því það þýddi að tólf mánuðir liðu frá því að þær sóttu um vernd hér þar til að kom að þeim degi að senda átti þær úr landi, sem leiddi samkvæmt lögum til þess að þær fengu efnismeðferð hér á landi og í kjölfarið alþjóðlega vernd hér. Þetta gildir meðal annars um margar af þeim barnafjölskyldum sem verið hafa til umfjöllunar í fjölmiðlum. Nærtækasta dæmið er mál íranska transdrengsins Maní, en einnig má nefna mál barnanna Hanye Maleki, Zainab Safari, Sarwari-bræðra og fjölskyldna þeirra. Fyrirhugaðar breytingar á lögum um útlendinga girða fyrir þann möguleika að börn í sambærilegri stöðu og þau voru í fengju efnislega meðferð hér, þrátt fyrir að hafa …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár