Eiginkona Dofra Hermannssonar, formanns Félags um foreldrajafnrétti, kallaði eftir aðstoð lögreglu vegna deilna við hann á heimili þeirra í mars síðastliðnum.
Tíu ára dóttir hans, sem hann nú heldur frá barnsmóður sinni, var í húsinu á meðan rifrildi stóð yfir og fór með honum eftir að lögregla kom, samkvæmt heimildum Stundarinnar. Dofri og konan eru nú skilin.
Dofri er formaður Félags um foreldrajafnrétti, sem berst fyrir jafnri umgengni foreldra, og er meðlimur í jafnréttisráði, sem er ráðgefandi fyrir ráðherra í jafnréttismálum. Eins og Stundin greindi frá í vikunni hefur Barnavernd Reykjavíkur óskað eftir upplýsingum frá Dofra um hvar hann heldur til með tíu ára gamla dóttur sína, sem átti að fara aftur til móður sinnar, annarrar fyrrverandi eiginkonu Dofra, síðastliðinn föstudag.
Barnið er með lögheimili hjá móður sinni en er hjá föður sínum aðra hverja viku. Móðir stúlkunnar, systur hennar tvær og …
Athugasemdir