Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hækkandi aldur móður eykur líkur á tvíburafæðingum

Tví­eggja tví­burafæð­ing­ar eru mun lík­legri með­al mæðra sem eru komn­ar yf­ir þrí­tugt.

Hækkandi aldur móður eykur líkur á tvíburafæðingum

Það að búa til barn krefst óhemjumikillar orku frá foreldrum, þá sérstaklega móður. Flestir sjá kannski fyrir sér þá stuttu stund sem það tekur að undirbúa getnað, en fram að þeim tímapunkti hafa báðir foreldrar sett mikla orku í að búa til frumur sem henta vel í verknaðinn. Eggfruman er sérstaklega stór fruma og þess vegna leggur móðirin heilmikla orku í hana og innviði hennar.

Þegar getnaður hefur svo átt sér stað tekur við enn þá orkufrekara ferli, að búa fóstrinu heimili í þær 40 vikur sem það tekur fyrir það að þroskast. Eðli málsins samkvæmt leggur móðirin meiri líkamlega orku í það ferli, lífeðlisfræðilega séð. Svo er nú varla hægt að mæla þá orku sem foreldrar leggja í umönnun ungviðisins þegar það er loksins komið í heiminn.

Frjósemi er háð aldri

Allt þetta ferli er lífheiminum sérstaklega mikilvægt. Það er nauðsynlegt fyrir viðhald allra tegunda að þessir ferlar séu skilvirkir og virki rétt. Hvernig líkami mannfólksins bregst við minnkandi frjósemi með hækkandi aldri er því forvitnilegt viðfangsefni margra vísindahópa.

Það er vitað mál að frjósemi hnignar með hækkandi aldri, og þó það passi illa inn í nútímasamfélög og þær félagslegu kvaðir sem þeim fylgja, þá er frjósemistindur manneskjunnar upp úr tvítugu. Samfélagsgerð okkar hefur þó ýtt undir seinkun barneigna og meðal vesturlandabúa er algengt að konur eignist ekki sitt fyrsta barn fyrr en eftir þrítugt. Upp úr fertugu eru konur þó yfirleitt komnar úr barneign og líkaminn hættur að framleiða þau hormón sem til þarf fyrir fulla virkni æxlunarfæranna.

Hormónabúskapur og frjósemi

Þegar fer að síga á seinni hluta frjósemisskeiðs kvenna breytist að einhverju leyti hormónabúskapur þeirra. Breytingar verða meðal annars á þeim hormónum sem stjórna þroskun eggbúsins, sem er undanfari eggloss.

Þegar eggbú þroskast hjá mannfólki leiðir það yfirleitt til þess að eitt egg leggur af stað niður eggjaleiðarann og vonast til að frjóvgast. Á fyrri hluta tíðahringsins fer styrkur  hormóns sem heitir follicle stimulation hormone (FSH) stighækkandi. Þetta hormón örvar myndun eggbúsins (follicle) og þar með þroskun eggsins sem losnar.

Hollensk rannsókn frá 2006 bendir til þess að aukning á FSH og þar af leiðandi tvöfalt egglos er algengara meðal kvenna sem eru yfir þrítugt. Fylgst var með 500 konum sem undirgengust tæknifrjóvgun. Af þeim 500 egglosum sem féllu innan ramma rannsóknarinnar sást tvöfalt egglos í 105 tilfellum. Þegar aldursdreifing þeirra kvenna var skoðuð kom í ljós að aðeins 5 af þessum 105 konum voru undir þrítugu.

Aldur kvenna stýrandi breyta

Í sömu rannsókn var fylgst með styrk FSH hormónsins í blóði kvennanna og fannst þá línulegt samband milli hækkandi aldurs og hækkandi styrks hormónsins.  Rannsóknin gefur þess vegna vísbendingar um að með hækkandi aldri kvenna eykst líka styrkur þessa hormóns í hverjum tíðahring. Í sumum tilfellum verður styrkur hormónsins svo hár að það nær að örva tvö eggbú til þroskunar. Við það verður tvöfalt egglos.

Hormón sem stýra fósturþroska breytast líka

Þegar horft er yfir alþjóðlegar tölur tvíburafæðinga kemur í ljós að tvíeggja tvíburar, sem verða til vegna tvöfalds eggloss, fæðast frekar konum sem eru komnar yfir þrítugt. Það rímar vel við niðurstöður hollenska rannsóknarhópsins, en ástæðan fyrir þessum breytingum liggur þó ekki ljós fyrir.

Í rannsókn sem ástralskur hópur birti í maí 2020 er rýnt í alþjóðlegar tölur um frjósemi kvenna. Þar koma fram skýrar vísbendingar um ástæðu þess að kvenlíkaminn hefur þróað með sér aukningu í FSH styrk með árunum. Um leið og líkur á tvöföldu egglosi aukast, minnka nefnilega líka líkurnar á því að fósturþroski klárist. Þau hormón sem til þarf til að búa fóstrinu heimili í þær 40 vikur sem til þarf fara nefnilega hnignandi.  

Það má því kannski líta svo á að þarna sé líkaminn að reyna að tryggja afkomu tegundarinnar. Því fleiri egg sem frjóvgast, þeim mun meiri líkur eru á því að einhver þeirra lifi af. Með því að setja meiri orku í egglosið bætir líkaminn því upp fyrir skort á þeim þáttum sem til þarf í ferilinn sem kemur á eftir.

Ítarefni

Frétt BBC um rannsókn hollenska hópsins árið 2006

Grein ástralska rannsóknarhópsins

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár