Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hækkandi aldur móður eykur líkur á tvíburafæðingum

Tví­eggja tví­burafæð­ing­ar eru mun lík­legri með­al mæðra sem eru komn­ar yf­ir þrí­tugt.

Hækkandi aldur móður eykur líkur á tvíburafæðingum

Það að búa til barn krefst óhemjumikillar orku frá foreldrum, þá sérstaklega móður. Flestir sjá kannski fyrir sér þá stuttu stund sem það tekur að undirbúa getnað, en fram að þeim tímapunkti hafa báðir foreldrar sett mikla orku í að búa til frumur sem henta vel í verknaðinn. Eggfruman er sérstaklega stór fruma og þess vegna leggur móðirin heilmikla orku í hana og innviði hennar.

Þegar getnaður hefur svo átt sér stað tekur við enn þá orkufrekara ferli, að búa fóstrinu heimili í þær 40 vikur sem það tekur fyrir það að þroskast. Eðli málsins samkvæmt leggur móðirin meiri líkamlega orku í það ferli, lífeðlisfræðilega séð. Svo er nú varla hægt að mæla þá orku sem foreldrar leggja í umönnun ungviðisins þegar það er loksins komið í heiminn.

Frjósemi er háð aldri

Allt þetta ferli er lífheiminum sérstaklega mikilvægt. Það er nauðsynlegt fyrir viðhald allra tegunda að þessir ferlar séu skilvirkir og virki rétt. Hvernig líkami mannfólksins bregst við minnkandi frjósemi með hækkandi aldri er því forvitnilegt viðfangsefni margra vísindahópa.

Það er vitað mál að frjósemi hnignar með hækkandi aldri, og þó það passi illa inn í nútímasamfélög og þær félagslegu kvaðir sem þeim fylgja, þá er frjósemistindur manneskjunnar upp úr tvítugu. Samfélagsgerð okkar hefur þó ýtt undir seinkun barneigna og meðal vesturlandabúa er algengt að konur eignist ekki sitt fyrsta barn fyrr en eftir þrítugt. Upp úr fertugu eru konur þó yfirleitt komnar úr barneign og líkaminn hættur að framleiða þau hormón sem til þarf fyrir fulla virkni æxlunarfæranna.

Hormónabúskapur og frjósemi

Þegar fer að síga á seinni hluta frjósemisskeiðs kvenna breytist að einhverju leyti hormónabúskapur þeirra. Breytingar verða meðal annars á þeim hormónum sem stjórna þroskun eggbúsins, sem er undanfari eggloss.

Þegar eggbú þroskast hjá mannfólki leiðir það yfirleitt til þess að eitt egg leggur af stað niður eggjaleiðarann og vonast til að frjóvgast. Á fyrri hluta tíðahringsins fer styrkur  hormóns sem heitir follicle stimulation hormone (FSH) stighækkandi. Þetta hormón örvar myndun eggbúsins (follicle) og þar með þroskun eggsins sem losnar.

Hollensk rannsókn frá 2006 bendir til þess að aukning á FSH og þar af leiðandi tvöfalt egglos er algengara meðal kvenna sem eru yfir þrítugt. Fylgst var með 500 konum sem undirgengust tæknifrjóvgun. Af þeim 500 egglosum sem féllu innan ramma rannsóknarinnar sást tvöfalt egglos í 105 tilfellum. Þegar aldursdreifing þeirra kvenna var skoðuð kom í ljós að aðeins 5 af þessum 105 konum voru undir þrítugu.

Aldur kvenna stýrandi breyta

Í sömu rannsókn var fylgst með styrk FSH hormónsins í blóði kvennanna og fannst þá línulegt samband milli hækkandi aldurs og hækkandi styrks hormónsins.  Rannsóknin gefur þess vegna vísbendingar um að með hækkandi aldri kvenna eykst líka styrkur þessa hormóns í hverjum tíðahring. Í sumum tilfellum verður styrkur hormónsins svo hár að það nær að örva tvö eggbú til þroskunar. Við það verður tvöfalt egglos.

Hormón sem stýra fósturþroska breytast líka

Þegar horft er yfir alþjóðlegar tölur tvíburafæðinga kemur í ljós að tvíeggja tvíburar, sem verða til vegna tvöfalds eggloss, fæðast frekar konum sem eru komnar yfir þrítugt. Það rímar vel við niðurstöður hollenska rannsóknarhópsins, en ástæðan fyrir þessum breytingum liggur þó ekki ljós fyrir.

Í rannsókn sem ástralskur hópur birti í maí 2020 er rýnt í alþjóðlegar tölur um frjósemi kvenna. Þar koma fram skýrar vísbendingar um ástæðu þess að kvenlíkaminn hefur þróað með sér aukningu í FSH styrk með árunum. Um leið og líkur á tvöföldu egglosi aukast, minnka nefnilega líka líkurnar á því að fósturþroski klárist. Þau hormón sem til þarf til að búa fóstrinu heimili í þær 40 vikur sem til þarf fara nefnilega hnignandi.  

Það má því kannski líta svo á að þarna sé líkaminn að reyna að tryggja afkomu tegundarinnar. Því fleiri egg sem frjóvgast, þeim mun meiri líkur eru á því að einhver þeirra lifi af. Með því að setja meiri orku í egglosið bætir líkaminn því upp fyrir skort á þeim þáttum sem til þarf í ferilinn sem kemur á eftir.

Ítarefni

Frétt BBC um rannsókn hollenska hópsins árið 2006

Grein ástralska rannsóknarhópsins

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tími jaðranna er ekki núna
6
ViðtalFormannaviðtöl

Tími jaðr­anna er ekki núna

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir er sá stjórn­mála­mað­ur sem mið­að við fylg­is­mæl­ing­ar og legu flokks­ins á hinum póli­tíska ás gæti helst lent í lyk­il­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um að lokn­um þing­kosn­ing­um. Þor­gerð­ur boð­ar fækk­un ráðu­neyta, frek­ari sölu á Ís­lands­banka og sterk­ara geð­heil­brigðis­kerfi. Hún vill koma að rík­is­stjórn sem mynd­uð er út frá miðju og seg­ir nóg kom­ið af því að ólík­ir flokk­ar reyni að koma sér sam­an um stjórn lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár