Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hækkandi aldur móður eykur líkur á tvíburafæðingum

Tví­eggja tví­burafæð­ing­ar eru mun lík­legri með­al mæðra sem eru komn­ar yf­ir þrí­tugt.

Hækkandi aldur móður eykur líkur á tvíburafæðingum

Það að búa til barn krefst óhemjumikillar orku frá foreldrum, þá sérstaklega móður. Flestir sjá kannski fyrir sér þá stuttu stund sem það tekur að undirbúa getnað, en fram að þeim tímapunkti hafa báðir foreldrar sett mikla orku í að búa til frumur sem henta vel í verknaðinn. Eggfruman er sérstaklega stór fruma og þess vegna leggur móðirin heilmikla orku í hana og innviði hennar.

Þegar getnaður hefur svo átt sér stað tekur við enn þá orkufrekara ferli, að búa fóstrinu heimili í þær 40 vikur sem það tekur fyrir það að þroskast. Eðli málsins samkvæmt leggur móðirin meiri líkamlega orku í það ferli, lífeðlisfræðilega séð. Svo er nú varla hægt að mæla þá orku sem foreldrar leggja í umönnun ungviðisins þegar það er loksins komið í heiminn.

Frjósemi er háð aldri

Allt þetta ferli er lífheiminum sérstaklega mikilvægt. Það er nauðsynlegt fyrir viðhald allra tegunda að þessir ferlar séu skilvirkir og virki rétt. Hvernig líkami mannfólksins bregst við minnkandi frjósemi með hækkandi aldri er því forvitnilegt viðfangsefni margra vísindahópa.

Það er vitað mál að frjósemi hnignar með hækkandi aldri, og þó það passi illa inn í nútímasamfélög og þær félagslegu kvaðir sem þeim fylgja, þá er frjósemistindur manneskjunnar upp úr tvítugu. Samfélagsgerð okkar hefur þó ýtt undir seinkun barneigna og meðal vesturlandabúa er algengt að konur eignist ekki sitt fyrsta barn fyrr en eftir þrítugt. Upp úr fertugu eru konur þó yfirleitt komnar úr barneign og líkaminn hættur að framleiða þau hormón sem til þarf fyrir fulla virkni æxlunarfæranna.

Hormónabúskapur og frjósemi

Þegar fer að síga á seinni hluta frjósemisskeiðs kvenna breytist að einhverju leyti hormónabúskapur þeirra. Breytingar verða meðal annars á þeim hormónum sem stjórna þroskun eggbúsins, sem er undanfari eggloss.

Þegar eggbú þroskast hjá mannfólki leiðir það yfirleitt til þess að eitt egg leggur af stað niður eggjaleiðarann og vonast til að frjóvgast. Á fyrri hluta tíðahringsins fer styrkur  hormóns sem heitir follicle stimulation hormone (FSH) stighækkandi. Þetta hormón örvar myndun eggbúsins (follicle) og þar með þroskun eggsins sem losnar.

Hollensk rannsókn frá 2006 bendir til þess að aukning á FSH og þar af leiðandi tvöfalt egglos er algengara meðal kvenna sem eru yfir þrítugt. Fylgst var með 500 konum sem undirgengust tæknifrjóvgun. Af þeim 500 egglosum sem féllu innan ramma rannsóknarinnar sást tvöfalt egglos í 105 tilfellum. Þegar aldursdreifing þeirra kvenna var skoðuð kom í ljós að aðeins 5 af þessum 105 konum voru undir þrítugu.

Aldur kvenna stýrandi breyta

Í sömu rannsókn var fylgst með styrk FSH hormónsins í blóði kvennanna og fannst þá línulegt samband milli hækkandi aldurs og hækkandi styrks hormónsins.  Rannsóknin gefur þess vegna vísbendingar um að með hækkandi aldri kvenna eykst líka styrkur þessa hormóns í hverjum tíðahring. Í sumum tilfellum verður styrkur hormónsins svo hár að það nær að örva tvö eggbú til þroskunar. Við það verður tvöfalt egglos.

Hormón sem stýra fósturþroska breytast líka

Þegar horft er yfir alþjóðlegar tölur tvíburafæðinga kemur í ljós að tvíeggja tvíburar, sem verða til vegna tvöfalds eggloss, fæðast frekar konum sem eru komnar yfir þrítugt. Það rímar vel við niðurstöður hollenska rannsóknarhópsins, en ástæðan fyrir þessum breytingum liggur þó ekki ljós fyrir.

Í rannsókn sem ástralskur hópur birti í maí 2020 er rýnt í alþjóðlegar tölur um frjósemi kvenna. Þar koma fram skýrar vísbendingar um ástæðu þess að kvenlíkaminn hefur þróað með sér aukningu í FSH styrk með árunum. Um leið og líkur á tvöföldu egglosi aukast, minnka nefnilega líka líkurnar á því að fósturþroski klárist. Þau hormón sem til þarf til að búa fóstrinu heimili í þær 40 vikur sem til þarf fara nefnilega hnignandi.  

Það má því kannski líta svo á að þarna sé líkaminn að reyna að tryggja afkomu tegundarinnar. Því fleiri egg sem frjóvgast, þeim mun meiri líkur eru á því að einhver þeirra lifi af. Með því að setja meiri orku í egglosið bætir líkaminn því upp fyrir skort á þeim þáttum sem til þarf í ferilinn sem kemur á eftir.

Ítarefni

Frétt BBC um rannsókn hollenska hópsins árið 2006

Grein ástralska rannsóknarhópsins

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
8
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
9
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár