Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hækkandi aldur móður eykur líkur á tvíburafæðingum

Tví­eggja tví­burafæð­ing­ar eru mun lík­legri með­al mæðra sem eru komn­ar yf­ir þrí­tugt.

Hækkandi aldur móður eykur líkur á tvíburafæðingum

Það að búa til barn krefst óhemjumikillar orku frá foreldrum, þá sérstaklega móður. Flestir sjá kannski fyrir sér þá stuttu stund sem það tekur að undirbúa getnað, en fram að þeim tímapunkti hafa báðir foreldrar sett mikla orku í að búa til frumur sem henta vel í verknaðinn. Eggfruman er sérstaklega stór fruma og þess vegna leggur móðirin heilmikla orku í hana og innviði hennar.

Þegar getnaður hefur svo átt sér stað tekur við enn þá orkufrekara ferli, að búa fóstrinu heimili í þær 40 vikur sem það tekur fyrir það að þroskast. Eðli málsins samkvæmt leggur móðirin meiri líkamlega orku í það ferli, lífeðlisfræðilega séð. Svo er nú varla hægt að mæla þá orku sem foreldrar leggja í umönnun ungviðisins þegar það er loksins komið í heiminn.

Frjósemi er háð aldri

Allt þetta ferli er lífheiminum sérstaklega mikilvægt. Það er nauðsynlegt fyrir viðhald allra tegunda að þessir ferlar séu skilvirkir og virki rétt. Hvernig líkami mannfólksins bregst við minnkandi frjósemi með hækkandi aldri er því forvitnilegt viðfangsefni margra vísindahópa.

Það er vitað mál að frjósemi hnignar með hækkandi aldri, og þó það passi illa inn í nútímasamfélög og þær félagslegu kvaðir sem þeim fylgja, þá er frjósemistindur manneskjunnar upp úr tvítugu. Samfélagsgerð okkar hefur þó ýtt undir seinkun barneigna og meðal vesturlandabúa er algengt að konur eignist ekki sitt fyrsta barn fyrr en eftir þrítugt. Upp úr fertugu eru konur þó yfirleitt komnar úr barneign og líkaminn hættur að framleiða þau hormón sem til þarf fyrir fulla virkni æxlunarfæranna.

Hormónabúskapur og frjósemi

Þegar fer að síga á seinni hluta frjósemisskeiðs kvenna breytist að einhverju leyti hormónabúskapur þeirra. Breytingar verða meðal annars á þeim hormónum sem stjórna þroskun eggbúsins, sem er undanfari eggloss.

Þegar eggbú þroskast hjá mannfólki leiðir það yfirleitt til þess að eitt egg leggur af stað niður eggjaleiðarann og vonast til að frjóvgast. Á fyrri hluta tíðahringsins fer styrkur  hormóns sem heitir follicle stimulation hormone (FSH) stighækkandi. Þetta hormón örvar myndun eggbúsins (follicle) og þar með þroskun eggsins sem losnar.

Hollensk rannsókn frá 2006 bendir til þess að aukning á FSH og þar af leiðandi tvöfalt egglos er algengara meðal kvenna sem eru yfir þrítugt. Fylgst var með 500 konum sem undirgengust tæknifrjóvgun. Af þeim 500 egglosum sem féllu innan ramma rannsóknarinnar sást tvöfalt egglos í 105 tilfellum. Þegar aldursdreifing þeirra kvenna var skoðuð kom í ljós að aðeins 5 af þessum 105 konum voru undir þrítugu.

Aldur kvenna stýrandi breyta

Í sömu rannsókn var fylgst með styrk FSH hormónsins í blóði kvennanna og fannst þá línulegt samband milli hækkandi aldurs og hækkandi styrks hormónsins.  Rannsóknin gefur þess vegna vísbendingar um að með hækkandi aldri kvenna eykst líka styrkur þessa hormóns í hverjum tíðahring. Í sumum tilfellum verður styrkur hormónsins svo hár að það nær að örva tvö eggbú til þroskunar. Við það verður tvöfalt egglos.

Hormón sem stýra fósturþroska breytast líka

Þegar horft er yfir alþjóðlegar tölur tvíburafæðinga kemur í ljós að tvíeggja tvíburar, sem verða til vegna tvöfalds eggloss, fæðast frekar konum sem eru komnar yfir þrítugt. Það rímar vel við niðurstöður hollenska rannsóknarhópsins, en ástæðan fyrir þessum breytingum liggur þó ekki ljós fyrir.

Í rannsókn sem ástralskur hópur birti í maí 2020 er rýnt í alþjóðlegar tölur um frjósemi kvenna. Þar koma fram skýrar vísbendingar um ástæðu þess að kvenlíkaminn hefur þróað með sér aukningu í FSH styrk með árunum. Um leið og líkur á tvöföldu egglosi aukast, minnka nefnilega líka líkurnar á því að fósturþroski klárist. Þau hormón sem til þarf til að búa fóstrinu heimili í þær 40 vikur sem til þarf fara nefnilega hnignandi.  

Það má því kannski líta svo á að þarna sé líkaminn að reyna að tryggja afkomu tegundarinnar. Því fleiri egg sem frjóvgast, þeim mun meiri líkur eru á því að einhver þeirra lifi af. Með því að setja meiri orku í egglosið bætir líkaminn því upp fyrir skort á þeim þáttum sem til þarf í ferilinn sem kemur á eftir.

Ítarefni

Frétt BBC um rannsókn hollenska hópsins árið 2006

Grein ástralska rannsóknarhópsins

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár