Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hækkandi aldur móður eykur líkur á tvíburafæðingum

Tví­eggja tví­burafæð­ing­ar eru mun lík­legri með­al mæðra sem eru komn­ar yf­ir þrí­tugt.

Hækkandi aldur móður eykur líkur á tvíburafæðingum

Það að búa til barn krefst óhemjumikillar orku frá foreldrum, þá sérstaklega móður. Flestir sjá kannski fyrir sér þá stuttu stund sem það tekur að undirbúa getnað, en fram að þeim tímapunkti hafa báðir foreldrar sett mikla orku í að búa til frumur sem henta vel í verknaðinn. Eggfruman er sérstaklega stór fruma og þess vegna leggur móðirin heilmikla orku í hana og innviði hennar.

Þegar getnaður hefur svo átt sér stað tekur við enn þá orkufrekara ferli, að búa fóstrinu heimili í þær 40 vikur sem það tekur fyrir það að þroskast. Eðli málsins samkvæmt leggur móðirin meiri líkamlega orku í það ferli, lífeðlisfræðilega séð. Svo er nú varla hægt að mæla þá orku sem foreldrar leggja í umönnun ungviðisins þegar það er loksins komið í heiminn.

Frjósemi er háð aldri

Allt þetta ferli er lífheiminum sérstaklega mikilvægt. Það er nauðsynlegt fyrir viðhald allra tegunda að þessir ferlar séu skilvirkir og virki rétt. Hvernig líkami mannfólksins bregst við minnkandi frjósemi með hækkandi aldri er því forvitnilegt viðfangsefni margra vísindahópa.

Það er vitað mál að frjósemi hnignar með hækkandi aldri, og þó það passi illa inn í nútímasamfélög og þær félagslegu kvaðir sem þeim fylgja, þá er frjósemistindur manneskjunnar upp úr tvítugu. Samfélagsgerð okkar hefur þó ýtt undir seinkun barneigna og meðal vesturlandabúa er algengt að konur eignist ekki sitt fyrsta barn fyrr en eftir þrítugt. Upp úr fertugu eru konur þó yfirleitt komnar úr barneign og líkaminn hættur að framleiða þau hormón sem til þarf fyrir fulla virkni æxlunarfæranna.

Hormónabúskapur og frjósemi

Þegar fer að síga á seinni hluta frjósemisskeiðs kvenna breytist að einhverju leyti hormónabúskapur þeirra. Breytingar verða meðal annars á þeim hormónum sem stjórna þroskun eggbúsins, sem er undanfari eggloss.

Þegar eggbú þroskast hjá mannfólki leiðir það yfirleitt til þess að eitt egg leggur af stað niður eggjaleiðarann og vonast til að frjóvgast. Á fyrri hluta tíðahringsins fer styrkur  hormóns sem heitir follicle stimulation hormone (FSH) stighækkandi. Þetta hormón örvar myndun eggbúsins (follicle) og þar með þroskun eggsins sem losnar.

Hollensk rannsókn frá 2006 bendir til þess að aukning á FSH og þar af leiðandi tvöfalt egglos er algengara meðal kvenna sem eru yfir þrítugt. Fylgst var með 500 konum sem undirgengust tæknifrjóvgun. Af þeim 500 egglosum sem féllu innan ramma rannsóknarinnar sást tvöfalt egglos í 105 tilfellum. Þegar aldursdreifing þeirra kvenna var skoðuð kom í ljós að aðeins 5 af þessum 105 konum voru undir þrítugu.

Aldur kvenna stýrandi breyta

Í sömu rannsókn var fylgst með styrk FSH hormónsins í blóði kvennanna og fannst þá línulegt samband milli hækkandi aldurs og hækkandi styrks hormónsins.  Rannsóknin gefur þess vegna vísbendingar um að með hækkandi aldri kvenna eykst líka styrkur þessa hormóns í hverjum tíðahring. Í sumum tilfellum verður styrkur hormónsins svo hár að það nær að örva tvö eggbú til þroskunar. Við það verður tvöfalt egglos.

Hormón sem stýra fósturþroska breytast líka

Þegar horft er yfir alþjóðlegar tölur tvíburafæðinga kemur í ljós að tvíeggja tvíburar, sem verða til vegna tvöfalds eggloss, fæðast frekar konum sem eru komnar yfir þrítugt. Það rímar vel við niðurstöður hollenska rannsóknarhópsins, en ástæðan fyrir þessum breytingum liggur þó ekki ljós fyrir.

Í rannsókn sem ástralskur hópur birti í maí 2020 er rýnt í alþjóðlegar tölur um frjósemi kvenna. Þar koma fram skýrar vísbendingar um ástæðu þess að kvenlíkaminn hefur þróað með sér aukningu í FSH styrk með árunum. Um leið og líkur á tvöföldu egglosi aukast, minnka nefnilega líka líkurnar á því að fósturþroski klárist. Þau hormón sem til þarf til að búa fóstrinu heimili í þær 40 vikur sem til þarf fara nefnilega hnignandi.  

Það má því kannski líta svo á að þarna sé líkaminn að reyna að tryggja afkomu tegundarinnar. Því fleiri egg sem frjóvgast, þeim mun meiri líkur eru á því að einhver þeirra lifi af. Með því að setja meiri orku í egglosið bætir líkaminn því upp fyrir skort á þeim þáttum sem til þarf í ferilinn sem kemur á eftir.

Ítarefni

Frétt BBC um rannsókn hollenska hópsins árið 2006

Grein ástralska rannsóknarhópsins

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár