Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stórt skref í rafvæðingu minnkar útblástur í Reykjavíkurhöfn um 20%

Eft­ir raf­væð­ingu í Reykja­vík­ur­höfn verð­ur brennt 660 þús­und lítr­um minna af olíu, sem dreg­ur úr loft­meng­un og minnk­ar út­blást­ur gróð­ur­húsaloft­teg­unda á hafn­ar­svæð­inu um fimmt­ung.

Stórt skref í rafvæðingu minnkar útblástur í Reykjavíkurhöfn um 20%
Sjóflutningar í Sundahöfn 300 milljóna króna framlag ríkis og borgar stuðlar að því að losun koldíoxíðs í Reykjavíkurhöfn minnkar um 20%. Mynd: Shutterstock

Í dag var undirrituð viljayfirlýsing um að Reykjavíkurborg og ríkið leggi til samtals 300 milljónir króna til að tengja flutningaskip landrafmagni á næsta ári og minnka þannig notkun á olíu um 660 þúsund tonn. Þannig dregst útblástur koltvíoxíðs, sem er gróðurhúsalofttegund, um 20 prósent. Að auki má gera ráð fyrir bættum loftgæðum í borginni, á þeim svæðum sem liggja nærri Sundahöfn. Þetta mun gerast frá og með næsta ári, ef allt gengur samkvæmt áætlun.

„Um er að ræða fyrsta áfanga í því verkefni að tryggja raftengingar fyrir stærri skip í höfnum á Íslandi,“ segir í fréttatilkynningu sem send var í dag frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Að viljayfirlýsingunni standa Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Faxaflóahafnir, Veitur, Samskip og Eimskip. 

Haft er eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra í tilkynningunni að um sé að ræða eitt af fleiri stórum skrefum í því að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

„Við erum að stíga stór skref í loftslagsmálum núna með aðkomu ríkisins að rafvæðingu tíu hafna á Íslandi í ár. Verkefnið við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík er frábært samstarfsverkefni og mun ekki bara draga úr losun gróðurhúsalofttegunda heldur líka bæta loftgæði í borginni. Þetta er gleðidagur.“

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í sömu yfirlýsingu að skapa þurfi Íslandi samkeppnisforskot í græna hagkerfinu.

„Þetta er mjög stór dagur í loftslagsmálum, ekki bara í Reykjavík heldur fyrir landið allt. Rafvæðing hafna er hluti af bæði loftslagsáætlun stjórnvalda og borgarinnar um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda þannig að þessi yfirlýsing sem við undirrituðum í dag er vegvísir að enn grænni borg. Nú fer af stað vinna við að gera þetta að veruleika og við vonumst til að geta tengt fyrstu flutningaskipin næsta sumar sem mun draga verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda hjá skipafélögunum en ekki síður bæta loftgæðin í kringum hafnirnar. Það hefur verið mín skoðun að við ættum öll að vera að nota þennan tíma til að skipuleggja grænt plan í efnahagsmálum til þess að draga úr útblæstri en ekki síður til að skapa landinu nauðsynlegt samkeppnisforskot í græna hagkerfinu.“

Í fyrsta áfanga verkefnisins munu Faxaflóahafnir, Veitur og ríkið leggja til hundrað milljónir króna hvert.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum
FréttirHamfarahlýnun

Rík­ið set­ur meira fjár­magn í stækk­un flug­vall­ar held­ur en í að­gerð­ir gegn lofts­lags­vand­an­um

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via mun lík­lega trappa nið­ur upp­bygg­ingaráform á Kefla­vík­ur­flug­velli í ljósi sam­drátt­ar í ferða­þjón­ustu. Engu að síð­ur er út­lit fyr­ir að miklu meira fé verði var­ið til stækk­un­ar flug­vall­ar­ins, til að standa und­ir auk­inni flug­um­ferð til og frá Ís­landi, held­ur en í lofts­lags­áætl­un stjórn­valda og fram­kvæmd henn­ar.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
3
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár