Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stórt skref í rafvæðingu minnkar útblástur í Reykjavíkurhöfn um 20%

Eft­ir raf­væð­ingu í Reykja­vík­ur­höfn verð­ur brennt 660 þús­und lítr­um minna af olíu, sem dreg­ur úr loft­meng­un og minnk­ar út­blást­ur gróð­ur­húsaloft­teg­unda á hafn­ar­svæð­inu um fimmt­ung.

Stórt skref í rafvæðingu minnkar útblástur í Reykjavíkurhöfn um 20%
Sjóflutningar í Sundahöfn 300 milljóna króna framlag ríkis og borgar stuðlar að því að losun koldíoxíðs í Reykjavíkurhöfn minnkar um 20%. Mynd: Shutterstock

Í dag var undirrituð viljayfirlýsing um að Reykjavíkurborg og ríkið leggi til samtals 300 milljónir króna til að tengja flutningaskip landrafmagni á næsta ári og minnka þannig notkun á olíu um 660 þúsund tonn. Þannig dregst útblástur koltvíoxíðs, sem er gróðurhúsalofttegund, um 20 prósent. Að auki má gera ráð fyrir bættum loftgæðum í borginni, á þeim svæðum sem liggja nærri Sundahöfn. Þetta mun gerast frá og með næsta ári, ef allt gengur samkvæmt áætlun.

„Um er að ræða fyrsta áfanga í því verkefni að tryggja raftengingar fyrir stærri skip í höfnum á Íslandi,“ segir í fréttatilkynningu sem send var í dag frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Að viljayfirlýsingunni standa Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Faxaflóahafnir, Veitur, Samskip og Eimskip. 

Haft er eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra í tilkynningunni að um sé að ræða eitt af fleiri stórum skrefum í því að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

„Við erum að stíga stór skref í loftslagsmálum núna með aðkomu ríkisins að rafvæðingu tíu hafna á Íslandi í ár. Verkefnið við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík er frábært samstarfsverkefni og mun ekki bara draga úr losun gróðurhúsalofttegunda heldur líka bæta loftgæði í borginni. Þetta er gleðidagur.“

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í sömu yfirlýsingu að skapa þurfi Íslandi samkeppnisforskot í græna hagkerfinu.

„Þetta er mjög stór dagur í loftslagsmálum, ekki bara í Reykjavík heldur fyrir landið allt. Rafvæðing hafna er hluti af bæði loftslagsáætlun stjórnvalda og borgarinnar um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda þannig að þessi yfirlýsing sem við undirrituðum í dag er vegvísir að enn grænni borg. Nú fer af stað vinna við að gera þetta að veruleika og við vonumst til að geta tengt fyrstu flutningaskipin næsta sumar sem mun draga verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda hjá skipafélögunum en ekki síður bæta loftgæðin í kringum hafnirnar. Það hefur verið mín skoðun að við ættum öll að vera að nota þennan tíma til að skipuleggja grænt plan í efnahagsmálum til þess að draga úr útblæstri en ekki síður til að skapa landinu nauðsynlegt samkeppnisforskot í græna hagkerfinu.“

Í fyrsta áfanga verkefnisins munu Faxaflóahafnir, Veitur og ríkið leggja til hundrað milljónir króna hvert.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum
FréttirHamfarahlýnun

Rík­ið set­ur meira fjár­magn í stækk­un flug­vall­ar held­ur en í að­gerð­ir gegn lofts­lags­vand­an­um

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via mun lík­lega trappa nið­ur upp­bygg­ingaráform á Kefla­vík­ur­flug­velli í ljósi sam­drátt­ar í ferða­þjón­ustu. Engu að síð­ur er út­lit fyr­ir að miklu meira fé verði var­ið til stækk­un­ar flug­vall­ar­ins, til að standa und­ir auk­inni flug­um­ferð til og frá Ís­landi, held­ur en í lofts­lags­áætl­un stjórn­valda og fram­kvæmd henn­ar.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár