Ein stærsta heildverslun landsins, Innnes ehf, nýtir hlutabótaleiðina fyrir hluta starfsfólks síns. Samtímis hafa laun æðstu stjórnenda félagsins ekki verið lækkuð. Tæplega 200 manns vinna hjá heildversluninni.
Innnes er umboðsaðili fyrir fjölda þekktra vörumerkja á matvæla- og sælgætissviðinu, meðal annars Heinz, Daim, Hunt's. Anton Berg, Fazer og Blue Dragon.
Félagið var með tæplega 9,3 milljarða króna tekjur árið 2018 og skilaði 330 milljóna króna hagnaði það ár en tæplega 200 milljóna hagnaði árið á undan. Eiginfjárstaða félagsins - eignir mínus skuldir - var þá tæplega 1.800 milljónir króna. Árið 2017 greiddi Innes út 200 milljóna króna arð til eigandans, Dalsnes ehf., en engan arð 2018. Á þessum sömu tveimur árum greiddi Dalsnes út nærri hálfan milljarð króna í arð til hluthafa síns, Ólafs Björnssonar athafnamanns.
Forstjórinn: Tilmæli stjórnvalda
Heildverslunin Innnes var stofnuð árið 1987 af meðal annars forstjóranum Magnúsi Óla Ólafssyni sem hefur lýst uppgangi þess í viðtölum. „Fyrsta …
Athugasemdir