Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stór heildverslun setur 27 starfsmenn á hlutabætur: Eigandinn fékk tæpan hálfan milljarð í arð árin 2017 og 2018

Ein stærsta heild­versl­un lands­ins, Innn­es, ákvað að nýta hluta­bóta­leið­ina til að forð­ast upp­sagn­ir. For­stjór­inn und­ir­strik­ar að fyr­ir­tæk­ið hafi ein­göngu nýtt sér til­mæli stjórn­valda. Innn­es og eig­andi þess, Dals­nes ehf., eru mjög sterk fjár­hags­lega.

Stór heildverslun setur 27 starfsmenn á hlutabætur: Eigandinn fékk tæpan hálfan milljarð í arð árin 2017 og 2018
Segir fyrirtækið komið inn á að beini Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, segir að fyrirtækið sé næstum komið inn að beiðni þrátt fyrir notkunina á hlutabótaleiðinni.

Ein stærsta heildverslun landsins, Innnes ehf, nýtir hlutabótaleiðina fyrir hluta starfsfólks síns. Samtímis hafa laun æðstu stjórnenda félagsins ekki verið lækkuð. Tæplega 200 manns vinna hjá heildversluninni.

Innnes er umboðsaðili fyrir fjölda þekktra vörumerkja á matvæla-  og sælgætissviðinu, meðal annars Heinz, Daim, Hunt's. Anton Berg, Fazer og Blue Dragon.

Félagið var með tæplega 9,3 milljarða króna tekjur árið 2018 og skilaði 330 milljóna króna hagnaði það ár en tæplega 200 milljóna hagnaði árið á undan.  Eiginfjárstaða félagsins - eignir mínus skuldir - var þá tæplega 1.800 milljónir króna. Árið 2017 greiddi Innes út 200 milljóna króna arð til eigandans, Dalsnes ehf., en engan arð 2018. Á þessum sömu tveimur árum greiddi Dalsnes út nærri hálfan milljarð króna í arð til hluthafa síns, Ólafs Björnssonar athafnamanns.

Forstjórinn: Tilmæli stjórnvalda

Heildverslunin Innnes var stofnuð árið 1987 af meðal annars forstjóranum Magnúsi Óla Ólafssyni sem hefur lýst uppgangi þess í viðtölum. „Fyrsta …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár