Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fjöldi stoppistöðva á leið til Seltjarnarness án útskots

For­seti bæj­ar­stjórn­ar Seltjarn­ar­nes seg­ir stoppi­stöð Strætó við tví­breiða götu hjá Kola­port­inu hindra flæði um­ferð­ar til bæj­ar­ins. Fjöldi stöðva á sömu leið er með sama fyr­ir­komu­lagi á ein­breið­um göt­um, þar á með­al sú næsta í vesturátt.

Fjöldi stoppistöðva á leið til Seltjarnarness án útskots
Nýja stoppistöðin Forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness segir stoppistöðina vera brot á samkomulagi sveitarfélaganna. Mynd: Davíð Þór

Fimm af ellefu stoppistöðvum Strætó á Seltjarnarnesi eru við einbreiðar götur með ekkert útskot fyrir strætisvagna. Forseti bæjarstjórnar Seltjarnarnes mótmælir því að Reykjavíkurborg setji slíka stöð við tvíbreiða götu í miðborginni og segir það hindra gott flæði umferðar til sveitarfélagsins.

Unnið er nú við að setja nýja stoppistöð Strætó við Geirsgötu skammt frá Kolaportinu, en ekkert útskot verður við götuna fyrir strætisvagna til að beygja inn í og hleypa þannig bílum fram fyrir sig. Gatan er hins vegar tvíbreið. Haft var eftir Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, í Morgunblaðinu að framkvæmdirnar væru „eins konar hryðjuverk gegn fjölskyldubílnum“. Gísli Marteinn Baldursson, fyrrverandi borgarfulltrúi, sagði ummælin ósmekkleg. Á þessari götu hefði orðið banaslys vegna hraðaksturs og tilvalið væri að hægja á umferð.

Nokkrum metrum vestar á sömu akstursleið til og frá Seltjarnarnesi, við Mýrargötu, er hins vegar önnur stoppistöð. Sú er án útskots og Mýrargata er einbreið. Engin leið er því fyrir einkabíla að komast fram hjá vögnunum þegar þeir stoppa fyrir farþegum.

Þá eru 11 stoppistöðvar Strætó á Seltjarnarnesi sjálfu, við göturnar Nesveg, Suðurströnd, Lindarbraut og Norðurströnd. Fimm þessara stöðva eru án útskots og göturnar einbreiðar.

Málið var rætt á hjá skipulags- og umferðarnefnd Seltjarnarnesbæjar, að því er segir í umfjöllun Morgunblaðsins um málið. Nefndin telur að framkvæmdirnar séu ekki í samræmi við samkomulag sveitarfélaganna um skipulag svæðisins frá 2013 þar sem þær þrengi að umferð að Seltjarnarnesi. Nefndin telur það ámælisvert að ekki hafi verið haft samráð við Seltjarnarnesbæ og skipulagsfulltrúi hefur komið athugasemdum á framfæri við Reykjavíkurborg.

„Ég held að þessi framkvæmd sé bara gríðarlega illa undirbúin, enda stenst hún ekki einu sinni samkomulag okkar við borgina,“ sagði Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness við Morgunblaðið í gær. „Það má ekki gleyma að um Geirsgötu er mikil og þung umferð, bæði í Vesturbæinn og á Nesið en einnig á þjónustusvæðið á Granda, svo ekki sé minnst á olíuflutninga. Það verður að tryggja góðar og öruggar samgöngur á milli sveitarfélaga og ég efast um að Strætó telji þetta vera heppilegustu lausnina, einkum í ljósi umferðaröryggis.“

„En í stað þess að hafa alla sátta þá tókst mönnum einhvern veginn að klúðra því“

Magnús Örn segir ákvörðun Reykjavíkurborgar um stoppistöðina róttæka. „Það er alltaf verið að tala um að þörf sé á því að gera öllum jafn hátt undir höfði í umferðinni. Hér er beinlínis verið að fara þvert á það. Það hefði verið svo einfalt að útfæra þetta öðruvísi enda mikið pláss á þessu svæði. En í stað þess að hafa alla sátta þá tókst mönnum einhvern veginn að klúðra því. Manni fallast hreinlega hendur, svona útfærsla er ekkert annað en víðáttuvitleysa og við munum krefjast breytinga.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár