Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Höfnuðu því að hækka atvinnuleysisbætur og heimila þær fyrir námsmenn

Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son, þing­mað­ur VG, seg­ir nóg gert til að bregð­ast við at­vinnu­leysi náms­manna og að ekki sé tíma­bært að hækka at­vinnu­leys­is­bæt­ur.

Höfnuðu því að hækka atvinnuleysisbætur og heimila þær fyrir námsmenn
Ólafur Þór Gunnarsson Þingmaður VG gerði einn stjórnarþingmanna grein fyrir atkvæði sínu.

Breytingartillaga Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns Samfylkingar, um að hækka hámark atvinnuleysisbóta í 516 þúsund krónur frá júní út árið, hlaut ekki brautargengi á Alþingi á fimmtudag. Sömuleiðis var felld tillaga hennar um að gefa námsmönnum rétt á atvinnuleysisbótum sumarmánuðina þrjá.

Tillögurnar voru til breytingar á nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að mæta efnahagslegum áhrifum COVID-19 faraldursins. Annarri umræðu um málið lauk á fimmtudag á Alþingi.

Fyrst var kosið um þá tillögu að hækka hámark atvinnuleysisbóta. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, gerði grein fyrir atkvæði sínu við tillöguna, einn stjórnarþingmanna. „Það er klárlega góður hugur á bak við þessar tillögur,“ sagði hann. „Ég tel hins vegar ekki að það sé tímabært að bregðast við með þessum hætti akkúrat núna. Hins vegar er ljóst að verði atvinnuleysið til lengri tíma er þetta eitthvað sem við munum þurfa að skoða á síðari stigum. En ég segi því nei.“

„Við erum þegar búin að bæta í hvað varðar sumarstörf námsmanna“

Næst var kosið um breytingartillöguna þess efnis að heimila greiðslur atvinnuleysisbóta til námsmanna í sumar. „Við greiðum hér atkvæði um mál sem má segja að sé nokkurs konar grundvallarbreyting á hugsunarhættinum í atvinnuleysistryggingakerfinu,“ sagði Ólafur Þór, þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu. „Við erum þegar búin að bæta í hvað varðar sumarstörf námsmanna. Það hefur þegar verið brugðist við með svokölluðum sumarlánum fyrir þá námsmenn sem ekki fá vinnu og verða við nám í sumar. Og við treystum á sveitarfélögin, eins og þau gerðu í hruninu, að bregðast við með myndarlegum hætti og skapa störf fyrir námsmenn þannig að ekki þurfi að koma til þess að þau hafi ekki framfærslu í sumar.“

Þá var einnig felld tillaga Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar, þess efnis að lengja í stuðningi við nýsköpunarfyrirtæki umfram það sem til stendur að gera næstu tvö ár. Sagði Ólafur Þór aftur að ekki væri tímabært að gera slíkar breytingar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár