Þetta og ekki svo margt fleira er á döfinni næstu vikurnar. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara. Margir viðburðirnir eru ókeypis, en hægt er að styðja listamenn með því að kaupa verk þeirra eða plötur á netinu.
Ísland vaknar úr dvala
Hinn 4. maí síðastliðinn var gefið út leyfi til að aflétta vissum þáttum samkomubannsins, og má því segja að landið og borgin séu að vakna til lífs á ný. Enn eru fjöldatakmarkanir í gildi og gerð krafa um tveggja metra fjarlægð á milli einstaklinga, en þetta heimilar þó nokkrum menningarstofnunum að opna dyr sínar á ný. Þar má nefna Listasafn Reykjavíkur, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Árbæjarsafnið, Borgarbókasafnið, Hafnarborg og fleiri staði. Einnig hafa mörg kvikmyndahús opnað dyr sínar, en vegna COVID-19 hafa engar nýjar myndir verið gefnar út og því er dagskráin full af endursýndum eldri myndum. Stefnt er að því að opna sundlaugar 18. maí, en þó með áðurnefndum takmörkunum. Einhverjir barir hafa nú þegar opnað dyr sínar, en ekki er búist við frekari tilslökunum fyrr en 25. maí.
Lokahóf Glópagull: Þjóðsaga
Hvar? Midpunkt
Hvenær? 9. maí kl. 14.00–17.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!
Sýning Steinunnar Gunnlaugsdóttur samanstendur af tveimur sjálfstæðum verkum sem tengjast í gegnum ólík en skyld vísindaleg ferli sem fara fram á hríðdimmri heiði í grennd við mannabyggðir. Steinunn vinnur þvert á miðla og gerir skúlptúra, myndbönd, hljóðverk, teikningar, gjörninga og innsetningar.
Elín Ey
Hvar? Samtökin ‘78
Hvenær? 9. maí kl. 20.00
Streymi: FB-síða Samtakanna
Tónlistarkonan Elín Ey hefur verið virk í íslensku tónlistarsenunni um árabil og komið fram bæði undir eigin nafni og með hljómsveitinni Sísý Ey. Nýverið gaf hún út stuttskífuna Gone, en búast má við því að hún verði spiluð ásamt eldra efni. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Hinsegin daga.
Risa kílómarkaður Rauða krossins
Hvar? Rauðakrossbúðin Skútuvogi
Hvenær? 9. & 10. maí
Aðgangseyrir: Ókeypis!
Rauðakrossbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu hafa í mörg ár unnið gegn fatasóun með því að safna notuðum fötum og bjóða landsmönnum að kaupa föt í góðu ástandi gegn vægri þóknun í stað þess að senda erlendis til endurnýtingar. Þessa helgi eru föt verðlögð eftir kílóamagni, og því auðvelt að gera góð kaup á mikið af fötum.
Smásala
Hvar? Harbinger
Hvenær? 9.–30. maí
Aðgangseyrir: Ókeypis!
Retail, eða Smásala, er einkasýning Geirþrúðar Finnbogadóttur Hjörvar. Skúlptúrarnir sem eru til sýnis eru innblásnir af hlutum sem seldir eru í búðum, og einnig af sýningakerfunum hvar slíkum hlutum er stillt fram. Sýningin fjallar því um fagurfræðilegar nautnir verslunarblætisins og um ánægjuna af skringileikanum sem því fylgir.
Erling Klingenberg
Hvar? Nýló & Kling & Bang
Hvenær? 9. maí–28. júní
Aðgangseyrir: Ókeypis!
Þessi sýning veitir skýra og nýja sýn á tengingar, samhengi og innihald verka frá 25 ára litríkum ferli Erlings T.V. Klingenbergs. Listaferill hans hefur einkennst af heiðarleika og húmor, en verk frá mismunandi tímabilum verða til sýnis í Marshallhúsinu, bæði í rými Nýló og Kling & Bang.
Múlinn jazzklúbbur
Hvar? Harpa
Hvenær? 8., 15., & 22. maí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.
Múlinn jazzklúbbur heldur uppi virkri dagskrá í maí, en hann flytur tónlist þrisvar á næstu tveimur vikum í Flóanum, sem er stórt og opið rými Hörpu sem býður upp á nægt rými til að virða tveggja metra regluna. Hinn 8. maí kemur Frelsissveit Nýja Íslands fram, 15. eru ókeypis tónleikar með Halli’s Mafaggas, og 22. kemur Kvartett Ólafs Jónssonar fram.
Gjörningar í Ekki brotlent enn
Hvar? Hafnarhús
Hvenær? Mánudaga og föstudaga kl. 14.30 & 15.15
Aðgangseyrir: 1.840 kr.
Sýning Andreas Brunners, Ekki brotlent enn, hefur verið framlengd til 7. júní. Sýningin samanstendur af afsteypum og skúlptúrum með vísun í allt frá frummyndum hugmynda yfir í forn-grískar sögur og Bleika pardusinn. Á mánudögum og föstudögum fer fram gjörningur þar sem tveir aðilar mála súlu aftur og aftur, í mismunandi litum, í eins konar eilífri hringrás.
Þögult vor
Hvar? Hafnarborg
Hvenær? Til 17. maí
Aðgangseyrir: Ókeypis!
Þögult vor er samsýning Lilju Birgisdóttur, Herttu Kiiski og Katrínar Elvarsdóttur þar sem þær kalla fram ljúfar og hlýjar tilfinningar gagnvart náttúrulegu umhverfi okkar. Með því að einbeita sér að fegurðinni í því fundna, sem fær að ganga í endurnýjun lífdaga, vonast þær til að ná að vekja tímabæra virðingu fyrir viðkvæmu ástandi hins hrörnandi heims.
Afdrep
Hvar? Veður og vindur gluggagallerí
Hvenær? Til 27. júní
Aðgangseyrir: Ókeypis!
Afdrep eftir Ragnheiði Sigurðardóttur Bjarnasonar er tilraun til að tjá tilfinningalegt landslag með því að leita inn á við, fylgja rödd okkar innra barns inn í lendur undirmeðvitundarinnar og dagdrauma. Í rýminu er skapað sérstakt andrúmsloft með þar sem hringrás lífræns niðurbrots og endurbyggingar, taktur og seigla náttúrunnar er í fyrirrúmi.
Athugasemdir