Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Keyptu eigin hlutabréf á 6 milljarða frá því neyðarstigi var lýst yfir

Fé­lög í Kaup­höll­inni hafa frest­að arð­greiðsl­um vegna COVID-19 far­ald­urs­ins, en keypt eig­in hluta­bréf. End­ur­kaup, eins og arð­greiðsl­ur, eru leið til að skila hagn­aði til eig­enda. Sum­ar end­ur­kaupa­áætlan­ir hóf­ust eft­ir að neyð­arstigi al­manna­varna var lýst yf­ir 6. mars.

Keyptu eigin hlutabréf á 6 milljarða frá því neyðarstigi var lýst yfir
Bónus Hagar reka fjölda verslana, en fyrirtækið hefur sett 800 milljónir króna í starfslokagreiðslur stjórnenda og endurkaup á eigin hlutabréfum frá því að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir. Mynd: Kristinn Magnússon

Fyrirtæki í Kauphöllinni hafa endurkeypt eigin hlutafé fyrir rúma 6 milljarða króna frá því að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir 6. mars. Endurkaup koma oft í stað arðgreiðslna sem aðferð til að skila hagnaði til hluthafa fyrirtækjanna.

Fyrirtækin sem um ræðir eru Marel, Arion banki, Festi, Hagar, Reitir, Skeljungur og Heimavellir. Sum þeirra hófu endurkaupaáætlanir sínar eftir að neyðarstigi hafði verið lýst yfir, en í öðrum tilvikum voru þær þegar hafnar. Sum fyrirtækjanna greiddu einnig út arð til hluthafa vegna síðasta rekstrarárs á meðan neyðarstig stóð yfir, en önnur hafa frestað arðgreiðslum.

Á sama tíma hafa stjórnvöld gripið til aðgerða til að mæta þeim efnahagslegu áföllum sem dunið hafa yfir í kjölfar COVID-19 faraldursins. Á meðal þeirra eru hlutabótaleiðin svokallaða, þar sem starfshlutfall starfsmanna er skert og þeim gert á móti mögulegt að fá greiðslur úr ríkissjóði til að mæta tekjutapinu. Ekki liggur fyrir yfirlit um hvaða fyrirtæki hafa nýtt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár