Fyrirtæki í Kauphöllinni hafa endurkeypt eigin hlutafé fyrir rúma 6 milljarða króna frá því að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir 6. mars. Endurkaup koma oft í stað arðgreiðslna sem aðferð til að skila hagnaði til hluthafa fyrirtækjanna.
Fyrirtækin sem um ræðir eru Marel, Arion banki, Festi, Hagar, Reitir, Skeljungur og Heimavellir. Sum þeirra hófu endurkaupaáætlanir sínar eftir að neyðarstigi hafði verið lýst yfir, en í öðrum tilvikum voru þær þegar hafnar. Sum fyrirtækjanna greiddu einnig út arð til hluthafa vegna síðasta rekstrarárs á meðan neyðarstig stóð yfir, en önnur hafa frestað arðgreiðslum.
Á sama tíma hafa stjórnvöld gripið til aðgerða til að mæta þeim efnahagslegu áföllum sem dunið hafa yfir í kjölfar COVID-19 faraldursins. Á meðal þeirra eru hlutabótaleiðin svokallaða, þar sem starfshlutfall starfsmanna er skert og þeim gert á móti mögulegt að fá greiðslur úr ríkissjóði til að mæta tekjutapinu. Ekki liggur fyrir yfirlit um hvaða fyrirtæki hafa nýtt …
Athugasemdir