Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Engin töf á nauðungarsölum þó fallið hafi verið frá lagaákvæði

Stjórn­ar­meiri­hlut­inn dró í land með að heim­ila nauð­ung­ar­söl­ur í gegn­um síma eða fjar­funda­bún­að. Heim­ild­in var tal­in óþörf og ekki hafa áhrif á fram­gang mála þar sem sýslu­menn hafi grip­ið til ráð­staf­ana til að bregð­ast við Covid-far­aldr­in­um.

Engin töf á nauðungarsölum þó fallið hafi verið frá lagaákvæði
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Frumvarp dómsmálaráðherra tók breytingum í meðferð þingsins. Mynd: xd.is

Meirihlutinn á Alþingi taldi ekki lengur þörf á lagabreytingum til að heimila fyrirtöku nauðungarsölu í gegnum síma eða fjarfundabúnað vegna Covid-19 faraldursins. Frumvarpið varð að lögum þriðjudaginn 28. apríl án ákvæðisins, en meirihlutinn telur að „óbreyttur framgangur“ verði í nauðungarsölum þar sem sýslumenn hafa gripið til annarra ráðstafana til að virða fjarlægðartakmarkanir.

Meirihlutinn segir hins vegar tilefni til að ræða frestun aðfarargerða eða nauðungarsala, en það heyri ekki undir frumvarpið.

Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra varðaði breytingu á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónaveiru og snýr að meðferð mála hjá sýslumönnum og dómstólum meðal annars. Flest ákvæði frumvarpsins vörðuðu rafræna meðferð mála hjá þessum aðilum og eru þau flest til bráðabirgða.

Áslaug Arna sagði að líta mætti á frumvarpið sem jákvæð áhrif af Covid-19, þar sem stjórnsýslan færðist hraðar á rafrænt form. Á meðal breytinganna var bráðabirgðarákvæði um að heimila fram til 1. október að taka nauðungarsölu fyrir með gerðarbeiðanda í gegnum síma eða fjarfundabúnað, „enda verði fyrirtöku málsins háttað þannig að allir heyri þau orðaskipti sem fram fara“. Gerðarbeiðandi er sá sem krefst nauðungarsölunnar, oft fjármálafyrirtæki, hið opinbera eða fyrirtæki sem á kröfu á eiganda eignarinnar.

Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar fjarlægði ákvæðið fyrir 2. umræðu um málið á Alþingi. „Ákvæðin sættu nokkuð mikilli gagnrýni og komu fram ýmis sjónarmið þeirri gagnrýni til stuðnings, m.a. varðandi stöðu gerðarþola,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður nefndarinnar, þegar hann gerði grein fyrir áliti meirihluta nefndarinnar í umræðum á Alþingi.

„Það er því mat meiri hlutans að ekki sé lengur þörf á framangreindri heimild í ljósi þess að aðstæður hafa ekki áhrif á meðferð þessara mála“

„Ákvæðunum er ætlað að tryggja að bæði sýslumenn og dómstólar geti sinnt lögbundnum verkefnum sínum,“ sagði Páll. „Hins vegar bárust nefndinni þær upplýsingar að frá því að frumvarpið var samið hafi aðstæður sýslumannsembættanna breyst. Þannig hafi embættin brugðist við auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum og gerðar hafi verið ráðstafanir til að virða fjarlægðartakmarkanir til að kleift sé að halda óbreyttum framgangi í málaflokknum. Það er því mat meiri hlutans að ekki sé lengur þörf á framangreindri heimild í ljósi þess að aðstæður hafa ekki áhrif á meðferð þessara mála.“

Sýslumenn hafi frestað fyrirtökum og byrjun uppboða

Með öðru ákvæði í lögunum er liðkað fyrir um tímafresti svo nauðungarsölur falli ekki niður vegna aðstæðna sem Covid-19 faraldurinn skapar. Varða frestirnir meðal annars tilfelli þar sem uppboð hefur ekki hafist einu ári frá fyrirtöku málsins eða munir ekki seldir og mundi þá nauðungarsalan falla niður undir venjulegum kringumstæðum. 60 daga frestur er veittur til viðbótar frá þeim tímapunkti sem hindruninni er rutt úr vegi og er þar átt við faraldurinn.

Þannig hefur fyrstu fyrirtöku mála verið frestað“

„Við meðferð málsins var gagnrýnt að þeir frestir væru allir í þágu gerðarbeiðenda og að ekki væri gætt að hagsmunum gerðarþola í þeim efnum,“ sagði Páll í umræðunum. „Fram komu sjónarmið um að frekar ætti að stöðva aðfarargerðir og nauðungarsölur um tiltekinn tíma.“

Vildi meirihlutinn árétta að umræddir frestir vörðuðu fresti sýslumanns. „Þó er ljóst að einhver sýslumannsembætti hafa gripið til annarra ráðstafana til að tryggja að ekki verði réttarspjöll í þeim málum sem nú liggja fyrir hjá þeim. Þannig hefur fyrstu fyrirtöku mála verið frestað, byrjun uppboðs frestað í þeim málum sem eru enn innan frests og framhaldssölum frestað á grundvelli óviðráðanlegra atvika. Meiri hlutinn telur mikilvægt að sýslumannsembætti geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu og telur meiri hlutinn að umrætt ákvæði tryggi þá framkvæmd. Ákvörðun um tímabundna stöðvun aðfarargerða eða nauðungarsala varða hins vegar ekki efni þessa frumvarps en meiri hlutinn tekur undir mikilvægi þess að sú umræða eigi sér stað.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár