Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Engin töf á nauðungarsölum þó fallið hafi verið frá lagaákvæði

Stjórn­ar­meiri­hlut­inn dró í land með að heim­ila nauð­ung­ar­söl­ur í gegn­um síma eða fjar­funda­bún­að. Heim­ild­in var tal­in óþörf og ekki hafa áhrif á fram­gang mála þar sem sýslu­menn hafi grip­ið til ráð­staf­ana til að bregð­ast við Covid-far­aldr­in­um.

Engin töf á nauðungarsölum þó fallið hafi verið frá lagaákvæði
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Frumvarp dómsmálaráðherra tók breytingum í meðferð þingsins. Mynd: xd.is

Meirihlutinn á Alþingi taldi ekki lengur þörf á lagabreytingum til að heimila fyrirtöku nauðungarsölu í gegnum síma eða fjarfundabúnað vegna Covid-19 faraldursins. Frumvarpið varð að lögum þriðjudaginn 28. apríl án ákvæðisins, en meirihlutinn telur að „óbreyttur framgangur“ verði í nauðungarsölum þar sem sýslumenn hafa gripið til annarra ráðstafana til að virða fjarlægðartakmarkanir.

Meirihlutinn segir hins vegar tilefni til að ræða frestun aðfarargerða eða nauðungarsala, en það heyri ekki undir frumvarpið.

Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra varðaði breytingu á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónaveiru og snýr að meðferð mála hjá sýslumönnum og dómstólum meðal annars. Flest ákvæði frumvarpsins vörðuðu rafræna meðferð mála hjá þessum aðilum og eru þau flest til bráðabirgða.

Áslaug Arna sagði að líta mætti á frumvarpið sem jákvæð áhrif af Covid-19, þar sem stjórnsýslan færðist hraðar á rafrænt form. Á meðal breytinganna var bráðabirgðarákvæði um að heimila fram til 1. október að taka nauðungarsölu fyrir með gerðarbeiðanda í gegnum síma eða fjarfundabúnað, „enda verði fyrirtöku málsins háttað þannig að allir heyri þau orðaskipti sem fram fara“. Gerðarbeiðandi er sá sem krefst nauðungarsölunnar, oft fjármálafyrirtæki, hið opinbera eða fyrirtæki sem á kröfu á eiganda eignarinnar.

Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar fjarlægði ákvæðið fyrir 2. umræðu um málið á Alþingi. „Ákvæðin sættu nokkuð mikilli gagnrýni og komu fram ýmis sjónarmið þeirri gagnrýni til stuðnings, m.a. varðandi stöðu gerðarþola,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður nefndarinnar, þegar hann gerði grein fyrir áliti meirihluta nefndarinnar í umræðum á Alþingi.

„Það er því mat meiri hlutans að ekki sé lengur þörf á framangreindri heimild í ljósi þess að aðstæður hafa ekki áhrif á meðferð þessara mála“

„Ákvæðunum er ætlað að tryggja að bæði sýslumenn og dómstólar geti sinnt lögbundnum verkefnum sínum,“ sagði Páll. „Hins vegar bárust nefndinni þær upplýsingar að frá því að frumvarpið var samið hafi aðstæður sýslumannsembættanna breyst. Þannig hafi embættin brugðist við auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum og gerðar hafi verið ráðstafanir til að virða fjarlægðartakmarkanir til að kleift sé að halda óbreyttum framgangi í málaflokknum. Það er því mat meiri hlutans að ekki sé lengur þörf á framangreindri heimild í ljósi þess að aðstæður hafa ekki áhrif á meðferð þessara mála.“

Sýslumenn hafi frestað fyrirtökum og byrjun uppboða

Með öðru ákvæði í lögunum er liðkað fyrir um tímafresti svo nauðungarsölur falli ekki niður vegna aðstæðna sem Covid-19 faraldurinn skapar. Varða frestirnir meðal annars tilfelli þar sem uppboð hefur ekki hafist einu ári frá fyrirtöku málsins eða munir ekki seldir og mundi þá nauðungarsalan falla niður undir venjulegum kringumstæðum. 60 daga frestur er veittur til viðbótar frá þeim tímapunkti sem hindruninni er rutt úr vegi og er þar átt við faraldurinn.

Þannig hefur fyrstu fyrirtöku mála verið frestað“

„Við meðferð málsins var gagnrýnt að þeir frestir væru allir í þágu gerðarbeiðenda og að ekki væri gætt að hagsmunum gerðarþola í þeim efnum,“ sagði Páll í umræðunum. „Fram komu sjónarmið um að frekar ætti að stöðva aðfarargerðir og nauðungarsölur um tiltekinn tíma.“

Vildi meirihlutinn árétta að umræddir frestir vörðuðu fresti sýslumanns. „Þó er ljóst að einhver sýslumannsembætti hafa gripið til annarra ráðstafana til að tryggja að ekki verði réttarspjöll í þeim málum sem nú liggja fyrir hjá þeim. Þannig hefur fyrstu fyrirtöku mála verið frestað, byrjun uppboðs frestað í þeim málum sem eru enn innan frests og framhaldssölum frestað á grundvelli óviðráðanlegra atvika. Meiri hlutinn telur mikilvægt að sýslumannsembætti geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu og telur meiri hlutinn að umrætt ákvæði tryggi þá framkvæmd. Ákvörðun um tímabundna stöðvun aðfarargerða eða nauðungarsala varða hins vegar ekki efni þessa frumvarps en meiri hlutinn tekur undir mikilvægi þess að sú umræða eigi sér stað.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár