Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fyrirlestur: Andleg heilsa á tímum Covid-19

Stund­in send­ir í dag út fyr­ir­lest­ur á veg­um End­ur­mennt­un­ar HÍ þar sem Rún­ar Helgi Andra­son, sál­fræð­ing­ur, mun fjalla um hvernig hægt er að hlúa að and­legri heilsu á tím­um Covid-19. Út­send­ing­in hefst klukk­an 12.

Stundin sendir í dag út fyrirlestur á vegum Endurmenntunar HÍ þar sem Rúnar Helgi Andrason, sálfræðingur, mun fjalla um hvernig hægt er að hlúa að andlegri heilsu á tímum Covid-19.

Streymið hefst klukkan 12:00 og verður aðgengilegt á forsíðu Stundarinnar, á Facebook-síðu Stundarinnar og í þessari frétt. Þá verður upptaka tiltæk á sömu stöðum í kjölfarið.

Eftirfarandi er tilkynning frá Endurmenntun HÍ um fyrirlesturinn:

Andleg heilsa á tímum Covid-19

Endurmenntun HÍ býður upp á fimmta hádegisfyrirlesturinn á tímum samkomubanns. Rúnar Helgi Andrason, sálfræðingur, mun fjalla um hvernig hægt er að hlúa að andlegri heilsu á tímum Covid-19. Fyrirlesturinn fer fram á netinu þriðjudaginn 28. apríl kl. 12:00.

Efnistök fyrirlestrarins byggja á hugmyndafræði ACT (Acceptance and Committment Therapy) þar sem áhersla er lögð á að einstaklingur gangist við þáttum í lífinu sem hann hefur ekki stjórn á en taki um leið meðvitaða ákvörðun um að leggja rækt við þá þætti sem hann hefur stjórn á og skiptir hann máli. Með þeim hætti nái hann að auka lífsgæði og þrautseigju. Farið verður í leiðir til að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar og hvað hægt er að gera til að fara sem best í gegnum þessa erfiðu tíma.

Rúnar Helgi er kennari í námslínunni Hugur og heilbrigði - gerðu gott líf betra. Námslínan er fyrir alla þá sem vilja auka sjálfsþekkingu sína, njóta betur líðandi stundar og hlúa að heilbrigði og næringu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár