Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fyrirlestur: Andleg heilsa á tímum Covid-19

Stund­in send­ir í dag út fyr­ir­lest­ur á veg­um End­ur­mennt­un­ar HÍ þar sem Rún­ar Helgi Andra­son, sál­fræð­ing­ur, mun fjalla um hvernig hægt er að hlúa að and­legri heilsu á tím­um Covid-19. Út­send­ing­in hefst klukk­an 12.

Stundin sendir í dag út fyrirlestur á vegum Endurmenntunar HÍ þar sem Rúnar Helgi Andrason, sálfræðingur, mun fjalla um hvernig hægt er að hlúa að andlegri heilsu á tímum Covid-19.

Streymið hefst klukkan 12:00 og verður aðgengilegt á forsíðu Stundarinnar, á Facebook-síðu Stundarinnar og í þessari frétt. Þá verður upptaka tiltæk á sömu stöðum í kjölfarið.

Eftirfarandi er tilkynning frá Endurmenntun HÍ um fyrirlesturinn:

Andleg heilsa á tímum Covid-19

Endurmenntun HÍ býður upp á fimmta hádegisfyrirlesturinn á tímum samkomubanns. Rúnar Helgi Andrason, sálfræðingur, mun fjalla um hvernig hægt er að hlúa að andlegri heilsu á tímum Covid-19. Fyrirlesturinn fer fram á netinu þriðjudaginn 28. apríl kl. 12:00.

Efnistök fyrirlestrarins byggja á hugmyndafræði ACT (Acceptance and Committment Therapy) þar sem áhersla er lögð á að einstaklingur gangist við þáttum í lífinu sem hann hefur ekki stjórn á en taki um leið meðvitaða ákvörðun um að leggja rækt við þá þætti sem hann hefur stjórn á og skiptir hann máli. Með þeim hætti nái hann að auka lífsgæði og þrautseigju. Farið verður í leiðir til að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar og hvað hægt er að gera til að fara sem best í gegnum þessa erfiðu tíma.

Rúnar Helgi er kennari í námslínunni Hugur og heilbrigði - gerðu gott líf betra. Námslínan er fyrir alla þá sem vilja auka sjálfsþekkingu sína, njóta betur líðandi stundar og hlúa að heilbrigði og næringu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár