Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Úr draumaferðinni í stöðuga einveru

Eng­inn kem­ur að heim­sækja Guðnýju Helga­dótt­ur þessa dag­ana, því eng­inn vill smita hana af COVID-19. Hún kann því hins veg­ar alls ekki illa að vera ein með sjálfri sér.

Úr draumaferðinni í stöðuga einveru
Guðný Hún kann því ágætlega að vera ein, en passar sig að fara reglulega út að ganga. Mynd: Heiða Helgadóttir

Í febrúar lét ég gamlan draum rætast og ferðaðist um Víetnam og Kambódíu í góðum hópi fólks. Mig hefur langað á þessar slóðir í meira en 20 ár og hugsaði alltaf með mér að ég yrði að fara áður en ég kveð þetta jarðlíf. 

Ferðin uppfyllti allar mínar vonir og væntingar, hún var ánægjuleg og fróðleg í alla staði. Fyrsta orðið sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka er elskulegt. Fólkið þarna er einstaklega elskulegt, þarna er svo fallegt og maturinn yndislega góður. Við sigldum meðal annars um Halong Bay-flóa og það var eins og að hverfa inn í myndaalbúm. 

Ég kom heim í lok febrúar og hef verið í bæði skipulagðri og sjálfskipaðri sóttkví síðan. Undanfarnar vikur hef ég tekið einn dag í einu og mingla ekki mikið við umheiminn. Ég held ég hafi aldrei verið eins mikið ein með sjálfri mér og ég kann því satt að segja ekkert illa, þó það komi óþreyja í mann annað slagið. 

Á hverjum degi fer ég samt í mína daglegu heilsubótargöngu. Það er nauðsynlegt, því það getur verið hættulegt að vera svona lengi heima hjá sér, daga þar uppi í tilgangsleysi. Það er ekki skemmtilegt til lengdar. Það heimsækir mig heldur enginn, ég er meðhöndluð sem gamalmenni og enginn vill smita mig. 

Ég er þá ekki að fara neitt sjálf heldur, því ég vil ekki láta aðra sitja uppi með það að hafa hugsanlega smitað mig. Það er sterk tilfinning innra með manni sem segir manni að þvælast ekki neitt, að passa sig og hlýða. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár