Ekkert land hefur orðið jafn illa fyrir barðinu á COVID-19 og Bandaríkin. Þegar þetta er skrifað eru staðfest tilfelli komin vel yfir 800 þúsund (margfalt fleiri en í nokkru öðru landi) og dauðsföll minnst 45 þúsund, sem einnig er mun hærri tala en við sjáum í öðrum löndum. Þrátt fyrir það hafa þúsundir Bandaríkjamanna í minnst tólf ríkjum tekið þátt í mótmælum gegn fyrirmælum sóttvarnayfirvalda um samgöngubann og aðrar takmarkanir til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins.
Í Michigan, Texas, Ohio og mörgum öðrum ríkjum hafa hópar skipulagt mótmælaaðgerðir til að krefjast þess að verslanir, kirkjur og aðrir fjölfarnir staðir verði opnaðir á ný. Auk þess að koma saman fyrir utan opinberar byggingar hafa aðrir notað ökutæki sín til að reyna að stöðva umferð og jafnvel eru dæmi um að þeir hafi heft för sjúkrabíla og annarrar neyðarþjónustu til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Þegar forseti Bandaríkjanna var spurður hvort hann …
Athugasemdir