Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bjarni er „orðinn leiður á að ræða“ launamál þingmanna

Bjarni Bene­dikts­son gagn­rýn­ir þing­mann fyr­ir að benda á að launa­hækk­un for­sæt­is­ráð­herra nemi tvö­faldri hækk­un á taxta­laun­um hjúkr­un­ar­fræð­inga. Hann seg­ist „leið­ur á“ að ræða launa­mál þing­manna, en seg­ir að það komi þó vel til greina að ráð­herr­ar leiði fryst­ing­ar eða launa­lækk­an­ir.

Bjarni er „orðinn leiður á að ræða“ launamál þingmanna
Bjarni Benediktsson Fjármálaráðherra segir illa ganga að sættast á fyrirkomulag um laun þingmanna. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það koma vel til greina að laun ráðherra verði fryst eða lækkuð í ljósi aðstæðna. Hann segist vera orðinn leiður á að ræða fyrirkomulag launa þingmanna og ráðherra á Alþingi.

Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, Bjarna um launahækkun þingmanna og ráðherra sem mun koma í gildi næstu mánaðarmót. Sagði hún hækkanirnar ekki góða leið til að efla samstöðu í þjóðfélaginu.

„Sú framkvæmd mun fela í sér afturvirkar greiðslur fyrir fjóra mánuði ásamt því að laun ráðherra hækka um rúm 100.000 á mánuði, laun forsætisráðherra um 130.000 og laun okkar þingmanna um tæp 70.000,“ sagði Halldóra. „Til samanburðar má nefna að heildarlaunahækkun hjúkrunarfræðinga næstu fjögur ár, verði samningur þeirra við ríkið samþykktur, er því næst sú sama og ein hækkun á þingfararkaupi. Launahækkun hæstvirts forsætisráðherra er næstum tvöföld sú upphæð.“

Spurði Halldóra hvort ekki ætti að falla frá launahækkununum.

Bjarni sagði hækkanirnar ekki vera samkvæmt hans ákvörðun, heldur afleiðing þess að Alþingi frestaði fyrir ári launahækkunum sem þá áttu að koma til framkvæmda. Sagði hann þingmenn og ráðherra vera eftirbáta annarra þegar kemur að launahækkunum undanfarin ár.

„En það sem ég er orðinn leiður á að ræða þetta mál hér í þingsal,“ sagið Bjarni. „Að menn skuli ekki geta komið sér saman um það yfir höfuð að finna eitthvert fyrirkomulag sem lætur þessa hluti ganga sinn vanagang yfir árin. Við lögðum niður Kjaradóm. Við lögðum niður kjararáð. Það er stutt síðan við ákváðum að festa viðmið um þessi efni í lög. En það er ekki einu sinni búið að framkvæma eina einustu breytingu á lögunum síðan þetta var ákveðið, áður en menn í þingsal koma hingað upp og ætla að slá sig til riddara með því að taka málin upp að nýju. Ég spyr bara: Hvernig í ósköpunum á yfir höfuð að vera hægt að finna eitthvert fyrirkomulag þegar okkur gengur svona illa með þriðja fyrirkomulagið á rúmum áratug?“

„Við erum ekki að tala um að þetta séu eðlilegir tímar og að við eigum rétt á okkar eðlilegu launahækkun“

Halldóra sagði þá að greinilega hefði hún pirrað ráðherra. „Ég veit vel að það hefur átt sér stað. Spurning mín snýr hins vegar ekki að því. Þetta eru ekki eðlilegir tímar. Við erum ekki að tala um að þetta séu eðlilegir tímar og að við eigum rétt á okkar eðlilegu launahækkun. Ég veit að ráðherra tók ekki ákvörðun um þessar launahækkanir, þetta er vísitöluhækkun, en við þurfum samt að taka ákvörðun um hvort við ætlum að vera í sama báti og almenningur er akkúrat núna eða hvort við eigum að fá okkar launahækkanir á meðan aðrir fá skerðingar. Það er spurningin sem ég vil spyrja,“ sagði hún.

Bjarni bætti því þá við að sú spurning væri sanngjörn. „Hvað finnst mér um það að æðstu embættismenn ríkisins tækju á sig launaskerðingar núna við þessar aðstæður til að sýna gott fordæmi og fylgja öðrum í samfélaginu? Mér finnst það vel koma til greina,“ sagði hann.

„Mér finnst hins vegar vel koma til greina, ef tekst eitthvert alvörusamtal um það að fara í launafrystingar eða lækkanir, að þá ættu hinir opinberu embættismenn, þeir sem eru í æðstu stjórn ríkisins, að leiða þá breytingu, þá þróun,“ bætti hann við að lokum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bjarni segist leiður á að ræða laun þingmanna. Hann gerði það líka árið 2017, eftir að laun þingmanna voru hækkuð um 44% í einu skrefi á kjördag í október árið áður. „Mér finnst alveg gersamlega óþolandi að þurfa að taka umræðu um það hver kjör þingmanna eigi að vera eða ráðherra ef því er að skipta. Mér finnst rétt að um þau mál eigi að búa með lögum og fela þriðja aðila að leiða það til lykta,“ sagði hann þá.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
1
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár