Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Forsætisráðherra: „Alveg gjörsamlega óþolandi“ að þurfa að taka umræðu um launahækkanir þingmanna

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra brást illa við fyr­ir­spurn um hvort hann styddi að laun þing­manna yrðu lát­in fylgja þró­un al­mennra launa frá ár­inu 2013 svo hækk­un­in kæmi kjara­við­ræð­um ekki í upp­nám. Bjarni hef­ur var­að við launa­hækk­un­um al­menn­ings og hvatt fólk til að kunna sér hóf. Þing­far­ar­kaup hef­ur hækk­að um 75 pró­sent frá 2013, en laun al­menn­ings um 29 pró­sent.

Forsætisráðherra: „Alveg gjörsamlega óþolandi“ að þurfa að taka umræðu um launahækkanir þingmanna
Ósáttur við umræðuna Bjarni Benediktsson telur að kjararáð eigi að sjá um að ákvarða launakjör þingmanna án umræðu á Alþingi um hvort þingmenn fái meiri kjarabætur en aðrir. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýsti óánægju sinni á Alþingi í gær með að umræður færu fram um miklar launahækkanir þingmanna umfram launaþróun almennings.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, spurði Bjarna á Alþingi í gær út í afstöðu hans til áhrifa mikilla kjarabóta þingmanna og ráðherra umfram almennan launamarkað og hvort Bjarni myndi styðja að miklar hækkanir á þingfararkaupi yrðu minnkaðar og aðlagaðar að almennri launaþróun frá 2013, en Píratar hafa lagt fram frumvarp þess efnis.

Laun þingmanna voru hækkuð um tæp 45 prósent á kjördag, 29. október síðastliðinn, upp í rúma 1,1 milljón króna á mánuði. Árið 2013 voru grunnlaun þingmanna 630 þúsund krónur og hafa þau því hækkað um 75 prósent á fjórum árum. Á sama tíma, frá 2013 til haustsins 2016, hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um tæp 29 prósent.

Ráðherrar hækkuðu í launum um tæpa hálfa milljón. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fékk sambærilega launahækkun, en skoraði á Alþingi að vinda ofan af launahækkuninni og gaf mismuninn til góðgerðamála.

Kjararáð skipað af þinginu

Ákvörðun um hækkun launa þingmanna tók kjararáð. Þrír af fimm meðlimum kjararáðs eru skipaðir af Alþingi og sá fjórði af fjármálaráðherra, sem þá var Bjarni Benediktsson. En Bjarni telur að ekki eigi að ræða launakjör þingmanna á Alþingi.

„Mér finnst alveg gersamlega óþolandi að þurfa að taka umræðu um það hver kjör þingmanna eigi að vera eða ráðherra ef því er að skipta. Mér finnst rétt að um þau mál eigi að búa með lögum og fela þriðja aðila að leiða það til lykta. Umræðan um það hvort sá þriðji aðili, sem í dag heitir kjararáð ... hafi staðið sig í stykkinu eða ekki ...  það verða eflaust uppi ólík sjónarmið um það endalaust. Og viðmiðunarpunkturinn er valinn eftir því sem hentar hverju sinni. Ég tek eftir því að hæstvirtur þingmaður er í 2013-liðinu.“ 

Jón Þór sagði 70 prósent kjarasamninga, sem væru að losna, miðuðu við 2013, og því væri miðað við það ár. Bjarni taldi aðkomu Alþingis lokið með því að forsætisnefnd þingsins ákvað að leggja til að lækka starfstengdar endurgreiðslur um rúmlega 100 þúsund krónur á mánuði. Þingmenn fá minnst rúmlega 170 þúsund krónur í endurgreiðslur af ferðakostnaði og fleiru, eins og staðan er nú.

Læknar tóku skurðstofur í gíslingu

„Það er skýrt skref, það er óumdeilanlega verið að lækka kjör þeirra sem hér eru vegna deilunnar um niðurstöðu kjararáðs. Þetta er bara svona,“ sagði Bjarni. 

Ef rúmlega 100 þúsund króna skerðing á skattfrjálsum endurgreiðslum til þingmanna er tekin inn í myndina til lækkunar hafa laun þingmanna engu að síður hækkað um meira en helming frá 2013. Þess ber þó að geta að endurgreiðslur á starfstengdum kostnaði þingmanna voru hækkaðar úr 66.400 krónum árið 2008 í 90.363 krónur 2016.

Bjarni fullyrti ranglega á Alþingi í gær að allir sem heyrðu undir Alþingi hefðu fengið 15 prósent skerðingu, en kjaraskerðing þingmanna var hins vegar helmingur þess. Bjarni rökstuddi einnig að laun þingmanna hafi lækkað eftir bankahrunið, sem varð 2008. Þingfararkaup var lækkað um 7,5 prósent 1. janúar 2009. Þá voru laun ráðherra skert um 14 til 15 prósent. Ákvörðunina tók kjararáð í kjölfar þess að þingmenn settu lög þess efnis að laun þeirra skyldu skert í viðbragði við stöðunni í efnahagsmálum. 

Hann beindi orðum sínum til Jóns Þórs. „Það sem stendur eiginlega út af í málflutningi hæstvirts þingmanns er hvað eigi að gera við tímabilið frá 2009 til 2013 þegar allir þeir sem heyrðu undir kjararáð fengu 15% launalækkun og síðan launafrystingu á sama tíma og bæði almenni og opinberi markaðurinn fóru á flug með talsvert miklum hækkunum. Það er hægt að finna eflaust dæmi um einhverja fámenna hópa sem fengu minna en aðrir en þessir hópar þróuðust svona. Ég vek athygli á því að það þurfti ekkert kjararáð og úrskurð frá því til þess að læknar tækju hér skurðstofur í gíslingu. Það þurfti heldur ekkert kjararáð eða úrskurði frá því til þess að loka hér skólastofum í marga mánuði. Ég hef enga trú á því að það fáist einhver sanngirni í þessa umræðu eins og vinnumarkaðsmódelið er í dag. Það er einfaldlega mölbrotið.“

„Það er einfaldlega mölbrotið.“

Þingfararkaup var ekki fryst frá 2009 til 2013. Þannig var launalækkun þingmanna og ráðherra afturkölluð 1. október 2011. Laun þeirra sem heyrðu undir kjararáð voru síðan almennt hækkuð um 4,9 prósent 1. júní 2011, 3,5 prósent til samræmis við almenna hækkun 1. mars árið 2012 og 3,25 prósent 1. mars 2013.

Bjarni varaði við launahækkunum almennings

Fyrir rúmum tveimur mánuðum varaði Bjarni við hættu þess að almenningur færi fram á miklar kjarabætur. Hann hvatti fólk til að kunna sér hóf. „Ef maður skoðar stöðuna heilt yfir þá er í raun og veru hægt að segja að við höfum aldrei haft það jafn gott eins og í dag. Það er við þær aðstæður sem fólk segir: Nei, það þarf að gera svo miklu miklu meira. Þessu er ég bara ósammála. Ég held að það sé varasamt að gera það. Ég held að við gætum með því verið að feta okkur inn á braut sem við höfum áður þrætt, sem er að kunna okkur ekki hóf þegar vel árar. Þá þurfum við aðeins að búa í haginn fyrir framtíðina, fyrir erfiðari tíma. Mín skoðun er sú að mestu hættumerkin hvað varðar óstöðugleika séu þróun gengisins, annars vegar og hins vegar, staðan á vinnumarkaði. Að það sé friður á vinnumarkaði.“

Bæði samtök atvinnurekenda og samtök launþega hafa ályktað um að miklar launahækkanir þingmanna og ráðherra skaði komandi kjaraviðræður. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að „forsendubresturinn [sé] augljós“. Ríkissáttasemjari hefur sagt að framundan sé erfitt ár. Innan viku mun forsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnurekenda skila niðurstöðum um hvort forsendur kjarasamninga haldi eða hvort þeir opnist, með hættu á langvinnum kjaradeilum og verkföllum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaramál

Stefán Ólafsson um nýja kjarasamninga: „það er veðmál í þessu“
Fréttir

Stefán Ólafs­son um nýja kjara­samn­inga: „það er veð­mál í þessu“

Í sextánda þætti Pressu mættu Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Stefán Ólafs­son, sér­fræð­ing­ur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi, til þess að ræða nýju kjara­samn­ing­anna. Í við­tal­inu við­ur­kenndi Stefán að samn­ing­ur­inn væri í raun nokk­urs kon­ar veð­mál, þar sem von­ir væru bundn­ar við hjöðn­un verð­bólgu til þess að skila launa­fólki ásætt­an­leg­um kjara­bót­um.
Samtök atvinnulífsins kjósa um verkbann á félagsmenn VR
FréttirKjaramál

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins kjósa um verk­bann á fé­lags­menn VR

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hef­ur sam­þykkt ein­róma að halda at­kvæða­greiðslu um hugs­an­legt verk­bann á fé­lags­menn VR. Í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem birt­ist fyr­ir skömmu seg­ir að verði verk­bann­ið sam­þykkt mun það ná til alls skrif­stofu­fólks með að­ild að VR. Um er ræða við­bragð við verk­falls­að­gerð­um sem VR hef­ur boð­að með­al starfs­manna í farg­þega- og hleðslu­þjón­ustu hjá Icelanda­ir
Ókeypis skólamáltíðir í Reykjavík munu kosta 1,7 milljarð króna á ári
FréttirKjaramál

Ókeyp­is skóla­mál­tíð­ir í Reykja­vík munu kosta 1,7 millj­arð króna á ári

Eitt um­fangs­mesta verk­efn­ið sem fólg­ið er í að­gerðapakka rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga til að liðka fyr­ir gerð kjara­samn­inga, er að tryggja gjald­frjáls­ar skóla­mál­tíð­ir í grunn­skól­um. Tals­mað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga seg­ir að öll börn, óháð því hvort þau voru skráð í mat fyr­ir breyt­ing­arn­ar muni fá frí­ar skóla­mál­tíð­ir. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig verk­efn­ið verð­ur út­fært í skól­um sem hafa út­vistað mat­ar­þjón­ustu sinni.
Samninganefnd VR samþykkir atkvæðagreiðslu um verkfall
FréttirKjaramál

Samn­inga­nefnd VR sam­þykk­ir at­kvæða­greiðslu um verk­fall

Samn­inga­nefnd VR sam­þykkti í gær að halda at­kvæða­greiðslu um verk­föll með­al flug­vall­ar­starfs­manna sem starfa á Kefla­vík­ur­flug­velli. Um er að ræða um 150 starfs­menn sem starfa all­ir fyr­ir Icelanda­ir og sinna með­al ann­ars inn­rit­un, tösku­mót­töku, brott­för­um og þjón­ustu vegna týnds far­ang­urs. At­kvæða­greiðsl­an fer fram á mánu­dag­inn eft­ir helgi og verði vinnu­stöðv­un sam­þykkt er gert ráð fyr­ir að verk­föll hefj­ist 22. mars.
Tæplega helmingur launafólks á í fjárhagslegum erfiðleikum
FréttirKjaramál

Tæp­lega helm­ing­ur launa­fólks á í fjár­hags­leg­um erf­ið­leik­um

Sam­kvæmt nýrri könn­un Vörðu – Rann­sókn­ar­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins á 40 pró­sent launa­fólks erfitt með að ná end­um sam­an. Skýrsl­an, sem kynnt var á fundi í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu í dag, leið­ir ljós að kjör til­tek­inna hópa sam­fé­lags­ins hafi versn­að um­tals­vert milli ára. Tæp­lega fjórð­ung­ur ein­hleypra for­eldra býr við efn­is­leg­an skort og fjár­hags­staða kvenna er verri en á karla á öll­um heild­ar­mæli­kvörð­um rann­sókn­ar­inn­ar. Þá mæl­ist staða inn­flytj­enda verri í sam­an­burði við inn­fædda Ís­lend­inga fjórða ár­ið í röð.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár