Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ábending barst um að hótel hefði látið starfsmann undirrita uppsagnarbréf aftur í tímann

Al­þýðu­sam­bandi Ís­lands barst ábend­ing um að starfs­manni hót­els á Suð­ur­landi hafi ver­ið gert að und­ir­rita upp­sagn­ar­bréf sem var dag­sett aft­ur í tím­ann. Hót­el­stjór­inn neit­ar þessu. Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, hef­ur rætt um ætl­uð brot á réttnd­um starfs­fólks í kjöl­far COVID.

Ábending barst um að hótel hefði látið starfsmann undirrita uppsagnarbréf aftur í tímann
Fjöldi ábendinga um brot gegn réttindum starfsfólks Fjöldi ábendinga um brot gegn réttindum launafólks berast nú til verkalýðsfélaga og Vinnumálastofnunar. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, hefur meðal annars rætt þetta opinberlega. Mynd: Heiða Helgadóttir

Hótel á Suðurlandi er sagt hafa reynt að láta starfsmann hjá sér undirrita uppsagnarbréf aftur í tímann í kjölfari COVID-faraldursins gegn loforði um starfsmaðurinn myndi fá vinnu þegar efnahagsástandið myndi batna. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Ábending um málið barst til ASÍ. Stundin hefur tvær sjálfstæðar heimildir fyrir því um hvaða hótel er ræða. Eigandi hótelsins sem jafnframt er hótelsstjóri neitar því í samtali við Stundina að hafa gert starfsmanni slíkt tilboð og segir starfsmann hugsanlega hafa viljað hefna sín. 

Með því að láta starfsmann undirrita ranglega dagsett uppsagnarbréf aftur í tímann getur atvinnurekandi sparað að greiða viðkomandi starfsmanni laun á uppsagnarfresti eða þá tafið fyrir því að fyrirtæki viðkomandi verði sett í þrot ef það á ekki fyrir skuldbindingum sínum gagnvart starfsfólki. Í slíkum tilfellum geta stéttarfélög viðkomandi starfsmanna hlaupið undir bagga með starfsfólki tímabundið og svo í kjölfarið ábyrgðarsjóður launa. 

„Það er þessi óhugnanlega stemning í fyrirtækjunum núna“

Verkalýðsfélög, Vinnumálastofnun og aðrir aðilar sem fylgjast og standa vörð um réttindi launþega fá nú fjöldan allan af ábendingum um tilraunir atvinnurekenda til að brjóta á réttindum starfsfólks síns og misnota sér tímabundin úrræði eins og hlutabótaleiðina svokölluðu. Mörg fyrirtæki, ekki síst í ferða- og veitingaþjónustu eins og hótel, eru í afar þröngri stöðu eftir að fjöldi ferðamanna skrúfaðist niður í ekki neitt nánast á einni nóttu. Um allt land standa galtóm hótel sem fá engar, eða litlar, tekjur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár