Ábending barst um að hótel hefði látið starfsmann undirrita uppsagnarbréf aftur í tímann

Al­þýðu­sam­bandi Ís­lands barst ábend­ing um að starfs­manni hót­els á Suð­ur­landi hafi ver­ið gert að und­ir­rita upp­sagn­ar­bréf sem var dag­sett aft­ur í tím­ann. Hót­el­stjór­inn neit­ar þessu. Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, hef­ur rætt um ætl­uð brot á réttnd­um starfs­fólks í kjöl­far COVID.

Ábending barst um að hótel hefði látið starfsmann undirrita uppsagnarbréf aftur í tímann
Fjöldi ábendinga um brot gegn réttindum starfsfólks Fjöldi ábendinga um brot gegn réttindum launafólks berast nú til verkalýðsfélaga og Vinnumálastofnunar. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, hefur meðal annars rætt þetta opinberlega. Mynd: Heiða Helgadóttir

Hótel á Suðurlandi er sagt hafa reynt að láta starfsmann hjá sér undirrita uppsagnarbréf aftur í tímann í kjölfari COVID-faraldursins gegn loforði um starfsmaðurinn myndi fá vinnu þegar efnahagsástandið myndi batna. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Ábending um málið barst til ASÍ. Stundin hefur tvær sjálfstæðar heimildir fyrir því um hvaða hótel er ræða. Eigandi hótelsins sem jafnframt er hótelsstjóri neitar því í samtali við Stundina að hafa gert starfsmanni slíkt tilboð og segir starfsmann hugsanlega hafa viljað hefna sín. 

Með því að láta starfsmann undirrita ranglega dagsett uppsagnarbréf aftur í tímann getur atvinnurekandi sparað að greiða viðkomandi starfsmanni laun á uppsagnarfresti eða þá tafið fyrir því að fyrirtæki viðkomandi verði sett í þrot ef það á ekki fyrir skuldbindingum sínum gagnvart starfsfólki. Í slíkum tilfellum geta stéttarfélög viðkomandi starfsmanna hlaupið undir bagga með starfsfólki tímabundið og svo í kjölfarið ábyrgðarsjóður launa. 

„Það er þessi óhugnanlega stemning í fyrirtækjunum núna“

Verkalýðsfélög, Vinnumálastofnun og aðrir aðilar sem fylgjast og standa vörð um réttindi launþega fá nú fjöldan allan af ábendingum um tilraunir atvinnurekenda til að brjóta á réttindum starfsfólks síns og misnota sér tímabundin úrræði eins og hlutabótaleiðina svokölluðu. Mörg fyrirtæki, ekki síst í ferða- og veitingaþjónustu eins og hótel, eru í afar þröngri stöðu eftir að fjöldi ferðamanna skrúfaðist niður í ekki neitt nánast á einni nóttu. Um allt land standa galtóm hótel sem fá engar, eða litlar, tekjur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu