Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Eltur af byssumönnum og leitaði hjálpar hjá fjölskyldu: „Óttinn var ógeðslegur“

Fjöl­skyldufað­ir lýs­ir því hvernig hann flúði með konu sína og tvo unga syni af leik­velli í Vest­ur­bæn­um af ótta við vopn­aða menn. Lög­regl­an hand­tók menn­ina í gær­kvöldi.

Eltur af byssumönnum og leitaði hjálpar hjá fjölskyldu: „Óttinn var ógeðslegur“
Leikskólinn Strákarnir voru fastir í rólunum þegar manninn bar að garði. Fyrstu viðbrögð foreldranna voru að losa þá og koma sér burt.

Tveir menn, vopnaðir byssu, voru í gær handteknir við Þjóðminjasafnið eftir að lögreglu barst tilkynning um að þeir hefðu ógnað þriðja manninum í Vesturbænum. Maðurinn sem ógnað var leitaði ásjár hjá fjögurra manna fjölskyldu sem var við leik á lóð leikskólans Drafnarborgar. „Hann spyr hvort við getum hjálpað honum því það séu menn að elta hann, vopnaðir byssu, og þeir ætli að drepa hann.“ Svona lýsir fjölskyldufaðirinn því þegar maðurinn kom til þeirra og hvernig hann og konan hans flúðu með drengina sína tvo, tveggja og fjögurra ára, í dauðans ofboði.

Fjölskyldufaðirinn, sem vildi ekki að nafn sitt kæmi fram, lýsti því í samtali við Stundina hversu óraunverulegar og ógnvekjandi aðstæðurnar hefðu verið. „Við vorum á lóð Drafnarborgar í gamla Vesturbænum um kvöldmatarleytið í gær, ég og konan mín og synir okkar tveir. Strákarnir voru að róla og við öll mjög glöð í góða veðrinu. Þá sá ég mann í stuttermabol og joggingbuxum koma hlaupandi í gegnum garð í næsta nágrenni og hoppa yfir grindverkið og inn á leikskólalóðina.“

Handtóku byssumennLögreglan handtók mennina tvo við Þjóðminjasafnið í gærkvöldi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

„Hann leit út eins og vofa“

Fjölskyldufaðirinn lýsir því að maðurinn hefði hlaupið í átt til þeirra, náfölur af hræðslu. „Hann leit út eins og vofa. Hann spyr hvort við getum hjálpað honum því það séu menn að elta hann, vopnaðir byssu, og þeir ætli að drepa hann.“ Við þessar upplýsingar fóru öll viðvörunarkerfi af stað og lýsir faðirinn því að sjálfsbjargarviðleitni hafi tekið yfir allt. 

„Hann leit út eins og vofa“ 

„Í fyrstu sá ég engan annan en maðurinn var svo hræddur að hann hreinlega stamaði, hann óttaðist svo um eigið öryggi. Strákarnir voru ennþá fastir í rólunum og við hlupum til að losa þá og koma þeim af lóðinni og í burtu. Konan mín hljóp í burtu með annan strákinn og ég tók hinn. Ég velti fyrir mér í smá stund hvort maðurinn væri bara eitthvað veikur en þá horfði hann djúpt á mig og ég sá að hann var ekki á lyfjum eða neinu slíku, hann var bara í hræðslulosti. Þá komst ég bara á eitthvað viðvörunarstig og áttaði mig á forgangsmál væri að tryggja öryggi okkar og barnanna. Þetta var mjög erfið upplifun.“

Kom óvænt inn á lóðina Maðurinn stökk yfir grindverkið og leitaði hjálpar hjá fjölskyldunni. Hann var svo hræddur að hann var náfölur og stamaði.

Flúðu í ofboði með unga syni sína

Fjölskyldufaðirinn lýsir því að maðurinn hafi reynt að fela sig upp við leikskólabygginguna og hringt símtal sem virtist vera við einhvern honum tengdan. Faðirinn hafi hins vegar skipað honum að leggja á og hringja á Neyðarlínuna sem hann hafi gert. 

„Hann spurði ítrekað hvort einhver væri að koma. Óttinn var ógeðslegur. Við komum okkur af frá leikskólanum, drösluðum hjólum og dótinu okkar með okkur en samt vorum við furðu skýr í þessum aðstæðum. Maðurinn reyndi að elta okkur en ég sagði honum að það gæti hann ekki gert, við yrðum að koma strákunum okkar í burtu.“

„Við vissum ekkert um örlög mannsins, það var það erfiðasta“

Fjölskyldan var kominn allnokkurn spöl í burtu þegar að sírenur byrjuðu að óma um hverfið. Þá vissu þau ekki hvað hefði orðið af manninum og voru í áfalli vegna þessa atburðar, þótt drengirnir væru eins og þeir eiga að sér að vera. „Við vissum ekkert um örlög mannsins, það var það erfiðasta. Hann var af erlendum uppruna og í höfðinu fór ég í gegnum ótal margar hugsanir um aðstæður þessa manns í fyrra lífi, við hvers konar aðstæður hann hefði búið og hvort að þetta væru hugsanlega afleiðingar af einhverju slíku. Hvort hann væri kannski frá einhverju því svæði sem hefðu verið þjökuð af stríðsátökum og þjáðist af áfallastreituröskun.“

Fjölskyldufaðirinn segir að gærkvöldið hafi farið í að fylgjast með fréttamiðlum og púsla saman atburðarásinni og það hafi verið mikill léttir þegar ljóst var að enginn hafi meiðst og mennirnir sem stóðu að hótununum hafi náðst. 

Lögreglan fékk tilkynningu um málið um klukkan sjö í gærkvöldi og kom á staðinn, auk þess sem sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út. Á Facebook-síðunni Vesturbærinn er greint frá því að fólk hafi orðið vitni að því þegar maður, vopnaður haglabyssu, gekk í skrokk á öðrum manni á Holtsgötu. Eftir því sem vitni greindu Stundinni frá munu mennirnir tveir hafa farið af vettvangi í hvítum fólksbíl en verið handteknir við Þjóðminjasafnið. Þeir eru báðir um þrítugt. Lagt var hald á vopnið við handtöku. Mun engan hafa sakað að sögn lögreglu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár