Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Eltur af byssumönnum og leitaði hjálpar hjá fjölskyldu: „Óttinn var ógeðslegur“

Fjöl­skyldufað­ir lýs­ir því hvernig hann flúði með konu sína og tvo unga syni af leik­velli í Vest­ur­bæn­um af ótta við vopn­aða menn. Lög­regl­an hand­tók menn­ina í gær­kvöldi.

Eltur af byssumönnum og leitaði hjálpar hjá fjölskyldu: „Óttinn var ógeðslegur“
Leikskólinn Strákarnir voru fastir í rólunum þegar manninn bar að garði. Fyrstu viðbrögð foreldranna voru að losa þá og koma sér burt.

Tveir menn, vopnaðir byssu, voru í gær handteknir við Þjóðminjasafnið eftir að lögreglu barst tilkynning um að þeir hefðu ógnað þriðja manninum í Vesturbænum. Maðurinn sem ógnað var leitaði ásjár hjá fjögurra manna fjölskyldu sem var við leik á lóð leikskólans Drafnarborgar. „Hann spyr hvort við getum hjálpað honum því það séu menn að elta hann, vopnaðir byssu, og þeir ætli að drepa hann.“ Svona lýsir fjölskyldufaðirinn því þegar maðurinn kom til þeirra og hvernig hann og konan hans flúðu með drengina sína tvo, tveggja og fjögurra ára, í dauðans ofboði.

Fjölskyldufaðirinn, sem vildi ekki að nafn sitt kæmi fram, lýsti því í samtali við Stundina hversu óraunverulegar og ógnvekjandi aðstæðurnar hefðu verið. „Við vorum á lóð Drafnarborgar í gamla Vesturbænum um kvöldmatarleytið í gær, ég og konan mín og synir okkar tveir. Strákarnir voru að róla og við öll mjög glöð í góða veðrinu. Þá sá ég mann í stuttermabol og joggingbuxum koma hlaupandi í gegnum garð í næsta nágrenni og hoppa yfir grindverkið og inn á leikskólalóðina.“

Handtóku byssumennLögreglan handtók mennina tvo við Þjóðminjasafnið í gærkvöldi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

„Hann leit út eins og vofa“

Fjölskyldufaðirinn lýsir því að maðurinn hefði hlaupið í átt til þeirra, náfölur af hræðslu. „Hann leit út eins og vofa. Hann spyr hvort við getum hjálpað honum því það séu menn að elta hann, vopnaðir byssu, og þeir ætli að drepa hann.“ Við þessar upplýsingar fóru öll viðvörunarkerfi af stað og lýsir faðirinn því að sjálfsbjargarviðleitni hafi tekið yfir allt. 

„Hann leit út eins og vofa“ 

„Í fyrstu sá ég engan annan en maðurinn var svo hræddur að hann hreinlega stamaði, hann óttaðist svo um eigið öryggi. Strákarnir voru ennþá fastir í rólunum og við hlupum til að losa þá og koma þeim af lóðinni og í burtu. Konan mín hljóp í burtu með annan strákinn og ég tók hinn. Ég velti fyrir mér í smá stund hvort maðurinn væri bara eitthvað veikur en þá horfði hann djúpt á mig og ég sá að hann var ekki á lyfjum eða neinu slíku, hann var bara í hræðslulosti. Þá komst ég bara á eitthvað viðvörunarstig og áttaði mig á forgangsmál væri að tryggja öryggi okkar og barnanna. Þetta var mjög erfið upplifun.“

Kom óvænt inn á lóðina Maðurinn stökk yfir grindverkið og leitaði hjálpar hjá fjölskyldunni. Hann var svo hræddur að hann var náfölur og stamaði.

Flúðu í ofboði með unga syni sína

Fjölskyldufaðirinn lýsir því að maðurinn hafi reynt að fela sig upp við leikskólabygginguna og hringt símtal sem virtist vera við einhvern honum tengdan. Faðirinn hafi hins vegar skipað honum að leggja á og hringja á Neyðarlínuna sem hann hafi gert. 

„Hann spurði ítrekað hvort einhver væri að koma. Óttinn var ógeðslegur. Við komum okkur af frá leikskólanum, drösluðum hjólum og dótinu okkar með okkur en samt vorum við furðu skýr í þessum aðstæðum. Maðurinn reyndi að elta okkur en ég sagði honum að það gæti hann ekki gert, við yrðum að koma strákunum okkar í burtu.“

„Við vissum ekkert um örlög mannsins, það var það erfiðasta“

Fjölskyldan var kominn allnokkurn spöl í burtu þegar að sírenur byrjuðu að óma um hverfið. Þá vissu þau ekki hvað hefði orðið af manninum og voru í áfalli vegna þessa atburðar, þótt drengirnir væru eins og þeir eiga að sér að vera. „Við vissum ekkert um örlög mannsins, það var það erfiðasta. Hann var af erlendum uppruna og í höfðinu fór ég í gegnum ótal margar hugsanir um aðstæður þessa manns í fyrra lífi, við hvers konar aðstæður hann hefði búið og hvort að þetta væru hugsanlega afleiðingar af einhverju slíku. Hvort hann væri kannski frá einhverju því svæði sem hefðu verið þjökuð af stríðsátökum og þjáðist af áfallastreituröskun.“

Fjölskyldufaðirinn segir að gærkvöldið hafi farið í að fylgjast með fréttamiðlum og púsla saman atburðarásinni og það hafi verið mikill léttir þegar ljóst var að enginn hafi meiðst og mennirnir sem stóðu að hótununum hafi náðst. 

Lögreglan fékk tilkynningu um málið um klukkan sjö í gærkvöldi og kom á staðinn, auk þess sem sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út. Á Facebook-síðunni Vesturbærinn er greint frá því að fólk hafi orðið vitni að því þegar maður, vopnaður haglabyssu, gekk í skrokk á öðrum manni á Holtsgötu. Eftir því sem vitni greindu Stundinni frá munu mennirnir tveir hafa farið af vettvangi í hvítum fólksbíl en verið handteknir við Þjóðminjasafnið. Þeir eru báðir um þrítugt. Lagt var hald á vopnið við handtöku. Mun engan hafa sakað að sögn lögreglu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár