Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þorgerður Katrín segir efnahagspakka ríkisstjórnarinnar sýna andvaraleysi

Formað­ur Við­reisn­ar seg­ir ná­granna­lönd­in ganga miklu lengra en Ís­land hvað varð­ar inn­spýt­ingu í efna­hags­líf­ið. Skort­ur á að­gerð­um muni leiða til dýpri kreppu en ella.

Þorgerður Katrín segir efnahagspakka ríkisstjórnarinnar sýna andvaraleysi
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Formaður Viðreisnar segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki ganga nógu langt.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum ekki ganga nógu langt og séu litlar miðað við það sem er gert í nágrannalöndum. Stærstur hluti pakkans sé í formi lána og frestunar á greiðslum en ekki eftirgjöf þeirra.

„Við í Viðreisn höfum ítrekað bent á að betra sé að gera meira en minna og gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að höggið verði of þungt og setja allan kraft í að tryggja viðspyrnu íslensks efnahagslífs hið fyrsta,“ skrifar hún í grein í Morgunblaðinu í dag.

Þorgerður Katrín segir svartsýnustu spár sýna að efnahagsleg áhrif COVID-19 muni ná lengra en fram á næsta ár. „Til skamms tíma fáum við lítið við ráðið. Það má segja að ýtt hafi verið á pásu í hagkerfum heimsins í bili. Það eru rétt viðbrögð enda líf og heilsa fólks í algerum forgangi við aðstæður sem þessar. Til lengri tíma litið munu aðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum hins vegar skipta sköpum um það hversu hratt einstök lönd jafna sig á efnahagslegum afleiðingum veirunnar. Of lítil eða of sein viðbrögð auka líkurnar á mun meira efnahagslegu tjóni en ella. Að fleiri störf tapist og að kaupmáttarskerðing heimilanna verði meiri. Slík þróun leiðir af sér dýpri og langvinnari efnahagssamdrátt en annars hefði orðið.“

Bendir hún á að nágrannalönd Íslands hafi gripið til fordæmalausra aðgerða og efnahagslegrar innspýtingar. Aðgerðir ríkisstjórnar Íslands séu þó ekki í samræmi við vandann. „Þótt ríkisstjórnin kysi að kalla þetta umfangsmestu efnahagsaðgerðir sögunnar blasir við að þær eru t.d. mun minni að umfangi en efnahagsaðgerðir stjórnvalda eftir hrun. Íslensk stjórnvöld eru líka aðeins hálfdrættingar á við nágrannalönd okkar þegar kemur að fyrstu aðgerðum. Það er athyglisvert þegar haft er í huga að umfang ferðaþjónustu í íslensku efnahagslífi er hlutfallslega mun meira en víðast hvar annars staðar. Hér á landi voru ferðamenn á hvern íbúa nærri sjö árið 2018 samanborið við liðlega einn að meðaltali í Noregi, Svíþjóð og Danmörku sama ár. Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem verður langverst úti vegna kórónuveirunnar og því er fyrirsjáanlegt að hér munu tapast fleiri störf og heimili landsins verða af meiri tekjum en annars staðar.

„Rétt er að hafa í huga að stærstur hluti aðgerða stjórnvalda til þessa er aðeins fólginn í frestun gjalddaga opinberra gjalda og mögulegra lánveitinga til fyrirtækja með ríkisábyrgð,“ skrifar hún. „Um 170 milljarðar af 230 milljarða aðgerðarpakka stjórnvalda eru þess eðlis en aðeins um 60 milljarðar, eða rúmur fjórðungur, eitthvað sem kalla mætti beina innspýtingu í efnahagslífið. Slíkt mun engan veginn duga og sýnir ákveðið andvaraleysi.“

Segir hún að stjórnvöld hafi víðtækan pólitíksan stuðning til afgerandi aðgerða. „Það þarf að fella niður opinber gjöld, ekki bara fresta greiðslu þeirra,“ skrifar hún. „Það þarf að auka endurgreiðslur til rannsókna, nýsköpunar og þróunar. Það þarf umfangsmiklar fjárfestingar í innviðum strax á þessu ári. Það þarf að lækka skatta og koma súrefni til atvinnulífsins á meðan þetta ástand varir ef efnahagslegar afleiðingar veirunnar eiga ekki að verða enn verri og langvinnari en ella. Mikilvægt er að hafa í huga þegar verið er að ráðast í aðgerðir til bjargar fyrirtækjum að erfið staða þeirra nú er fyrst og fremst vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda um heim allan en ekki slæmrar rekstrarstöðu þeirra áður en þessi kreppa skall á. Í því liggur grundvallarmunur miðað við viðbrögð og umræðu um lífvænleg fyrirtæki í hruninu 2008 og nú.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár