Kreppa er skollin á. Margir velta fyrir sér hvort hún verði meiri eða minni en fyrri kreppur. Um það er erfitt að spá, enda ekki ljóst við hvað á að miða. Sé miðað við samdrátt í landsframleiðslu, þá verður hún líklega svipuð eða jafnvel dýpri en kreppan 2008. Það segir hins vegar einungis hálfa söguna. Það sem hægt er að staðhæfa er að þessi kreppa verður allt öðru vísi en fyrri kreppur.
Árið 2008 hrundi bankakerfið. Núna stendur það föstum fótum. Árið 2008 hrundi gengi krónunnar. Nú hefur það sigið örlítið. Skuldir einstaklinga og fyrirtækja voru miklar 2008, en eru mun minni núna. Ísland á nú ríflegan gjaldeyrisvarasjóð. En allt þetta er lítilvægt við hliðina á því að núna er heilsa fólks í hættu. Nú er forgangsröðin alveg skýr. Við þurfum að lágmarka skaða á heilsu fólks. Við þurfum að styrkja heilbrigðiskerfið og við þurfum að breyta hegðun okkar til …
Athugasemdir