Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Uppvaskarinn sem elskar myrkrið

Karl Th. Birg­is­son skrif­ar mann­lýs­ingu á upp­vask­ara á Teneri­fe, sem end­aði með veit­inga­stað í fang­inu en þrá­ir að kom­ast aft­ur að norð­ur­heim­skauts­baug.

Uppvaskarinn sem elskar myrkrið
Silvio Fastur á Tenerife. Mynd: Karl Th. Birgisson

Hvað er verra en að vera Ítali fastur á Spáni á veirutímum? Sennilega að vera Ítali fastur á Spáni, sem þráir ekkert heitar en að komast aftur til Lapplands.

Já, hann kallar það Lappland. Meira um það á eftir.

Með norrænuveiruna

Hann heitir Silvio, er á fimmtugsaldri, fæddur og uppalinn í Mílanó.

Silvio flutti í þorpið okkar hálfu ári á undan mér. Fyrstu þrjú árin yrti ég ekki á hann. Hvers vegna?

Jú. Hann leit ekki beinlínis út fyrir að vera mannblendinn. Sat á ölstofunni minni, lágvaxinn, grannur svo að stappaði nærri hor, svo húðflúraður að varla sást í hann, alltaf einn með kaffibollann sinn. Og hárið, þunnt en sítt, oftar en ekki í broddum beint upp í loftið. Eins og pönkararnir í gamla daga.

Hann horfði tortrygginn á mig. Gott ef ekki eins og ógnandi og óvinveittur. Seinna skildi ég hvers vegna. Hann hélt að ég væri Breti. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár