Evie Quinn vinnur á sérhæfðum barnaspítala í London, höfuðborg Bretlands. Þegar þetta er ritað hafa 42 þúsund staðfest smit verið greind í Bretlandi og tala látinna er á fimmta þúsund. Starf Evie hefur verið sérstaklega krefjandi síðustu tvær vikurnar, því margir aðrir spítalar í London hafa verið að loka barnadeildunum sínum og barnagjörgæslunni til að sinna alvarlega veikum fullorðnum COVID-19 sjúklingum í staðinn. Þetta þýðir að þau börn sem yrðu lögð inn á þessa spítala undir venjulegum kringumstæðum streyma núna á spítalann þar sem Evie hlynnir að þeim.
Hverjar eru helstu áskoranirnar sem fylgja starfi þínu þessa dagana?
„Undir venjulegum kringumstæðum sér deildin mín um börn með erfiða sjúkdóma sem krefjast sérhæfingar. Nú er búið að færa þessi börn á aðrar deildir spítalans og deildinni minni var breytt í almenna deild fyrir öll börnin sem streyma að frá hinum spítölunum. Ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur fyrir nokkrum mánuðum síðan og það …
Athugasemdir