Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eins og geimfarar á gjörgæslu

„Hjúkr­un­ar­fræð­ing­arn­ir á Covid-stof­unni okk­ar minna helst á geim­fara á leið til tungls­ins. Vír­net­ið í ör­ygg­is­rúð­unni teng­ir mig hins veg­ar við rimla í fang­elsi, enda taka hjúkr­un­ar­fræð­ing­arn­ir okk­ar 3-4 klst. tarn­ir þarna inni, tvisvar á vakt, án þess að nær­ast eða kom­ast á kló­sett.“ Á þenn­an hátt lýs­ir Tóm­as Guð­bjarts­son hjarta­lækn­ir ástand­inu á þeim hluta gjör­gæslu­deild­ar Land­spít­ala þar sem COVID-19 sjúk­ling­ar njóta með­höndl­un­ar.

Eins og geimfarar á gjörgæslu
Í fullum herklæðum Frá vinstri Anna María Leifsdóttir, Halldóra Dögg Jónsdóttir, Sólveig Kristjánsdóttir og Áslaug Arnoldsdóttir. Mynd: Tómas Guðbjartsson

„Þau eru eins og innilokaðir geimfarar á gjörgæslu.“ Þetta skrifar Tómas Guðbjartsson hjartalæknir á Facebook-síðu sinni þar sem hann lýsir ástandinu sem var um helgina á þeim hluta gjörgæsludeildar Landspítala þar sem COVID-19 sjúklingar njóta meðhöndlunar. 

Í gegnum öryggisrúðuVírnetið í öryggisrúðunni tengir mig við rimla í fangelsi - enda taka hjúkrunarfræðingarnir okkar 3-4 klst. tarnir þarna inni, tvisvar á vakt, án þess að nærast eða komast á klósett, skrifar Tómas.

„Í kvöld náði ég þessu skemmtilega skoti á milli stríða - í gegnum öryggisrúðu á gjörgæsludeildinni við Hringbraut. Hjúkrunarfræðingarnir á Covid-stofunni okkar minna helst á geimfara á leið til tunglsins. Vírnetið í öryggisrúðunni tengir mig hins vegar við rimla í fangelsi - enda taka hjúkrunarfræðingarnir okkar 3-4 klst. tarnir þarna inni, tvisvar á vakt, án þess að nærast eða komast á klósett,“ skrifar Tómas.

Í hlífðarfatnaðiHjúkrunarfræðingarnir á Covid-stofunni okkar minna helst á geimfara á leið til tunglsins, skrifar Tómas.

„Það er einfaldlega gert til að minnka smithættu og þurfa ekki að skipta um hlífðarföt að óþörfu. Það vantar samt ekki gleðina. Mér finnst ég ná að fanga stemmninguna í öllu annríkinu en það var vinur minn RAX sem á heiðurinn að myndvinnslunni, þ.e. gera „rimlana“ skýrari,“ skrifar Tómas og á þar við Ragnar Axelsson ljósmyndara.

Allir merktirStarfsfólk deildarinnar skrifar nöfn sín á hlífðarfatnaðinn til að auðkenna sig.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár