Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eins og geimfarar á gjörgæslu

„Hjúkr­un­ar­fræð­ing­arn­ir á Covid-stof­unni okk­ar minna helst á geim­fara á leið til tungls­ins. Vír­net­ið í ör­ygg­is­rúð­unni teng­ir mig hins veg­ar við rimla í fang­elsi, enda taka hjúkr­un­ar­fræð­ing­arn­ir okk­ar 3-4 klst. tarn­ir þarna inni, tvisvar á vakt, án þess að nær­ast eða kom­ast á kló­sett.“ Á þenn­an hátt lýs­ir Tóm­as Guð­bjarts­son hjarta­lækn­ir ástand­inu á þeim hluta gjör­gæslu­deild­ar Land­spít­ala þar sem COVID-19 sjúk­ling­ar njóta með­höndl­un­ar.

Eins og geimfarar á gjörgæslu
Í fullum herklæðum Frá vinstri Anna María Leifsdóttir, Halldóra Dögg Jónsdóttir, Sólveig Kristjánsdóttir og Áslaug Arnoldsdóttir. Mynd: Tómas Guðbjartsson

„Þau eru eins og innilokaðir geimfarar á gjörgæslu.“ Þetta skrifar Tómas Guðbjartsson hjartalæknir á Facebook-síðu sinni þar sem hann lýsir ástandinu sem var um helgina á þeim hluta gjörgæsludeildar Landspítala þar sem COVID-19 sjúklingar njóta meðhöndlunar. 

Í gegnum öryggisrúðuVírnetið í öryggisrúðunni tengir mig við rimla í fangelsi - enda taka hjúkrunarfræðingarnir okkar 3-4 klst. tarnir þarna inni, tvisvar á vakt, án þess að nærast eða komast á klósett, skrifar Tómas.

„Í kvöld náði ég þessu skemmtilega skoti á milli stríða - í gegnum öryggisrúðu á gjörgæsludeildinni við Hringbraut. Hjúkrunarfræðingarnir á Covid-stofunni okkar minna helst á geimfara á leið til tunglsins. Vírnetið í öryggisrúðunni tengir mig hins vegar við rimla í fangelsi - enda taka hjúkrunarfræðingarnir okkar 3-4 klst. tarnir þarna inni, tvisvar á vakt, án þess að nærast eða komast á klósett,“ skrifar Tómas.

Í hlífðarfatnaðiHjúkrunarfræðingarnir á Covid-stofunni okkar minna helst á geimfara á leið til tunglsins, skrifar Tómas.

„Það er einfaldlega gert til að minnka smithættu og þurfa ekki að skipta um hlífðarföt að óþörfu. Það vantar samt ekki gleðina. Mér finnst ég ná að fanga stemmninguna í öllu annríkinu en það var vinur minn RAX sem á heiðurinn að myndvinnslunni, þ.e. gera „rimlana“ skýrari,“ skrifar Tómas og á þar við Ragnar Axelsson ljósmyndara.

Allir merktirStarfsfólk deildarinnar skrifar nöfn sín á hlífðarfatnaðinn til að auðkenna sig.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár