Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Hvar er samningurinn?“ spyrja hjúkrunarfræðingar og óttast flótta úr stéttinni

Laun fjöl­margra hjúkr­un­ar­fræð­inga á Land­spít­ala lækk­uðu um tugi þús­unda um mán­aða­mót­in þeg­ar vakta­álags­greiðsl­ur þeirra féllu nið­ur. Ár er síð­an kjara­samn­ing­ur þeirra rann út og ekk­ert geng­ur í við­ræð­um. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar segja þetta skrýt­in skila­boð þeg­ar al­menn­ing­ur klapp­ar fyr­ir þeim á göt­um úti fyr­ir að standa vakt­ina í COVID-19 far­aldr­in­um. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar deila nú mynd­um af launa­seðl­um sín­um á sam­fé­lags­miðl­um und­ir merk­inu #hvar­er­samn­ing­ur­inn.

„Hvar er samningurinn?“ spyrja hjúkrunarfræðingar og óttast flótta úr stéttinni
Á leið út? Margir hafa þakkað hjúkrunarfræðingum fyrir vel unnin og óeigingjörn störf þeirra í COVID-19 faraldrinum. Þrír hjúkrunarfræðingar segja í viðtali við Stundina að það skjóti skökku við að á sama tíma hafi laun margra þeirra lækkað um mánaðamótin. Stéttin kalli eftir nýjum kjarasamningi, en nú er ár síðan samningur þeirra rann út. Mynd: Kristinn Magnússon

Hjúkrunarfræðingar deila nú myndum af launaseðlum sínum og frásögnum af kjörum sínum og álagi í starfi á samfélagsmiðlum undir merkinu #hvarersamningurinn. Vaktaálagsgreiðslur hjúkrunarfræðinga á Landspítala, sem voru greiddar þeim sem tóku tiltekinn fjölda vakta, féllu niður um mánaðamót, en spítalinn sagði greiðslunum upp fyrr í vetur. Það þýðir að sumir hjúkrunarfræðingar fengu tugum þúsunda minna útborgað um þessi mánaðamót en þau síðustu.

Eydís Inga Sigurjónsdóttir „Fyrst og fremst þyrfti að semja um styttingu vinnuvikunnar. Að vera í 80% starfi á Landspítala er eins og að vera í 100% starfi á öðrum vinnustað, álagið er svo mikið,“ segir Eydís.

Talsverð reiði er nú meðal hjúkrunarfræðinga vegna þessa og þess að um mánaðamótin var eitt ár liðið frá því að kjarasamningar þeirra runnu út. Lítið hefur þokast í kjaraviðræðum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríkið, en um 30 fundir hafa verið haldnir í deilunni sem var vísað til ríkissáttasemjara í lok febrúar.

„Kergja og kraumandi reiði. Ég held að þannig megi lýsa líðan margra hjúkrunarfræðinga í dag. Við erum alltaf hunsuð, alltaf látin mæta afgangi.“ Þetta segir Eydís Inga Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á hjartadeild Landspítala. Hún er einn þeirra hjúkrunarfræðinga sem misstu vaktaálagsgreiðslu um mánaðamótin, hún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur frá árinu 2011 og segir kjör og starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga hafa versnað á þeim tíma.

Þakklát almenningi, en ekki stjórnvöldum

Eydís birti launaseðil sinn á samfélagsmiðlum í dag undir merkinu #hvarersamningurinn. Á launaseðli Eydísar kemur fram að útborguð laun hennar fyrir 80% starf eru 339.305 krónur. 

Launaseðill Eydísar„Ég er ekkert sérstaklega þakklát stjórnvöldum fyrir að semja ekki við okkur. Ef þau vilja sýna okkur eitthvert þakklæti, þá væri vel þegið að þurfa ekki að hafa áhyggjur um hver einustu mánaðamót.“

Hún segist óendanlega þakklát almenningi fyrir að hafa með ýmsum hætti sýnt þakklæti sitt til hjúkrunarfræðinga vegna starfa þeirra í COVID-19 faraldrinum. „En ég er ekkert sérstaklega þakklát stjórnvöldum fyrir að semja ekki við okkur. Ef þau vilja sýna okkur eitthvert þakklæti, þá væri vel þegið að þurfa ekki að hafa áhyggjur um hver einustu mánaðamót.“

Eydís segir að stjórnendur Landspítala geri allt sem í þeirra valdi standi til að bæta kjör og starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga. „En þeim er settur  þröngur rammi, mínir yfirmenn hafa til dæmis viljað allt fyrir mig gera, en þeir hafa lítið svigrúm til þess.“

80% starf á Landspítala eins og 100% starf annars staðar

Hvernig væri ásættanlegur samningur að þínu mati? „Fyrst og fremst þyrfti að semja um styttingu vinnuvikunnar. Að vera í 80% starfi á Landspítala er eins og að vera í 100% starfi á öðrum vinnustað, álagið er svo mikið. Svo vil ég sjá að mín menntun verði metin til launa með tilliti til ábyrgðar og þekkingar. Það er kominn tími til.“

Eydís segist óttast hvað verði að loknum COVID-19 faraldrinum. „Það standa allir sína vakt núna, það kemur ekkert annað til greina. Hjúkrunarfræðingar hafa aldrei hlaupist undan merkjum. Þegar gerðardómurinn var settur horfði ég á eftir frábæru fagfólki fara í önnur störf og ég hef áhyggjur af að það gerist aftur núna þegar þessu stóra verkefni lýkur.“

Kjaramál hjúkrunarfræðinga rædd á Alþingi í dag

Þingmenn stjórnarandstöðu deildu á Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í dag vegna kjaramála hjúkrunarfræðinga. Þar sagði Bjarni að kaupmáttur og launaþróun stéttarinnar hefði verið betri í sinni tíð sem fjármálaráðherra en nokkru sinni áður. „Verkefnið núna er að ljúka samningsgerðinni þannig að það spili saman við þá stofnanasamninga sem hafa verið í gildi,“ sagði Bjarni.

Hann sagði ennfremur að í miðlægum nýjum kjarasamningum væri að verða grundvallarbreyting á vaktafyrirkomulagi. „Í raun er komið samkomulag um þessa breytingu sem var megináhersluatriði hjúkrunarfræðinga í þessari kjaralotu á þeim tíma sem við erum hér að tala saman, “ sagði Bjarni Bendiktsson.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði að Bjarni hefði skýlt sér á bak við þá afsökun að gengi hann að launakröfum hjúkrunarfræðinga væru aðrir kjarasamningar ríkisins mögulega í uppnámi. „En nú vitum við að hjúkrunarfræðingar eru með um 12% lægri meðallaun en aðrar starfsstéttir með álíka menntun og við vitum líka að vinna hjúkrunarfræðinga felur í sér meira álag og ábyrgð en vinna flestra annarra. Þetta er vaktavinna þar sem líf eru í húfi og aldrei eins og nú, eins og meira að segja ráðherra hlýtur að vera ljóst í miðjum mannskæðum heimsfaraldri,“ sagði Þórhildur Sunna.

Launin lækkuðu um tugi þúsunda

María Ósk Gunnsteinsdóttir nn

Laun Maríu Óskar Gunnsteinsdóttur, hjúkrunarfræðings á hjartadeild Landspítala, lækkuðu um mánaðamótin eins og laun Eydísar og fleiri kollega þeirra á spítalanum. Hún segir að lækkunin hafi numið tugum þúsunda. 

Í færslu sinni á Facebook skrifar hún að í fyrsta skipti á starfsferlinum, en hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2011, íhugi hún hvort það væri einfaldlega best að endurmennta sig á öðru sviði og hætta „þessu harki“, eins og hún orðar það. „Ég fékk eiginlega bara nóg í gær, þegar ég fékk útborgað,“ segir María. „Ég hef gaman af vinnunni minni og ég er góður hjúkrunarfræðingur. En mér er nóg boðið. Ég er farin að upplifa mikið vonleysi. Við höfum staðið í þessari baráttu svo lengi.“

María Ósk Gunnsteinsdóttir, til vinstriÁ deildinni, þar sem María starfar, eru meðal annars lagðir inn sjúklingar sem grunur leikur á um að séu með COVID-19, eins og á flestar aðrar deildir spítalans. Miklar varúðarráðstafanir eru gerðar vegna þess og starfsfólkið klæðist hlífðarfatnaði og ber grímur.

Á deildinni þar sem María starfar eru  meðal annars lagðir inn sjúklingar sem grunur leikur á um að séu með COVID-19, eins og á flestar aðrar deildir spítalans. Miklar varúðarráðstafanir eru gerðar vegna þess, starfsfólkið klæðist hlífðarfatnaði og ber grímur og hún segir að allir leggist á eitt við að sinna þessu krefjandi verkefni.  

„Auðvitað klára ég COVID-19 krísuna eins og við öll munum gera. Ég hef í gegnum tíðina upplifað mikið álag í mínu starfi, það er vissulega mikið álag núna en við, sem störfum á Landspítalanum, skynjum sterkt að það er meira á leiðinni. Að ástandið núna sé bara lognið á undan storminum.“

Stolt yfir að leggja sitt af mörkum í COVID-19 faraldrinum

„Hjúkrunarfræðingar hafa líklega sjaldan eða aldrei verið jafn stoltir af starfinu sínu eins og nú,“ segir Andrea Ýr Jónsdóttir. Hún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur í átta ár og er nú hjúkrunarfræðingur á slysa- og göngudeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi.

Andrea Ýr Jónsdóttir „Mér finnst, eins og svo mörgum hjúkrunarfræðingum, allt frábært við þetta starf nema launin og álagið. Ég elska starfið mitt, í heilbrigðiskerfinu starfar einstakt fólk sem er tilbúið til að leggja óendanlega mikið á sig.“

„Við erum stolt yfir að geta lagt svona mikið af mörkum í þessu mikilvæga verkefni sem nú er í gangi sem er að fást við COVID-19 faraldurinn. En á sama tíma er mikil reiði yfir því að samningar hafi verið lausir svona lengi, starfsaðstæðunum og framkomu stjórnvalda í okkar garð. Ég var alin upp við mikla vinnusemi og foreldrar mínir hvöttu mig til að læra það sem mig langaði til, svo framarlega sem ég gæti séð fyrir mér og fjölskyldunni minni.  Ég birti launaseðilinn minn í dag undir merkinu #hvarersamningurinn og þá sagði mamma við mig að hún sæi eftir því að hafa hvatt mig áfram á þennan hátt, ég gæti aldrei séð fyrir mér á þessum launum. Henni var brugðið þegar hún sá launaseðilinn minn.“

Allt frábært nema launin og álagið

Á launaseðli Andreu, sem er í 70% starfi, þar sem hún stundar nám í bráðahjúkrun samhliða starfi, kemur fram að laun hennar fyrir það starfshlutfall eru 362.200. Laun hennar fyrir fullt starf væru 517.400.

Launaseðill204.447 fyrir eru útborguð mánaðarlaun Andreu fyrir 70% starf.

„Mér finnst, eins og svo mörgum hjúkrunarfræðingum, allt frábært við þetta starf nema launin og álagið. Ég elska starfið mitt, í heilbrigðiskerfinu starfar einstakt fólk sem er tilbúið til að leggja óendanlega mikið á sig, en á þeim tíma sem ég hef starfað við þetta hef ég séð á eftir svo mörgum frábærum hjúkrunarfræðingum í önnur störf. Við megum ekki láta það gerast nú.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár