Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Spenna eykst meðal utangarðsfólks

Fólk lýs­ir aukn­um fjölda útigangs­manna og ógn­andi hegð­un þeirra í mið­borg Reykja­vík­ur. Lög­regla hef­ur þó ekki feng­ið fleiri mál inn á borð til sín en kann­ast við áhyggj­ur af auknu erg­elsi. Deild­ar­stjóri hjá Reykja­vík­ur­borg seg­ir þörf á mun fleiri með­ferð­ar­úr­ræð­um en séu í boði.

Spenna eykst meðal utangarðsfólks
Aukinn sýnileiki Utangarðsfólki í Reykjavík hefur ekki fjölgað en mögulega ber meira á því nú á meðan samkomubann ríkir. Mynd: Davíð Þór

Upplifun fólks um að fjöldi útigangsmanna hafi aukist og aukna hörku af þeirra hálfu í miðborg Reykjavíkur, nú í miðjum COVID-19 faraldrinum, samrýmist ekki upplifun þeirra sem sinna málefnum heimilslauss fólks hjá Reykjavíkurborg. Þá hefur lögreglan ekki þurft að hafa aukin afskipti af þessum hópi. Hins vegar er fólk sammála um að ekki megi mikið út af bregða í þjónustu við þennan hóp því fólk merkir aukið ergelsi í þeirra röðum. Er þar helst um að kenna skertu aðgengi að fíkniefnum og almennu óöryggi vegna kórónaveirufaraldursins. 

Á samfélagsmiðlum hefur verið uppi umræða þar sem fólk hefur lýst áhyggjum sínum af breyttri stemningu meðal heimilislauss fólks í miðborginni. Meira beri á því, það sé ógnandi við aðra vegfarendur og tilraunir til innbrota séu tíðari en verið hefur.

„Ég held nú ekki að þeim sé að fjölga heldur séu þeir kannski bara sýnilegri“

Bragi Skaftason, einn eigenda Vínstúkunnar Tíu sopa lýsti þannig á Facebook að hann upplifði það sem svo að hann yrði meira var við ógæfumenn á götunum, þeir virkuðu margir hverjir býsna hátt uppi og hann upplifði þá marga hverja hættulega. „Upplifun mín síðustu daga og nú síðast í kvöld er einfaldlega sú að þessir grey menn eru út um allt núna, ógnandi fólki og gerandi tilraunir til innbrota hvarvetna,“ skrifaði Bragi og fleiri tóku undir í umræðum. 

Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þeir sem sinni þessum hópi hafi rætt um það við lögreglu að þau merki aukið ergelsi hjá sumum sem teljast til þessa hóps. Einhver þurrð sé að verða á fíkniefnamarkaði og það hafi áhrif. „Ég held nú ekki að þeim sé að fjölga heldur séu þeir kannski bara sýnilegri því það er færra fólk í bænum. Við svo sem höfum ekki beint fengið erindi út af þessu, útköllum hefur ekki fjölgað, en við höfum heyrt af áhyggjum vegna þess að það virki sem svo að það sé styttri þráður hjá ýmsum.“

Skert aðgengi að fíkniefnum hefur áhrif

Hrafn­hild­ur Ólöf Ólafs­dótt­ir er deild­ar­stjóri yfir mál­efn­um heim­il­is­lausra með fjölþætt­an vanda hjá borginni. Hún segir að þó ekki megi gera lítið úr upplifun fólks virðist þeim sem starfa við málaflokkinn ekki sem svo að meira beri á ógnandi tilburðum eða afbrotum. Hins vegar merki þau ákveðna óþreyju og spennu meðal sinna skjólstæðinga.

„Við finnum fyrir því að það er skert aðgengi að fíkniefnum og verð á þeim virðist hærra, sem hefur áhrif á þennan hóp þar sem stór hluti þeirra á við vímuefnavanda að etja. Það er líka skert aðgengi að ýmissi þjónustu, á meðan að á samkomubanni stendur, eins og matarúthlutunum svo dæmi séu tekin. Það er einnig verulega skert aðgengi að öllum meðferðum, við höfum til að mynda miklar áhyggjur af ótryggri stöðu innan SÁÁ. Það er aukinn vilji af hálfu okkar fólks til að komast í meðferðir, bæði fráhvarfsmeðferðir en eins afvötnun og við fáum fleiri beiðnir þar um. Þess vegna er mikil þörf á auknu aðgengi að viðhaldsmeðferðum og fráhvarfsmeðferðum og við myndum vilja sjá heibrigðisyfirvöld bregðast við því. Þessi hópur upplifir kvíða og vanlíðan í þessu ástandi eins og aðrir, og jafnvel meira.“

„Það er því almennt góð stemning þar og bæði starfsfólk og gestir upplifa sig örugg í skýlunum“

Hrafnhildur segir að mikið hafi verið gert til að reyna að bregðast við kórónaveirufaraldrinum og því hvernig hann hitti þennan hóp fyrir. Unnið hafi verið að því að auka við pláss, þannig hafi nýtt húsnæði verið tekið í notkun úti á Granda og tekist hafi að fækka þeim konum sem að jafnaði dvelja í Konukoti með því að finna þeim skjól annars staðar. „Við höfum opnað neyðarskýlin allan sólarhringinn og bætt þar við alla þjónustu, skipulagt allt út frá leiðbeiningum landlæknis og sóttvarnarlæknis. Það er því almennt góð stemning þar og bæði starfsfólk og gestir upplifa sig örugg í skýlunum. En það er auðvitað þannig að hópurinn er mjög fjölbreyttur, sem nýtir þessa þjónustu, og sumir vilja ekki dvelja í neyðarskýlunum yfir daginn. Mögulega ber meira á þeim sökum þess að færra fólk er á ferli í miðborginni en þeim hefur ekki fjölgað.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu