Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Eva er í New York: „Þori ekki að hugsa út í það versta sem gæti gerst“

Dæmi eru um að íbú­ar í New York hafi ekki far­ið út úr húsi svo vik­um skipt­ir af ótta við COVID-19. Þetta seg­ir Eva Ing­ólfs­dótt­ir fiðlu­leik­ari sem býr og starfar í borg­inni. Hler­um er sleg­ið fyr­ir glugga versl­ana og fyr­ir­tækja.

Eva er í New York: „Þori ekki að hugsa út í það versta sem gæti gerst“
Aldrei upplifað annað eins Eva, sem er hér með dóttur sinni Andreu sem býr í Brooklyn í New York, segir að ástandið í borginni sem aldrei sefur sé fullkomlega súrrealískt nú þegar COVID-19 faraldurinn geysar þar. Mynd: Úr einkasafni

Eva Ingólfsdóttir fiðluleikari segir að hún hafi aldrei, á þeim sautján árum sem hún hefur búið í New York borg í Bandaríkjunum, upplifað nokkuð eins og ástandið sem COVID-19 faraldurinn þar hefur haft í för með sér. Hvergi í Bandaríkjunum er ástandið jafn alvarlegt og í New York ríki, þar sem yfir 75 þúsund tilfelli af veirusýkingingunni voru staðfest seinnipart dags í gær, meira en fimmfalt fleiri en í nokkru öðru ríki Bandaríkjanna. Yfir eitt þúsund eru látnir þar af völdum sjúkdómsins. 

Eva býr í New York ásamt manni sínum Kristni Helgasyni, sem starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar þar ytra, og dóttur þeirra Andreu Kristinsdóttur. Þau hafa búið í New York frá árinu 2003 og þekkja því borgina að segja má inn og út. „Við höfum aldrei upplifað neitt þessu líkt hér áður. Fyrir þessa borg er þetta ástand algjörlega súrrealískt. Fyrir þremur vikum síðan hefði enginn getað ímyndað sér að nokkuð svona lagað gæti gerst,“ segir Eva.

„Ég veit um marga sem ekki hafa farið út úr húsi í tvær vikur, sumir lengur“

Þau hjón eru búsett í hverfinu Upper West Side á Manhattan, nálægt Central Park. „Í grunninn er þetta frekar rólegt hverfi og hér býr mikið af eldra fólki. Það er svo mikil hræðsla í fólki hérna núna, á þessum síðustu dögum, að ég veit um marga sem ekki hafa farið út úr húsi í tvær vikur, sumir lengur. Fólk er mjög óttaslegið, verulega hrætt við að hitta annað fólk eða koma nálægt öðrum, af ótta við veiruna. Það kemur mér líka svolítið á óvart að það virðist vera mikill ótti hjá ungu fólki líka,“ segir Eva ennfremur.

Meira að segja áfengisverslanir lokaðar

Eva segir það vera sína upplifun að fólk sé passasamt. Það gæti sín mjög á að nálgast ekki aðra um of, virði fjarlægðarmerkingar í verslunum og víki þegar það mæti fólki á götu. „Þó fólk sé óttaslegið, þá sýnir það öðrum tillitssemi.“

Hins vegar megi segja að sífellt minna reyni á þessa passasemi þar sem sífellt færra fólk sé á ferðinni. Enda ekki margt að sækja í raun. „Það eru tvær matvöruverslanir í hverfinu hjá okkur sem eru enn opnar en maður hefur fylgst með öðrum verslunum og fyrirtækjum loka dag frá degi, það eru bara dregnir hlerar fyrir glugga. Meira að segja áfengisverslanir, sem hafa nú verið mjög vinsælar hingað til, þær eru að loka.“

Eva er fiðluleikari og starfar sjálfstætt við það. Hún segir að búið sé að aflýsa öllum viðburðum sem hún átti að taka þátt í næstu vikur og mánuði. Hún vinnur þó heima við að semja músík og er með verkefni þessa dagana sem hún getur sinnt heima. Kristinn vinnur líka heima og það eru nokkur viðbrigði að þau séu bæði heima alla daga, allan daginn. „Við eigum hund og það er mjög gott fyrir okkur að hann dregur okkur út á morgnana í göngutúra, það er, held ég, mjög mikilvægt fyrir okkur bæði andlega og líkamlega. Við göngum um Central Park daglega og það er afskaplega fámennt þar þessa dagana. Það eru helst aðrir hundaeigendur sem við sjáum og svo einstaka hlaupandi manneskja eða fólk á hjóli. Ég heyrði um daginn fréttir af því frá samtökum sem bjóða fólki upp á að taka að sér dýr, að fólk hefði tekið að sér öll dýr þaðan. Fólk er að greinilega að leita sér að félagsskap, það er einmana og sækir í að fá gæludýr þessa dagana.“

Fara ekki til Íslands vegna hundsins

Eva segir að ekki hafi komið til greina fyrir þau hjón að fara heim til Íslands, eins og svo margir landar þeirra hafa gert, vegna þess að þau séu með dýr. Þau hafi ekki viljað sjá á eftir hundinum í margra vikna sóttkví. Ef ekki hefði verið fyrir það hefðu þau velt því alvarlega fyrir sér að koma til Íslands á meðan veirufaraldurinn geisaði í New York.

„Ég bara þori ekki að hugsa út í það versta sem gæti gerst“

Eva segir erfitt að segja til um hvernig borginni muni reiða af, og hvernig mál muni þróast eftir að faraldurinn gengur yfir. Tjónið sem orðið er sé svo gríðarlegt, bæði manntjón og efnahagslegt tjón. „Maður veit ekkert hversu lengi þetta mun vara en það mun auðvitað allt verða gert til að koma á venjulegu lífi í New York. Maður verður að reyna að vera jákvæður, ég bara þori ekki að hugsa út í það versta sem gæti gerst.“

Yfir 1.000 látnir í New York

Um 900 manns létust af völdum COVID-19 kórónaveirunnar í Bandaríkjunum öllum á síðasta sólarhring, samkvæmt opinberum tölum frá Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna. Dauðsföll af völdum veirunnar hafa ekki verið fleiri á einum sólarhring þar vestra áður. Yfir 4.000 dauðsföll af völdum veirunnar eru staðfest í Bandaríkjunum öllum, samkvæmt tölum frá John Hopkins háskólanum en þar er haldið utan um tölfræði er varðar veirufaraldurinn.

Það jafngildir um tíu prósentum af dauðsföllum í heiminum öllum. 

Staðfest smit í Bandaríkjunum voru í gær tæplega 190 þúsund talsins en staðfest smit í heiminum öllum á sama tíma 874 þúsund talsins. Langverst er ástandið í New York ríki en þar eru um 1.100 manns látnir af völdum veirunnar. Sjúkraskip bandaríska flotans, með um 1.000 sjúkrarúm, kom til New York í gær til að létta álagi af sjúkrahúsum borgarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár