Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Eva er í New York: „Þori ekki að hugsa út í það versta sem gæti gerst“

Dæmi eru um að íbú­ar í New York hafi ekki far­ið út úr húsi svo vik­um skipt­ir af ótta við COVID-19. Þetta seg­ir Eva Ing­ólfs­dótt­ir fiðlu­leik­ari sem býr og starfar í borg­inni. Hler­um er sleg­ið fyr­ir glugga versl­ana og fyr­ir­tækja.

Eva er í New York: „Þori ekki að hugsa út í það versta sem gæti gerst“
Aldrei upplifað annað eins Eva, sem er hér með dóttur sinni Andreu sem býr í Brooklyn í New York, segir að ástandið í borginni sem aldrei sefur sé fullkomlega súrrealískt nú þegar COVID-19 faraldurinn geysar þar. Mynd: Úr einkasafni

Eva Ingólfsdóttir fiðluleikari segir að hún hafi aldrei, á þeim sautján árum sem hún hefur búið í New York borg í Bandaríkjunum, upplifað nokkuð eins og ástandið sem COVID-19 faraldurinn þar hefur haft í för með sér. Hvergi í Bandaríkjunum er ástandið jafn alvarlegt og í New York ríki, þar sem yfir 75 þúsund tilfelli af veirusýkingingunni voru staðfest seinnipart dags í gær, meira en fimmfalt fleiri en í nokkru öðru ríki Bandaríkjanna. Yfir eitt þúsund eru látnir þar af völdum sjúkdómsins. 

Eva býr í New York ásamt manni sínum Kristni Helgasyni, sem starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar þar ytra, og dóttur þeirra Andreu Kristinsdóttur. Þau hafa búið í New York frá árinu 2003 og þekkja því borgina að segja má inn og út. „Við höfum aldrei upplifað neitt þessu líkt hér áður. Fyrir þessa borg er þetta ástand algjörlega súrrealískt. Fyrir þremur vikum síðan hefði enginn getað ímyndað sér að nokkuð svona lagað gæti gerst,“ segir Eva.

„Ég veit um marga sem ekki hafa farið út úr húsi í tvær vikur, sumir lengur“

Þau hjón eru búsett í hverfinu Upper West Side á Manhattan, nálægt Central Park. „Í grunninn er þetta frekar rólegt hverfi og hér býr mikið af eldra fólki. Það er svo mikil hræðsla í fólki hérna núna, á þessum síðustu dögum, að ég veit um marga sem ekki hafa farið út úr húsi í tvær vikur, sumir lengur. Fólk er mjög óttaslegið, verulega hrætt við að hitta annað fólk eða koma nálægt öðrum, af ótta við veiruna. Það kemur mér líka svolítið á óvart að það virðist vera mikill ótti hjá ungu fólki líka,“ segir Eva ennfremur.

Meira að segja áfengisverslanir lokaðar

Eva segir það vera sína upplifun að fólk sé passasamt. Það gæti sín mjög á að nálgast ekki aðra um of, virði fjarlægðarmerkingar í verslunum og víki þegar það mæti fólki á götu. „Þó fólk sé óttaslegið, þá sýnir það öðrum tillitssemi.“

Hins vegar megi segja að sífellt minna reyni á þessa passasemi þar sem sífellt færra fólk sé á ferðinni. Enda ekki margt að sækja í raun. „Það eru tvær matvöruverslanir í hverfinu hjá okkur sem eru enn opnar en maður hefur fylgst með öðrum verslunum og fyrirtækjum loka dag frá degi, það eru bara dregnir hlerar fyrir glugga. Meira að segja áfengisverslanir, sem hafa nú verið mjög vinsælar hingað til, þær eru að loka.“

Eva er fiðluleikari og starfar sjálfstætt við það. Hún segir að búið sé að aflýsa öllum viðburðum sem hún átti að taka þátt í næstu vikur og mánuði. Hún vinnur þó heima við að semja músík og er með verkefni þessa dagana sem hún getur sinnt heima. Kristinn vinnur líka heima og það eru nokkur viðbrigði að þau séu bæði heima alla daga, allan daginn. „Við eigum hund og það er mjög gott fyrir okkur að hann dregur okkur út á morgnana í göngutúra, það er, held ég, mjög mikilvægt fyrir okkur bæði andlega og líkamlega. Við göngum um Central Park daglega og það er afskaplega fámennt þar þessa dagana. Það eru helst aðrir hundaeigendur sem við sjáum og svo einstaka hlaupandi manneskja eða fólk á hjóli. Ég heyrði um daginn fréttir af því frá samtökum sem bjóða fólki upp á að taka að sér dýr, að fólk hefði tekið að sér öll dýr þaðan. Fólk er að greinilega að leita sér að félagsskap, það er einmana og sækir í að fá gæludýr þessa dagana.“

Fara ekki til Íslands vegna hundsins

Eva segir að ekki hafi komið til greina fyrir þau hjón að fara heim til Íslands, eins og svo margir landar þeirra hafa gert, vegna þess að þau séu með dýr. Þau hafi ekki viljað sjá á eftir hundinum í margra vikna sóttkví. Ef ekki hefði verið fyrir það hefðu þau velt því alvarlega fyrir sér að koma til Íslands á meðan veirufaraldurinn geisaði í New York.

„Ég bara þori ekki að hugsa út í það versta sem gæti gerst“

Eva segir erfitt að segja til um hvernig borginni muni reiða af, og hvernig mál muni þróast eftir að faraldurinn gengur yfir. Tjónið sem orðið er sé svo gríðarlegt, bæði manntjón og efnahagslegt tjón. „Maður veit ekkert hversu lengi þetta mun vara en það mun auðvitað allt verða gert til að koma á venjulegu lífi í New York. Maður verður að reyna að vera jákvæður, ég bara þori ekki að hugsa út í það versta sem gæti gerst.“

Yfir 1.000 látnir í New York

Um 900 manns létust af völdum COVID-19 kórónaveirunnar í Bandaríkjunum öllum á síðasta sólarhring, samkvæmt opinberum tölum frá Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna. Dauðsföll af völdum veirunnar hafa ekki verið fleiri á einum sólarhring þar vestra áður. Yfir 4.000 dauðsföll af völdum veirunnar eru staðfest í Bandaríkjunum öllum, samkvæmt tölum frá John Hopkins háskólanum en þar er haldið utan um tölfræði er varðar veirufaraldurinn.

Það jafngildir um tíu prósentum af dauðsföllum í heiminum öllum. 

Staðfest smit í Bandaríkjunum voru í gær tæplega 190 þúsund talsins en staðfest smit í heiminum öllum á sama tíma 874 þúsund talsins. Langverst er ástandið í New York ríki en þar eru um 1.100 manns látnir af völdum veirunnar. Sjúkraskip bandaríska flotans, með um 1.000 sjúkrarúm, kom til New York í gær til að létta álagi af sjúkrahúsum borgarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár