Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Inga Sæland skorar á lánastofnanir að setja heimilin í skuldaskjól

Formað­ur Flokks fólks­ins vill að rík­is­stjórn­in beiti sér fyr­ir því að bank­arn­ir sendi ekki út greiðslu­seðla á með­an far­ald­ur­inn geng­ur yf­ir.

Inga Sæland skorar á lánastofnanir að setja heimilin í skuldaskjól
Inga Sæland Formaður Flokks fólksins segir aðgerðir stjórnvalda ekki beinast að viðkvæmustu hópunum.

„Er furða þótt ég sé undrandi á aðgerðarpakkanum sem augljóslega er ætlað að slá skjaldborg um fyrirtækin og fjármagnsöflin á kostnað almennings og heimilanna í landinu? Eru aðgerðirnar sniðnar að öryrkjum og öldruðum sem enga framfærslu hafa umfram strípaða framfærslu almannatrygginga? Hvað með heimilislaus sem lifa nú við ömurlegri aðstæður en nokkru sinni fyrr?“

Þetta skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í grein í Morgunblaðinu í dag sem ber titilinn „Verndum heimilin og þá verst settu“. Í greininni kallar hún eftir því að lánastofnanir setji heimilin í greiðsluskjól og að stjórnvöld grípi til róttækari aðgerða í þágu viðkvæmari hópa.

„Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru ekki að koma til móts við þau bágstöddustu í samfélaginu,“ skrifar hún. „Þau gleymast eina ferðina enn. Ég segi gleymast því ekki ætla ég ríkisstjórninni að hafa lagt í björgunarleiðangur þar sem viðkvæmustu þjóðfélagsþegnarnir eru viljandi skildir eftir á flæðiskeri. Stjórnarliðar segja þetta fyrsta skrefið og gera þurfi meira en minna. Þrátt fyrir það lætur ríkisstjórnin fátækt fólk enn bíða eftir réttlætinu.“

Inga segist undrast á því að vextir húsnæðislána hafi ekki lækkað og að á sama tíma standi til að lækka bankaskattinn um 11 milljarða króna. „Er það rétt forgangsröðun á almannafé að hjálpa bönkunum sem settu okkur á hausinn 2008?“ skrifar hún. „Það sem verra er, að í stað þessa að tryggja að þessar aðgerðir nýtist viðskiptavinum þeirra, þá sendir ríkisstjórnin þeim vinsamleg tilmæli um að þeir lækki nú vexti sína. Þar við situr. Í kjölfar hrunsins sótti margt fólk vinnu og tekjur til annarra landa, s.s. Noregs. Þannig tókst mörgum að standa í skilum. Nú er þessi möguleiki lokaður. Ég skora því á allar lánastofnanir landsins að setja heimilin í skuldaskjól; senda ekki einn einasta greiðsluseðil út fyrr en við sjáum til lands í þeirri miklu óvissu sem nú ríkir. Ríkisstjórnin ætti að beita sér fyrir þessu. Bankarnir geta beðið. Við eigum það inni hjá þeim.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár