Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Inga Sæland skorar á lánastofnanir að setja heimilin í skuldaskjól

Formað­ur Flokks fólks­ins vill að rík­is­stjórn­in beiti sér fyr­ir því að bank­arn­ir sendi ekki út greiðslu­seðla á með­an far­ald­ur­inn geng­ur yf­ir.

Inga Sæland skorar á lánastofnanir að setja heimilin í skuldaskjól
Inga Sæland Formaður Flokks fólksins segir aðgerðir stjórnvalda ekki beinast að viðkvæmustu hópunum.

„Er furða þótt ég sé undrandi á aðgerðarpakkanum sem augljóslega er ætlað að slá skjaldborg um fyrirtækin og fjármagnsöflin á kostnað almennings og heimilanna í landinu? Eru aðgerðirnar sniðnar að öryrkjum og öldruðum sem enga framfærslu hafa umfram strípaða framfærslu almannatrygginga? Hvað með heimilislaus sem lifa nú við ömurlegri aðstæður en nokkru sinni fyrr?“

Þetta skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í grein í Morgunblaðinu í dag sem ber titilinn „Verndum heimilin og þá verst settu“. Í greininni kallar hún eftir því að lánastofnanir setji heimilin í greiðsluskjól og að stjórnvöld grípi til róttækari aðgerða í þágu viðkvæmari hópa.

„Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru ekki að koma til móts við þau bágstöddustu í samfélaginu,“ skrifar hún. „Þau gleymast eina ferðina enn. Ég segi gleymast því ekki ætla ég ríkisstjórninni að hafa lagt í björgunarleiðangur þar sem viðkvæmustu þjóðfélagsþegnarnir eru viljandi skildir eftir á flæðiskeri. Stjórnarliðar segja þetta fyrsta skrefið og gera þurfi meira en minna. Þrátt fyrir það lætur ríkisstjórnin fátækt fólk enn bíða eftir réttlætinu.“

Inga segist undrast á því að vextir húsnæðislána hafi ekki lækkað og að á sama tíma standi til að lækka bankaskattinn um 11 milljarða króna. „Er það rétt forgangsröðun á almannafé að hjálpa bönkunum sem settu okkur á hausinn 2008?“ skrifar hún. „Það sem verra er, að í stað þessa að tryggja að þessar aðgerðir nýtist viðskiptavinum þeirra, þá sendir ríkisstjórnin þeim vinsamleg tilmæli um að þeir lækki nú vexti sína. Þar við situr. Í kjölfar hrunsins sótti margt fólk vinnu og tekjur til annarra landa, s.s. Noregs. Þannig tókst mörgum að standa í skilum. Nú er þessi möguleiki lokaður. Ég skora því á allar lánastofnanir landsins að setja heimilin í skuldaskjól; senda ekki einn einasta greiðsluseðil út fyrr en við sjáum til lands í þeirri miklu óvissu sem nú ríkir. Ríkisstjórnin ætti að beita sér fyrir þessu. Bankarnir geta beðið. Við eigum það inni hjá þeim.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár