Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Inga Sæland skorar á lánastofnanir að setja heimilin í skuldaskjól

Formað­ur Flokks fólks­ins vill að rík­is­stjórn­in beiti sér fyr­ir því að bank­arn­ir sendi ekki út greiðslu­seðla á með­an far­ald­ur­inn geng­ur yf­ir.

Inga Sæland skorar á lánastofnanir að setja heimilin í skuldaskjól
Inga Sæland Formaður Flokks fólksins segir aðgerðir stjórnvalda ekki beinast að viðkvæmustu hópunum.

„Er furða þótt ég sé undrandi á aðgerðarpakkanum sem augljóslega er ætlað að slá skjaldborg um fyrirtækin og fjármagnsöflin á kostnað almennings og heimilanna í landinu? Eru aðgerðirnar sniðnar að öryrkjum og öldruðum sem enga framfærslu hafa umfram strípaða framfærslu almannatrygginga? Hvað með heimilislaus sem lifa nú við ömurlegri aðstæður en nokkru sinni fyrr?“

Þetta skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í grein í Morgunblaðinu í dag sem ber titilinn „Verndum heimilin og þá verst settu“. Í greininni kallar hún eftir því að lánastofnanir setji heimilin í greiðsluskjól og að stjórnvöld grípi til róttækari aðgerða í þágu viðkvæmari hópa.

„Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru ekki að koma til móts við þau bágstöddustu í samfélaginu,“ skrifar hún. „Þau gleymast eina ferðina enn. Ég segi gleymast því ekki ætla ég ríkisstjórninni að hafa lagt í björgunarleiðangur þar sem viðkvæmustu þjóðfélagsþegnarnir eru viljandi skildir eftir á flæðiskeri. Stjórnarliðar segja þetta fyrsta skrefið og gera þurfi meira en minna. Þrátt fyrir það lætur ríkisstjórnin fátækt fólk enn bíða eftir réttlætinu.“

Inga segist undrast á því að vextir húsnæðislána hafi ekki lækkað og að á sama tíma standi til að lækka bankaskattinn um 11 milljarða króna. „Er það rétt forgangsröðun á almannafé að hjálpa bönkunum sem settu okkur á hausinn 2008?“ skrifar hún. „Það sem verra er, að í stað þessa að tryggja að þessar aðgerðir nýtist viðskiptavinum þeirra, þá sendir ríkisstjórnin þeim vinsamleg tilmæli um að þeir lækki nú vexti sína. Þar við situr. Í kjölfar hrunsins sótti margt fólk vinnu og tekjur til annarra landa, s.s. Noregs. Þannig tókst mörgum að standa í skilum. Nú er þessi möguleiki lokaður. Ég skora því á allar lánastofnanir landsins að setja heimilin í skuldaskjól; senda ekki einn einasta greiðsluseðil út fyrr en við sjáum til lands í þeirri miklu óvissu sem nú ríkir. Ríkisstjórnin ætti að beita sér fyrir þessu. Bankarnir geta beðið. Við eigum það inni hjá þeim.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár