Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Allar deildir Landspítala reiðubúnar - 72 börn undir eftirliti

All­ar deild­ir Land­spít­ala eru nú við­bún­ar því að taka á móti COVID-19 smit­uð­um sjúk­ling­um sem þurfa að leita á spít­al­ann af ýms­um or­sök­um. 20 eru í sótt­kví á ýms­um deild­um spít­al­ans. 72 börn eru und­ir eft­ir­liti frá Barna­spítala Hrings­ins vegna veirunn­ar.

Allar deildir Landspítala reiðubúnar - 72 börn undir eftirliti
Landspítali Allar deildir spítalans eru viðbúnar að taka á móti COVID-19 smituðum sjúklingum sem þurfa að leita á spítalann af ýmsum orsökum.

Allar deildir Landspítala eru nú viðbúnar því að taka á móti COVID-19 smituðum sjúklingum sem þurfa að leita á spítalann af ýmsum orsökum. Núna liggja 20 manns  í sóttkví á ýmsum deildum spítalans.  72 börn eru undir eftirliti frá Barnaspítala Hringsins vegna veirunnar.

Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala, segir að þessu fylgi ekki að legurúmum hafi verið fækkað á spítalanum, á allflestum deildum hans séu einkastofur sem nota megi í þessum tilgangi. 

„Ef á spítalann kemur einstaklingur með staðfest COVID-19 smit og ástæða komunnar er önnur en smitið, þá tekur sú deild sem á við í því tilviki að sjálfsögðu á móti honum og hann fær þá læknishjálp sem hann þarf og hann viðheldur þá þar sinni einangrun,“ segir Anna Sigrún.

Hún segir að ekki sé verið að útskrifa fólk fyrr af spítalanum en venja er vegna faraldursins. „Okkur hefur tekist mjög vel að sinna okkar verkefnum þrátt fyrir þetta aukaálag og ég á ekki von á öðru en að svo verði áfram, segir Anna Sigrún. „Við höfum ekki sent neinn heim sem ekki er útskrifarhæfur og fólk er hér að sjálfsögðu í meðferð eins og alltaf af ýmsum ástæðum.“

Á vefsíðu Landspítala kemur fram að nú liggja 30 sjúklingar með staðfest COVID-19 þar. Af þeim eru tíu á gjörgæsludeild og sjö þeirra eru í öndunarvél. Sex liggja inni á spítalanum vegna gruns um COVID-19 smit og hefur fjöldi slíkra sjúklinga tvöfaldast síðan í gær þegar þeir voru þrír. 

Deildir undirbúnar til að verða COVID-deildir

Deild A7, sem er smitsjúkdómadeild, er nú eingöngu ætluð COVID-19 smituðum og allt stefnir í að deild A-6, lungnadeild, muni einnig þjóna því hlutverki, að sögn Önnu Sigrúnar. Deildir B-5, E-6 og 12-B hafi einnig verið undirbúnar fyrir þessa notkun.

Á vefsíðu Landspítala kemur fram að alls hafi 53 frá upphafi verið lagðir inn á spítalann vegna COVID-19 smits. 936 eru undir eftirliti frá COVID-göngudeild og 72 börn eru í eftirliti Barnaspítala Hringsins vegna COVID-19. Þeim hefur fjölgað um sex síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár