Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Allar deildir Landspítala reiðubúnar - 72 börn undir eftirliti

All­ar deild­ir Land­spít­ala eru nú við­bún­ar því að taka á móti COVID-19 smit­uð­um sjúk­ling­um sem þurfa að leita á spít­al­ann af ýms­um or­sök­um. 20 eru í sótt­kví á ýms­um deild­um spít­al­ans. 72 börn eru und­ir eft­ir­liti frá Barna­spítala Hrings­ins vegna veirunn­ar.

Allar deildir Landspítala reiðubúnar - 72 börn undir eftirliti
Landspítali Allar deildir spítalans eru viðbúnar að taka á móti COVID-19 smituðum sjúklingum sem þurfa að leita á spítalann af ýmsum orsökum.

Allar deildir Landspítala eru nú viðbúnar því að taka á móti COVID-19 smituðum sjúklingum sem þurfa að leita á spítalann af ýmsum orsökum. Núna liggja 20 manns  í sóttkví á ýmsum deildum spítalans.  72 börn eru undir eftirliti frá Barnaspítala Hringsins vegna veirunnar.

Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala, segir að þessu fylgi ekki að legurúmum hafi verið fækkað á spítalanum, á allflestum deildum hans séu einkastofur sem nota megi í þessum tilgangi. 

„Ef á spítalann kemur einstaklingur með staðfest COVID-19 smit og ástæða komunnar er önnur en smitið, þá tekur sú deild sem á við í því tilviki að sjálfsögðu á móti honum og hann fær þá læknishjálp sem hann þarf og hann viðheldur þá þar sinni einangrun,“ segir Anna Sigrún.

Hún segir að ekki sé verið að útskrifa fólk fyrr af spítalanum en venja er vegna faraldursins. „Okkur hefur tekist mjög vel að sinna okkar verkefnum þrátt fyrir þetta aukaálag og ég á ekki von á öðru en að svo verði áfram, segir Anna Sigrún. „Við höfum ekki sent neinn heim sem ekki er útskrifarhæfur og fólk er hér að sjálfsögðu í meðferð eins og alltaf af ýmsum ástæðum.“

Á vefsíðu Landspítala kemur fram að nú liggja 30 sjúklingar með staðfest COVID-19 þar. Af þeim eru tíu á gjörgæsludeild og sjö þeirra eru í öndunarvél. Sex liggja inni á spítalanum vegna gruns um COVID-19 smit og hefur fjöldi slíkra sjúklinga tvöfaldast síðan í gær þegar þeir voru þrír. 

Deildir undirbúnar til að verða COVID-deildir

Deild A7, sem er smitsjúkdómadeild, er nú eingöngu ætluð COVID-19 smituðum og allt stefnir í að deild A-6, lungnadeild, muni einnig þjóna því hlutverki, að sögn Önnu Sigrúnar. Deildir B-5, E-6 og 12-B hafi einnig verið undirbúnar fyrir þessa notkun.

Á vefsíðu Landspítala kemur fram að alls hafi 53 frá upphafi verið lagðir inn á spítalann vegna COVID-19 smits. 936 eru undir eftirliti frá COVID-göngudeild og 72 börn eru í eftirliti Barnaspítala Hringsins vegna COVID-19. Þeim hefur fjölgað um sex síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár