Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segja frá mönnum sem hósta viljandi í áttina að öðrum

Ast­ma­veik kona seg­ir mann hafa vilj­andi hóstað að sér í Krón­unni í dag. Fleiri hafa sömu sög­ur að segja. „Hvað er fólk að hugsa í þessu ástandi?“ spyr kon­an.

Segja frá mönnum sem hósta viljandi í áttina að öðrum
Sóttvarnir í búð Á tímum heimsfaraldurs kórónaveiru hafa margir, sérstaklega í viðkvæmum hópum, ákveðið að nota andlitsgrímur í matvöruverslunum. Myndin er sviðsett og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Mynd: Shutterstock / Sviðsett mynd

„Maður hóstaði viljandi í áttina að mér,“ segir Elsa Soffia Jónsdóttir, astmaveik kona, sem er ein þeirra sem kvarta undan því að fólk hósti viljandi í áttina að öðrum til að hrella þau á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Fleiri en hún hafa sambærilega sögu að segja.

Elsa Soffia fór í verslunarferð í Krónuna í Vallarhverfi í Kópavogi í gær, íklædd hönskum og sóttvarnargrímu, þegar ókunnugur maður ákvað að hósta hraustlega til hennar. 

Elsa Soffia JónsdóttirÁkvað að deila reynslu sinni af manni sem hóstaði að henni og hló, þar sem hún verslaði með sóttvarnargrímu vegna astmaveiki.

„Mæti pari á fertugs aldri, sá glott á manninum og er ég er að mæti parinu hóstar maðurinn í áttina að mér og fer að hlæja og konan brosir. Ég varð miður mín og trúði ekki að þetta hafi gerst og reyndi að halda áfram að versla. En svo varð ég sárari og reið. Ákvað að láta þetta ekki vera. Fann hjónin við kassann og spurði manninn hvort hann væri lasinn af því hann hóstaði að mér. „Nei,“ svaraði hann glottandi. „Bara smá grín“. Ég sagði honum af hverju ég væri með þessa grímu og bað hann að reyna að finna þroska hjá sér til að skilja að þetta væri ekki leikur. Hvort hann gerði sér ekki grein fyrir ástandinu.“

Tillitsleysi í verslunum

Elsa Soffia segist taka eftir því að glápt sé á hana með andlitsgrímuna og veltir því fyrir sér hvort fólk átti sig ekki á því að COVID-19 geti valdið dauða hjá þeim sem eru veikir fyrir. „Óvirðingin er algjör! Hvað er fólk að hugsa í þessu ástandi? Eru margir sem vita ekki hvað er í gangi eða hugsa að þessi veira er ekki að fara neitt með sterka mig ...? Það er með ólíkindum hvað fólk er agalaust og tillitslaust. Fólk virðist ekki að fatta alvöruna sem er í gangi! Ég þekki margt fólk sem vinnur í verslunum og gera ekki annað en minna fólk á að halda tveggja metra fjarlægð. Þær bakka en fólk eltir og er komið aftur og aftur ofan í starfsfólkið. Hvað er að hjá Íslendingum?“

Elsa ákvað að deila frásögn sinni í Facebook-hópnum Kórónaveiran COVID-19.

Hóstað að hlaupara

Fleiri frásagnir eru af sams konar framferði. Þannig greinir hlaupari frá því að hún hafi hitt fyrir mann sem hóstaði að henni á ferð hennar um Granda í Vesturbæ Reykjavíkur. „Ég lenti í þessu líka þegar ég var úti að hlaupa. Ég stoppaði þegar fólkið sem kom á móti mér var ekkert á því að víkja. Ég var að hlaupa meðfram Grandanum og hafði ekki tök á víkja meira nema með því að hoppa út í sjó. Karlinn leit á mig eins og ég væri eitthvað furðuleg og hóstaði svo í áttina til mína. Hann hefur ekki verið með þessa svo metra á hreinu og kannski eitthvað fleira,“ segir hún. 

„Sá svipað í gær í Bónus, Flatahrauni,“ segir annar í hópnum. „Þar var pólskur brandarakall um sextugt sem hitti yngri samlanda sinn og konu hans. Sá yngri var nýbúinn að spritta sig þegar sá eldri telur þéttingsfast í höndina á honum og hristi vel, segjandi eitthvað drepfyndið. Svo sendi hann sér að konunni og bauð henni knús. Hún afþakkaði.“

„Fólk er ekki í lagi eða það heldur að þetta sé bara djók“

Enn fleiri kvarta undan framferði fólks í verslunum, sem samræmist ekki tilmælum almannavarna. „Fólk er fífl,“ segir önnur kona. „Ég fór einmitt í Bónus í gær. Passa mig rosalega að halda fjarlægð frá fólki. Staldra frekar og bíð í staðinn fyrir að troða mér fram fyrir. En guð hjálpi mér hversu margir voru bara alveg ofan í manni. Gaf sirka þremur hornauga þar sem þau voru alveg upp að mér færði mig frá og þá var horft á mig eins og ég væri hreinlega geðveik. Fólk er ekki í lagi eða það heldur að þetta sé bara djók.“

Enn önnur frásögn birtist í hópnum, í þetta sinn eftir reynslu í Breiðholtinu. „Tvær ógeðslegar konur í Iceland Vesturbergi sem stóðu í röðinni og skemmtu sér við að hósta ógeðslega út í loftið. Er ekki með neitt undirliggjandi en bý með einstaklingi sem er ekki með sterk lungu. Þeir sem láta svona eins og fæðingarhálfvitar mega alveg búast við grófum viðbrögðum, þó engin veira sé í gangi er ógeðslegt að hósta á fólk.“

Lýsir markaleysi á bensínstöð

Svipuð frásögn var sögð í lokaða Facebook-hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu fyrir rúmri viku síðan, þar sem kona greindi frá því þegar hún fór á bensínstöð til að dæla á bílinn og reyndi halda fjarlægð við aðra viðskiptavini, en gekk illa vegna þess að mörk hennar voru ekki virt. Hún biðlar til fólks að virða mörk og tilmæli almannavarna um að halda tveggja metra fjarlægð við annað fólk á meðan samgöngubanni stendur vegna Covid-19. Stundin fékk heimild konunnar til að deila frásögninni.

„Frekir miðaldra karlar geta ekki hlýtt því“

„Almannavarnir hafa mælst til þess að tveir metrar séu á milli manna í almannarýmum. Frekir miðaldra karlar geta ekki hlýtt því. Ég beið eftir því að geta borgað á bensínstöð. Miðaldra, hvítur karl gengur inn og stoppar um 50 sentímetra frá mér. Ég tek skref frá honum og minni hann á tveggja metra regluna. Hann hlær. Spyr svo hvort ég sé í röð. Ég jánka því og þá segir freki kallinn: „Þá er ég fyrir aftan þig,“ í sömu mund og hann færir sig nær mér. Hvernig er hægt að ætlast til þess að sumir menn virði okkar mörk ef þeir hlusta ekki einu sinni á almannavarnir?“

Vilja sektir eða handtöku

Margir meðlimir í hópnum Kórónaveiran COVID-19, sem hafa áhyggjur af dreifingu kórónaveirunnar SARS-CoV-2 á Íslandi, vilja að gripið sé til aðgerða gegn fólki sem hegðar sér með þessum hætti. 

„Taka mynd af honum og senda á almannavarnir og segja þeim frá hvað gerðist,“ segir ein konan. 

„Hér á Spáni ertu hiklaust handtekinn fyrir svona lagað,“ segir annar. Þá er bent á að í Danmörku liggi allt að átta ára fangelsi við því að „vísvitandi smita aðra af sjúkdóm sem getur valdið dauða“.

„Það a að sekta svona fólk,“ segir þriðja. „Það eru myndavélar í versluninni. Held að það sé kominn tími til að sækja svona fólk til saka og sekta til að þau fari að taka þessu alvarlega,“ segir önnur.

Heimilt að sekta fyrir viss brot

Samkvæmt nýjum fyrirmælum um einangrun einstaklinga með COVID-19 frá til lögregluembætta frá Ríkissaksóknara er heimilt að sekta fólk um allt að hálfa milljón króna fyrir að brjóta gegn sóttvarnarlögum. Fyrst og fremst er um að ræða ákvæði sem varða brot á sóttkví, einangrun eða samkomubanni. Ekki er ljóst hvort falli beint undir ákvæðin að hósta í áttina að fólki.

„Ríkissaksóknari leggur á það áherslu að ákærendur meti hvert tilvik fyrir sig og ákvarði sektarfjárhæð með hliðsjón af alvarleika brots en ljóst er að brotin geta verið afar mismunandi og þar með mis alvarleg.“

Á blaðamannafundi almannavarna í dag sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að verslanir virtu almennt samkomumbanni, en að fólkið væri vandamálið, því það fylgdi ekki fjarlægðarkröfum og ryddist að kassa um leið og hætt væri að leiðbeina því.

„Veiki hlekk­ur­inn erum við,“ sagði Víðir. „Um leið og starfsfólk hætti að ýta fólki frá kössunum fór fólk að ryðjast á kassana.“

„Ég er bara fúll,“ sagði hann um „helling“ tilvika þess að brotið væri gegn samkomubanni.  Þá taldi hann hugsanlega tímabært að endurskoða ákvörðun um að sleppa refsingum fyrir brot á sóttvarnarlögum. „Við þurf­um mögulega að skipta um skoðun.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár