Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bjarga sér með smálánum í samkomubanni

Eft­ir að starf­semi hjálp­ar­stofn­ana lagð­ist að mestu af vegna sam­komu­banns í kjöl­far auk­inn­ar út­breiðslu COVID-19 hafa marg­ir ör­yrkj­ar ekki aðr­ar leið­ir til að sjá fyr­ir sér og sín­um en að taka smá­lán

Bjarga sér með smálánum í samkomubanni
Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mynd: Öryrkjabandalag Íslands

Öryrkjar taka smálán í auknum mæli eftir að starfsemi hjálparstofnana lagðist að mestu af vegna samkomubanns í kjölfar aukinnar útbreiðslu COVID-19.  Nú, þegar hjálparsamtaka nýtur ekki við, kemur berlega í ljós hversu illa er búið að fólki í þessum hóp. Þetta segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins. Hún segir að stjórnvöld hafi markvisst útvistað velferðarkerfinu til frjálsra félagasamtaka og fjölskyldna öryrkja.

„Það er búið að loka meira eða minna fyrir allt hjálparstarf eftir að samkomubann var sett,“ segir Þuríður Harpa. „Og núna, þegar búið er að taka allar þessar leiðir í burtu, blasir við hvað fátæktin er mikil. Stór hluti af örorkulífeyri fólks fer í húsnæði og fólk í þessum hópi þarf að leita allra leiða til að eiga í sig og á og stólar í mörgum tilvikum algerlega á matargjafir hjálparsamtaka. Nú er búið að taka allar þessar bjargir í burtu og það kemur ekkert í staðinn.“

Bág kjörÖryrkjar taka nú smálán í auknum mæli eftir að starfsemi hjálparstofnana lagðist að mestu af. Þetta segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins.

Í umsögn Öryrkjabandalagsins við nýju fjáraukalögin er gagnrýnt að ekki sé brugðist við stöðu örorkulífeyrisþega. „Bjargir þessara einstaklinga sem berjast í bökkum, heilsulausir og/eða fatlaðir, eru ýmsar hjálparstofnanir sem úthluta matargjöfum, sumir búa að því að ættingjar reyni eftir fremsta megni að aðstoða með því að færa björg í bú, þó flestir eiga nóg með sig, segir í umsögninni.

Í sjálfskipaðri sóttkví vegna undirliggjandi sjúkdóma

Þar segir einnig að það sé skylda stjórnvalda á meðan COVID-19 faraldurinn standi yfir að horfa sérstaklega til þeirra sem bágast standa í samfélaginu. Örorkulífeyrir sé í sögulegu lágmarki langt undir framfærsluviðmiðum, að því er fram kemur í umsögninni. Þá er þar lagt til að stað þess að leggja 3,1 milljarða króna í sérstakan barnabótaauka fyrir foreldra óháð tekjum, verði þeirri upphæð varið í beinan stuðning til lágtekjufólks á leigumarkaði með  sérstökum húsnæðisbótaauka og tryggt verði að lágtekjufólk fái greiddar vaxtabætur.

„Fólk í þessum hópi getur að öllu jöfnu ekki pantað mat á netinu, einfaldlega vegna þess að það hefur ekki efni á því“ 

Þuríður Harpa segir að í síðustu viku hafi verið gerð könnun meðal formanna aðildarfélaga Öryrkjabandalagsins um áhrif COVID-19 faraldursins á félagsmenn. Svör flestra voru á þann veg að vart yrði við miklar áhyggjur hjá fólki. Mörg félaganna, einkum þau stærri, hefðu aukið við ráðgjöf sína vegna mikillar eftirspurnar. Þá væri talsvert um það meðal öryrkja að þeir færu í sjálfskipaða sóttkví, en margir væru með undirliggjandi sjúkdóma og því í áhættuhópi.

Vítahringur sem erfitt er að komast út úr

„Fólk í þessum hópi getur að öllu jöfnu ekki pantað mat á netinu, einfaldlega vegna þess að það hefur ekki efni á því. Margir hafa lítið stuðningsnet og engan til að aðstoða sig og ég þekki nokkur dæmi um að öryrkjar hafi þurfi að fara í sóttkví en geti ekki verið í henni heima hjá sér vegna þess að þar er veikur einstaklingur. Þeir þurfa þá að leigja húsnæði og greiða fyrir með smáláni eða netgíró og þannig myndast vítahringur sem getur verið gríðarlega erfitt að komast út úr,“ segir Þuríður Harpa.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár