Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bjarga sér með smálánum í samkomubanni

Eft­ir að starf­semi hjálp­ar­stofn­ana lagð­ist að mestu af vegna sam­komu­banns í kjöl­far auk­inn­ar út­breiðslu COVID-19 hafa marg­ir ör­yrkj­ar ekki aðr­ar leið­ir til að sjá fyr­ir sér og sín­um en að taka smá­lán

Bjarga sér með smálánum í samkomubanni
Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mynd: Öryrkjabandalag Íslands

Öryrkjar taka smálán í auknum mæli eftir að starfsemi hjálparstofnana lagðist að mestu af vegna samkomubanns í kjölfar aukinnar útbreiðslu COVID-19.  Nú, þegar hjálparsamtaka nýtur ekki við, kemur berlega í ljós hversu illa er búið að fólki í þessum hóp. Þetta segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins. Hún segir að stjórnvöld hafi markvisst útvistað velferðarkerfinu til frjálsra félagasamtaka og fjölskyldna öryrkja.

„Það er búið að loka meira eða minna fyrir allt hjálparstarf eftir að samkomubann var sett,“ segir Þuríður Harpa. „Og núna, þegar búið er að taka allar þessar leiðir í burtu, blasir við hvað fátæktin er mikil. Stór hluti af örorkulífeyri fólks fer í húsnæði og fólk í þessum hópi þarf að leita allra leiða til að eiga í sig og á og stólar í mörgum tilvikum algerlega á matargjafir hjálparsamtaka. Nú er búið að taka allar þessar bjargir í burtu og það kemur ekkert í staðinn.“

Bág kjörÖryrkjar taka nú smálán í auknum mæli eftir að starfsemi hjálparstofnana lagðist að mestu af. Þetta segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins.

Í umsögn Öryrkjabandalagsins við nýju fjáraukalögin er gagnrýnt að ekki sé brugðist við stöðu örorkulífeyrisþega. „Bjargir þessara einstaklinga sem berjast í bökkum, heilsulausir og/eða fatlaðir, eru ýmsar hjálparstofnanir sem úthluta matargjöfum, sumir búa að því að ættingjar reyni eftir fremsta megni að aðstoða með því að færa björg í bú, þó flestir eiga nóg með sig, segir í umsögninni.

Í sjálfskipaðri sóttkví vegna undirliggjandi sjúkdóma

Þar segir einnig að það sé skylda stjórnvalda á meðan COVID-19 faraldurinn standi yfir að horfa sérstaklega til þeirra sem bágast standa í samfélaginu. Örorkulífeyrir sé í sögulegu lágmarki langt undir framfærsluviðmiðum, að því er fram kemur í umsögninni. Þá er þar lagt til að stað þess að leggja 3,1 milljarða króna í sérstakan barnabótaauka fyrir foreldra óháð tekjum, verði þeirri upphæð varið í beinan stuðning til lágtekjufólks á leigumarkaði með  sérstökum húsnæðisbótaauka og tryggt verði að lágtekjufólk fái greiddar vaxtabætur.

„Fólk í þessum hópi getur að öllu jöfnu ekki pantað mat á netinu, einfaldlega vegna þess að það hefur ekki efni á því“ 

Þuríður Harpa segir að í síðustu viku hafi verið gerð könnun meðal formanna aðildarfélaga Öryrkjabandalagsins um áhrif COVID-19 faraldursins á félagsmenn. Svör flestra voru á þann veg að vart yrði við miklar áhyggjur hjá fólki. Mörg félaganna, einkum þau stærri, hefðu aukið við ráðgjöf sína vegna mikillar eftirspurnar. Þá væri talsvert um það meðal öryrkja að þeir færu í sjálfskipaða sóttkví, en margir væru með undirliggjandi sjúkdóma og því í áhættuhópi.

Vítahringur sem erfitt er að komast út úr

„Fólk í þessum hópi getur að öllu jöfnu ekki pantað mat á netinu, einfaldlega vegna þess að það hefur ekki efni á því. Margir hafa lítið stuðningsnet og engan til að aðstoða sig og ég þekki nokkur dæmi um að öryrkjar hafi þurfi að fara í sóttkví en geti ekki verið í henni heima hjá sér vegna þess að þar er veikur einstaklingur. Þeir þurfa þá að leigja húsnæði og greiða fyrir með smáláni eða netgíró og þannig myndast vítahringur sem getur verið gríðarlega erfitt að komast út úr,“ segir Þuríður Harpa.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár