Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Bjarga sér með smálánum í samkomubanni

Eft­ir að starf­semi hjálp­ar­stofn­ana lagð­ist að mestu af vegna sam­komu­banns í kjöl­far auk­inn­ar út­breiðslu COVID-19 hafa marg­ir ör­yrkj­ar ekki aðr­ar leið­ir til að sjá fyr­ir sér og sín­um en að taka smá­lán

Bjarga sér með smálánum í samkomubanni
Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mynd: Öryrkjabandalag Íslands

Öryrkjar taka smálán í auknum mæli eftir að starfsemi hjálparstofnana lagðist að mestu af vegna samkomubanns í kjölfar aukinnar útbreiðslu COVID-19.  Nú, þegar hjálparsamtaka nýtur ekki við, kemur berlega í ljós hversu illa er búið að fólki í þessum hóp. Þetta segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins. Hún segir að stjórnvöld hafi markvisst útvistað velferðarkerfinu til frjálsra félagasamtaka og fjölskyldna öryrkja.

„Það er búið að loka meira eða minna fyrir allt hjálparstarf eftir að samkomubann var sett,“ segir Þuríður Harpa. „Og núna, þegar búið er að taka allar þessar leiðir í burtu, blasir við hvað fátæktin er mikil. Stór hluti af örorkulífeyri fólks fer í húsnæði og fólk í þessum hópi þarf að leita allra leiða til að eiga í sig og á og stólar í mörgum tilvikum algerlega á matargjafir hjálparsamtaka. Nú er búið að taka allar þessar bjargir í burtu og það kemur ekkert í staðinn.“

Bág kjörÖryrkjar taka nú smálán í auknum mæli eftir að starfsemi hjálparstofnana lagðist að mestu af. Þetta segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins.

Í umsögn Öryrkjabandalagsins við nýju fjáraukalögin er gagnrýnt að ekki sé brugðist við stöðu örorkulífeyrisþega. „Bjargir þessara einstaklinga sem berjast í bökkum, heilsulausir og/eða fatlaðir, eru ýmsar hjálparstofnanir sem úthluta matargjöfum, sumir búa að því að ættingjar reyni eftir fremsta megni að aðstoða með því að færa björg í bú, þó flestir eiga nóg með sig, segir í umsögninni.

Í sjálfskipaðri sóttkví vegna undirliggjandi sjúkdóma

Þar segir einnig að það sé skylda stjórnvalda á meðan COVID-19 faraldurinn standi yfir að horfa sérstaklega til þeirra sem bágast standa í samfélaginu. Örorkulífeyrir sé í sögulegu lágmarki langt undir framfærsluviðmiðum, að því er fram kemur í umsögninni. Þá er þar lagt til að stað þess að leggja 3,1 milljarða króna í sérstakan barnabótaauka fyrir foreldra óháð tekjum, verði þeirri upphæð varið í beinan stuðning til lágtekjufólks á leigumarkaði með  sérstökum húsnæðisbótaauka og tryggt verði að lágtekjufólk fái greiddar vaxtabætur.

„Fólk í þessum hópi getur að öllu jöfnu ekki pantað mat á netinu, einfaldlega vegna þess að það hefur ekki efni á því“ 

Þuríður Harpa segir að í síðustu viku hafi verið gerð könnun meðal formanna aðildarfélaga Öryrkjabandalagsins um áhrif COVID-19 faraldursins á félagsmenn. Svör flestra voru á þann veg að vart yrði við miklar áhyggjur hjá fólki. Mörg félaganna, einkum þau stærri, hefðu aukið við ráðgjöf sína vegna mikillar eftirspurnar. Þá væri talsvert um það meðal öryrkja að þeir færu í sjálfskipaða sóttkví, en margir væru með undirliggjandi sjúkdóma og því í áhættuhópi.

Vítahringur sem erfitt er að komast út úr

„Fólk í þessum hópi getur að öllu jöfnu ekki pantað mat á netinu, einfaldlega vegna þess að það hefur ekki efni á því. Margir hafa lítið stuðningsnet og engan til að aðstoða sig og ég þekki nokkur dæmi um að öryrkjar hafi þurfi að fara í sóttkví en geti ekki verið í henni heima hjá sér vegna þess að þar er veikur einstaklingur. Þeir þurfa þá að leigja húsnæði og greiða fyrir með smáláni eða netgíró og þannig myndast vítahringur sem getur verið gríðarlega erfitt að komast út úr,“ segir Þuríður Harpa.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár