Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Strætó minnkar akstur vegna veirunnar

Vagn­ar munu aka á virk­um dög­um sam­kvæmt laug­ar­dags­áætl­un. Fjór­ar leið­ir hætta öll­um akstri.

Strætó minnkar akstur vegna veirunnar
Strætó Breytingarnar taka gildi á þriðjudag. Mynd: Davíð Þór

Strætó minnkar akstur á höfuðborgarsvæðinu vegna COVID-19 frá og með þriðjudeginum 31. mars. Frá og með deginum í dag verður öllum næturakstri úr miðbænum hætt.

„Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna kórónuveirunnar og fækkun viðskiptavina mun Strætó draga úr þjónustu og minnka akstur tímabundið,“ segir í tilkynningu frá Strætó. „Á virkum dögum munu strætisvagnar höfuðborgarsvæðisins aka samkvæmt laugardagsáætlun. Aukaferðum verður bætt við á morgnana til að akstur hefjist á svipuðum tíma og á venjulegum virkum degi. Akstur á laugardögum og sunnudögum verður að öðru leyti óbreyttur.“

Einu undantekningarnar eru að leið 31 mun aka á hálftíma fresti fyrir og eftir hádegi á virkum dögum, pöntunarþjónustuleiðirnar 27 og 29 aka samkvæmt hefðbundinni áætlun og leiðir 16, 22, 33 og 34 hætta öllum akstri.

„Frá og með aðfaranótt laugardags 28. mars verður öllum næturakstri úr miðbænum hætt,“ segir í tilkynningunni. „Biðstöðvatöflum á stoppistöðvunum verður ekki breytt. Farþegar skulu frekar skoða áætlaða tíma inn á heimasíðu Strætó eða í Strætó appinu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár