Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Strætó minnkar akstur vegna veirunnar

Vagn­ar munu aka á virk­um dög­um sam­kvæmt laug­ar­dags­áætl­un. Fjór­ar leið­ir hætta öll­um akstri.

Strætó minnkar akstur vegna veirunnar
Strætó Breytingarnar taka gildi á þriðjudag. Mynd: Davíð Þór

Strætó minnkar akstur á höfuðborgarsvæðinu vegna COVID-19 frá og með þriðjudeginum 31. mars. Frá og með deginum í dag verður öllum næturakstri úr miðbænum hætt.

„Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna kórónuveirunnar og fækkun viðskiptavina mun Strætó draga úr þjónustu og minnka akstur tímabundið,“ segir í tilkynningu frá Strætó. „Á virkum dögum munu strætisvagnar höfuðborgarsvæðisins aka samkvæmt laugardagsáætlun. Aukaferðum verður bætt við á morgnana til að akstur hefjist á svipuðum tíma og á venjulegum virkum degi. Akstur á laugardögum og sunnudögum verður að öðru leyti óbreyttur.“

Einu undantekningarnar eru að leið 31 mun aka á hálftíma fresti fyrir og eftir hádegi á virkum dögum, pöntunarþjónustuleiðirnar 27 og 29 aka samkvæmt hefðbundinni áætlun og leiðir 16, 22, 33 og 34 hætta öllum akstri.

„Frá og með aðfaranótt laugardags 28. mars verður öllum næturakstri úr miðbænum hætt,“ segir í tilkynningunni. „Biðstöðvatöflum á stoppistöðvunum verður ekki breytt. Farþegar skulu frekar skoða áætlaða tíma inn á heimasíðu Strætó eða í Strætó appinu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
5
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár