Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Strætó minnkar akstur vegna veirunnar

Vagn­ar munu aka á virk­um dög­um sam­kvæmt laug­ar­dags­áætl­un. Fjór­ar leið­ir hætta öll­um akstri.

Strætó minnkar akstur vegna veirunnar
Strætó Breytingarnar taka gildi á þriðjudag. Mynd: Davíð Þór

Strætó minnkar akstur á höfuðborgarsvæðinu vegna COVID-19 frá og með þriðjudeginum 31. mars. Frá og með deginum í dag verður öllum næturakstri úr miðbænum hætt.

„Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna kórónuveirunnar og fækkun viðskiptavina mun Strætó draga úr þjónustu og minnka akstur tímabundið,“ segir í tilkynningu frá Strætó. „Á virkum dögum munu strætisvagnar höfuðborgarsvæðisins aka samkvæmt laugardagsáætlun. Aukaferðum verður bætt við á morgnana til að akstur hefjist á svipuðum tíma og á venjulegum virkum degi. Akstur á laugardögum og sunnudögum verður að öðru leyti óbreyttur.“

Einu undantekningarnar eru að leið 31 mun aka á hálftíma fresti fyrir og eftir hádegi á virkum dögum, pöntunarþjónustuleiðirnar 27 og 29 aka samkvæmt hefðbundinni áætlun og leiðir 16, 22, 33 og 34 hætta öllum akstri.

„Frá og með aðfaranótt laugardags 28. mars verður öllum næturakstri úr miðbænum hætt,“ segir í tilkynningunni. „Biðstöðvatöflum á stoppistöðvunum verður ekki breytt. Farþegar skulu frekar skoða áætlaða tíma inn á heimasíðu Strætó eða í Strætó appinu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
4
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár