Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Strætó minnkar akstur vegna veirunnar

Vagn­ar munu aka á virk­um dög­um sam­kvæmt laug­ar­dags­áætl­un. Fjór­ar leið­ir hætta öll­um akstri.

Strætó minnkar akstur vegna veirunnar
Strætó Breytingarnar taka gildi á þriðjudag. Mynd: Davíð Þór

Strætó minnkar akstur á höfuðborgarsvæðinu vegna COVID-19 frá og með þriðjudeginum 31. mars. Frá og með deginum í dag verður öllum næturakstri úr miðbænum hætt.

„Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna kórónuveirunnar og fækkun viðskiptavina mun Strætó draga úr þjónustu og minnka akstur tímabundið,“ segir í tilkynningu frá Strætó. „Á virkum dögum munu strætisvagnar höfuðborgarsvæðisins aka samkvæmt laugardagsáætlun. Aukaferðum verður bætt við á morgnana til að akstur hefjist á svipuðum tíma og á venjulegum virkum degi. Akstur á laugardögum og sunnudögum verður að öðru leyti óbreyttur.“

Einu undantekningarnar eru að leið 31 mun aka á hálftíma fresti fyrir og eftir hádegi á virkum dögum, pöntunarþjónustuleiðirnar 27 og 29 aka samkvæmt hefðbundinni áætlun og leiðir 16, 22, 33 og 34 hætta öllum akstri.

„Frá og með aðfaranótt laugardags 28. mars verður öllum næturakstri úr miðbænum hætt,“ segir í tilkynningunni. „Biðstöðvatöflum á stoppistöðvunum verður ekki breytt. Farþegar skulu frekar skoða áætlaða tíma inn á heimasíðu Strætó eða í Strætó appinu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár