
Síðdegis fimmtudaginn 15. apríl fyrir hundrað árum stigu tveir menn út af aðalskrifstofu Slater & Morrill skóverksmiðjunnar í bænum South Braintree í Massachusetts-ríki í Bandaríkjunum. Bærinn var árið 1920 löngu orðinn úthverfi stórborgarinnar Boston í Massachusetts-ríki.
Mennirnir tveir héldu hvor um sig á allstórum stálkassa og þeir lögðu af stað austur Perlustræti í átt að verksmiðjunni sem var í 200 metra fjarlægð frá skrifstofuhúsnæðinu. Þarna voru á ferð gjaldkeri Slater & Morrill, Frederick A. Parmenter, og öryggisvörðurinn Alessandro Berardelli. Í stálkössunum voru launagreiðslur til starfsmanna verksmiðjunnar, alls 15.776 dollarar og 51 sent.
Tveir byssumenn
Allt í einu birtust tveir dökkklæddir menn og drógu upp byssur sem þeir otuðu að tvímenningunum með stálkassana. Berardelli sleppti sínum kassa og fálmaði eftir skammbyssu sem hann bar í hulstri við beltisstað. Nærri formálalaust skaut annar dökkklæddu mannanna að honum og hæfði hann fjórum sinnum. Öryggisvörðurinn hneig niður, særður til ólífis. Parmenter snerist á hæli …
Athugasemdir