Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Seðlabankastjóri skýtur niður hugmynd Ragnars Þórs og Vilhjálms

„Ekki sér­stak­lega góð hug­mynd“ að frysta verð­trygg­ing­una vegna COVID-19, seg­ir Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri.

Seðlabankastjóri skýtur niður hugmynd Ragnars Þórs og Vilhjálms
Ósammála Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson lögðu til tafarlausa frystingu verðtryggðra lána, en Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur það ekki góða hugmynd.

„Svarið er: Nei. Það er ekki skynsamleg ráðstöfun,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á blaðamannafundi í morgun um hugmyndir þess efnis að frysta verðtryggingu og koma þannig í veg fyrir hækkun húsnæðislána.

Meðal þeirra sem lagt hafa fram hugmyndina eru Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, varaforseti Alþýðusambands Íslands. Ragnar og Vilhjálmur sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu 12. mars síðastliðinn og vildu „frysta taf­ar­laust vísi­tölu neyslu­verðs til verð­trygg­ingar og koma þannig til móts við heim­ilin í land­inu sem eru með verð­tryggð hús­næð­is­lán“.

Seðlabankastjóri telur hugmyndina óráðlega. „Í fyrsta lagi erum við ekki að sjá að það sé að koma mikil verðbólga. Í öðru lagi, vextir hafa verið að lækka verulega. Meðal annars þeir vextir sem heimilin greiða,“ sagði hann.

Að hans mati myndu kaup Seðlabankans á ríkisskuldabréfum og magnbundin íhlutun lækka vexti. „Að því leyti má líta á aðgerðir okkar á aðgerðir til handa heimilunum.“

Seðlabankinn hefur ekki birt efnahagsspá vegna faraldursins, en hins vegar kynnti aðalhagfræðingur bankans tvær sviðsmyndir í morgun. Báðar gerðu þær ráð fyrir að verðbólga myndi lækka, úr fyrri spá um 1,9 prósent verðbólgu í 1,5 prósent verðbólgu, sem leiðir af sér samsvarandi hækkun verðtryggðra húsnæðislána.

„Við teljum engin efni til þess að setja þak á verðtryggingu þegar við búumst ekki við verðbólgu og þegar orðið hafa gríðarlegar vaxtalækkanir í gegnum kerfið sem eru að lækka útgjöld heimilanna,“ sagði Ásgeir í morgun.

Þá tiltók hann að kaupmáttur launa hefði hækkað mikið síðustu ár. „Kaupmáttur launa er búinn að hækk a um 35 prósent á síðustu sjö árum. Við munum reyna að varðveita þennan kaupmátt. Tryggja það að við séum ekki að sjá kaupmátt heimilanna minnka. Ég vona að það heppnist.“

Hann úrskurðaði endanlega að hugmyndin væri ekki góð. „Ég myndi ekki segja að það sé sérstaklega góð hugmynd.“

Auk Ragnars Þórs og Vilhjálms ályktaði miðstjórn Alþýðusambands Íslands um helgina að „verðtrygging lána verði fryst tímabundið þannig að möguleg aukin verðbólga birtist ekki í hækkun á verðtryggðum höfuðstóli húsnæðislána og aukinni greiðslubyrði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár