Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bjarni: Ekki auðséð að kórónaveiran hafi grundvallaráhrif á stöðu þeirra fátækustu

„Við verð­um að átta okk­ur á því að þeir sem eru bún­ir að lifa lengi á 221.000 kr. út­borg­að eru við­kvæm­ast­ir fyr­ir þess­ari veiru,“ sagði Guð­mund­ur Ingi Krist­ins­son á Al­þingi í dag, en fjár­mála­ráð­herra sagði ekki hafa ver­ið „far­ið inn í bóta­kerfi al­manna­trygg­inga“ við und­ir­bún­ing að­gerða vegna efna­hags­áhrifa heims­far­ald­urs­ins.

Bjarni: Ekki auðséð að kórónaveiran hafi grundvallaráhrif á stöðu þeirra fátækustu

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur óljóst hvort staða þeirra sem hafa bágust kjör á Íslandi hafi „tekið breytingum í einhverjum grundvallaratriðum vegna heimsfaraldursins“ þótt vissulega verði að huga að öllum í samfélaginu. Hækkun atvinnuleysisbóta og breytingar á bótakerfum í þágu þeirra sem lakast standa séu ekki á meðal þeirra skrefa sem ríkisstjórnin kynni nú vegna efnahagsáhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru.

Oddný G. Harðardóttir

Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í dag þegar hann kynnti frumvarp sitt. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, gerðu athugasemdir við að ekki væri hugað að velferðarþáttum í frumvarpinu. 

„Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra hvort ekki standi til að hækka atvinnuleysisbætur a.m.k. að lágmarkslaunum sem nú eru, samkvæmt samningum Eflingar, 335.000 kr.,“ sagði Oddný.

Bjarni svaraði spurningunni ekki beint en lagði áherslu á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar miðuðu að því að koma í veg atvinnuleysi frekar en að bæta hag þeirra sem missa vinnuna. „Okkar aðgerðir á þessu stigi máls snúa að því að forða þeirri bylgju atvinnuleysismála sem var fyrirséð og við erum, í staðinn fyrir að taka inn á atvinnuleysisskrána og hækka bæturnar þar, hreinlega að taka að okkur að standa undir stórum hluta launagreiðslna fólks í reynd sem ella hefði orðið atvinnulaust,“ sagði Bjarni. 

Guðmundur Ingi Kristinsson

Guðmundur Ingi úr Flokki fólksins sagðist hafa áhyggjur af stórum hópum eldri borgara og öryrkja sem fengi útborgað 221.438 kr. á mánuði. „Ég spyr því hæstv. fjármálaráðherra: Er ekki kominn tími til að hjálpa þessum einstaklingum, t.d. að sjá til þess að þeir borgi ekki útsvarið einn daginn og ríki og sveitarfélög taki það á sig til að tryggja að þessir einstaklingar eigi fyrir nauðsynjum?“ spurði hann. 

Bjarni svaraði á þá leið að ekki væri væri vikið að umræddum málum í frumvarpinu. „Hann spyr út í stöðu þeirra sem búa við einna bágust kjör í landinu, en ekki er auðséð að staða þeirra hafi tekið breytingum í einhverjum grundvallaratriðum vegna heimsfaraldursins þó að við verðum að huga að öllum í þessu samfélagi og að ekki sé hægt að útiloka að neikvæð áhrif veirunnar snerti hvern og einn Íslending. Ég tel hins vegar að það sem háttvirtur þingmaður kemur inn á sé hluti af annarri og breiðari umræðu um almannatryggingakerfið. Ég gengst alveg við því að í þeim skrefum sem við erum núna að kynna, sem eru efnahagslegar aðgerðir vegna útbreiðslu veirunnar, var ekki farið inn í bótakerfi almannatrygginga.“

Guðmundur Ingi sagðist ósammála ráðherra. „Þetta snýst um að við verðum að átta okkur á því að þeir sem eru búnir að lifa lengi á 221.000 kr. útborgað eru viðkvæmastir fyrir þessari veiru. Þetta er fólkið sem hefur ekki getað veitt sér almennilegan mat. Það vita allir að það er erfitt að lifa eingöngu á hrísgrjónum og hafragraut. Þetta fólk kaupir sér ekki lýsi, vítamín og annað sem það þarf nauðsynlega á að halda. Það er búið að sýna fram á að það er fyrirbyggjandi að taka inn lýsi, C-vítamín og D-vítamín. Þetta fólk hefur ekki efni á þessu. Það hefur rétt efni á að halda húsnæði og síðan fer það til hjálparstofnana eftir mat. Þetta er fólkið sem þarf á hjálp að halda og við eigum að hjálpa því alveg eins og öllum hinum.“ Bjarni tók undir að þetta væri viðkvæmur hópur og almannatryggingakerfið gegndi mikilvægu hlutverki. Hins vegar væri þetta önnur umræða heldur en nú ætti sér stað, um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum kórónaveirunnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár