Strætisvagnar keyra tómir eða því sem næst um götur. Talið er inn í matvöruverslanir þar sem stórum hrísgrjónasekkjum, dósamat, klósettpappír og spritti er komið fyrir á áberandi stöðum. Í bíóhúsum tekur enginn við miðanum, ekki er hægt að fá rör í gosglasið og lokað er fyrir aðra hvora sætaröð. Á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu stendur leikari í kastljósi og fer með ljóð fyrir einn áhorfanda í sal. Veitingastaðir hafa lokað unnvörpum og þeir sem hafa opið hafa fækkað borðum mikið og búast allt eins við að loka á næstu dögum. Götur miðborgar Reykjavíkur eru tómlegar.
Svona er stemningin á fyrstu viku í samkomubanni sem lagt er á til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Viðmælendur Stundarinnar, sem koma að ýmsum rekstri sem veirufaraldurinn og aðgerðir til að stemma stigu við honum hefur mikil áhrif á, lýstu allir ánægju með leiðbeiningar og fyrirmæli Almannavarna og sóttvarnayfirvalda. Hins vegar …
Athugasemdir