Sigrún Huld Þorgrímsdóttir er öldrunarhjúkrunarfræðingur á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum. Hún hefur gagnrýnt algjört heimsóknarbann aðstandenda á hjúkrunarheimili harðlega.
„Mér finnst að það hafi verið farið fram af meira kappi en forsjá og ég hef verið að skrifa um þetta á Facebook-síðu minni. Ég hef einmitt bent á að þetta heimsóknarbann var ákveðið af hálfu Hrafnistuheimilanna. Það er svo út af fyrir sig eitthvað sem hefur valdið mér áhyggjum á seinni árum, hvað er að koma upp hérna stór hjúkrunarheimilakeðja,“ segir Sigrún.
Hún segir að ákvörðun Hrafnistu, sem er í forsvari fyrir átta hjúkrunarheimili, sé fyrsta dæmið þar sem farið er fram með þessum hætti og tónninn gefinn. „Það er ekkert heimili sem vill í kjölfar þeirra vera fyrsta heimilið þar sem fyrsti íbúinn veikist og hafa ekki gert eins og Hrafnistuheimilin. Og sóttvarnalæknir og landlæknir treysta sér ekki til þess að snúa hjólunum til baka, enda eru þau þá þar með …
Athugasemdir