Það kemur alltaf bros á andlit fólks þegar það sér bílinn minn. Margir eiga sögur af svona bílum. Ég á ansi margar, enda er rúgbrauðið eins og samvaxið mér. Við höfum elst saman og það hefur fylgt mér í gegnum súrt og sætt.
Ég eignaðist það þegar ég var ungur maður á leið í ferð lífs míns, til Norður-Afríku, sem ég hafði verið að skipuleggja lengi. Ég ætlaði að selja það þegar ég kæmi til baka til Þýskalands, en féll svo fyrir því að ég innréttaði það þegar ég kom aftur heim, breytti því í húsbíl.
Svo kynntist ég konunni minni, við eignuðumst tvö börn og rúgbrauðið breyttist í fjölskyldubíl. Við fórum alltaf í sumarfrí á honum suður á bóginn. Það var mikið ævintýri fyrir krakkana. Rúgbrauðið var eins og einn af fjölskyldumeðlimunum.
En eins og þeir segja á þýsku: Ástin getur dvínað en rúgbrauðið er alltaf …
Athugasemdir