Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sjálfboðaliðar fara heim til fólks með mat

„Ég sat fyr­ir fram­an sjón­varp­ið með mann­in­um mín­um eitt kvöld­ið og ég ætl­aði ekki að sætta mig við að það yrði ekki hægt að hjálpa fólk­inu,“ seg­ir Rósa Braga­dótt­ir, sem er ein þeirra sjálf­boða­liða sem sinna matar­út­hlut­un­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á með­an sam­komu­bann er í gildi og mun slysa­varna­fé­lag­ið Lands­björg keyra vör­ur heim til fólks. Rósa, sem er ör­yrki, seg­ir að það að hjálpa öðr­um hjálpi sér að líða vel.

Sjálfboðaliðar fara heim til fólks með mat
Rósa Bragadóttir Þurfti hjálp frá Fjölskylduhjálp Íslands. Reynir núna að gefa til baka. Mynd: Heiða Helgadóttir

Rósa Bragadóttir er ein þeirra sem átti uppdrögin að því að safna liði til að hjálpa matarþurfi meðan á samkomubanni stendur. Tekist hefur að fá björgunarsveitir til hjálpar og hafa frá og með deginum í dag um 1.200 manns beðið um hjálp.

Rósa hefur sjálf gengið í gegnum erfiðleika en lætur það ekki stöðva sig. Hún vann sem fréttaljósmyndari og vefhönnuður í nokkur ár. Hún veiktist fyrir nokkrum árum og gekk í gegnum fjölmargar aðgerðir. Veikindin gengu nærri henni og segist hún í dag vera með áfallastreituröskun vegna álagsins á þessum tíma.

„Ég hef auk þess glímt við þunglyndi og kvíða í gegnum tíðina og hef nokkrum sinnum flosnað upp úr störfum vegna þess og er ég núna að vinna í andlegu hliðinni.“

Þurfti sjálf aðstoð

Rósa hefur verið öryrki undanfarin ár og þurfti um tíma að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár