Börn einstæðra foreldra á fjárhagsaðstoð eru síður í íþróttum og tónlistarnámi en önnur börn. Þau eru líklegri til að búa við svokallaða félagslega fátækt, mörg þeirra búa við óöryggi í húsnæðismálum og hætt er við því að þau umgangist að mestu börn sem eru í sömu félagslegu stöðu. Brýnt er að leita leiða til að börn sem alast upp við fátækt festist ekki í fátæktargildru og í því skyni var úrræðinu TINNU komið á laggirnar.
TINNA er á vegum Reykjavíkurborgar og hefur það hlutverk að styðja efnalitla einstæða foreldra til sjálfshjálpar og hafa þátttakendur framfærslu sína af fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg eða örorkubótum. Verkefnið er samstarfsverkefni félagsmálaráðuneytis, Velferðarsviðs borgarinnar og Þjónustumiðstöðvar Breiðholts og er staðsett í Fjölskyldumiðstöðinni í Gerðubergi.
Að sögn Elísabetar Karlsdóttur félagsráðgjafa, sérfræðings í félagsþjónustu og forstöðumanns Fjölskyldumiðstöðvar, og Þuríðar Sigurðardóttur, félagsráðgjafa og verkefnastjóra TINNU og Fjölskyldumiðstöðvar, hófst starfsemin 2016 í kjölfar niðurstaðna rannsóknar Velferðarsviðs sem bar yfirskriftina ,,Aðstæður …
Athugasemdir