Stundum er enginn matur til. Þetta segir 16 ára unglingsstúlka sem býr við fátækt. Móðir hennar er einstæð og öryrki og bætur hennar eru einu tekjurnar á heimilinu. Fjölskyldan reiðir sig á aðstoð frá hjálparsamtökum eins og mæðrastyrksnefnd og móðirin hefur áhyggjur af því að börn hennar verði í sömu sporum og hún á fullorðinsárum.
Móðirin hefur verið öryrki frá 2010 eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein í tvígang með nokkurra ára millibili og farið í meðferðir sem skildu eftir sig ýmsa langvarandi fylgikvilla.
„Ég fæ samtals 322.000 í örorkubætur og frá lífeyrissjóði á mánuði og þar af fer 120.000 í leigu. Eftir að hafa greitt fasta reikninga á ég 20–30.000 eftir. Það þarf að endast allan mánuðinn fyrir mat, samgöngum, síma, fötum og rauninni öllu sem fólk þarf að eiga til að vera til. Í hverjum mánuði þarf ég velja hvaða reikningum …
Athugasemdir