Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Stundum er ég svöng og það er enginn matur til“

„Mér finnst ég ekk­ert þurfa að eiga mik­ið,“ seg­ir 16 ára stúlka í Reykja­vík. Hún er ein þriggja systkina á heim­ili þar sem einu tekj­urn­ar eru bæt­ur ein­stæðr­ar móð­ur þeirra sem sam­an­lagt nema 322.000 krón­um á mán­uði. Fjöl­skyld­an hef­ur um 30.000 krón­ur til ráð­stöf­un­ar eft­ir að föst út­gjöld hafa ver­ið greidd og reið­ir sig að miklu leyti á að­stoð hjálp­ar­sam­taka.

„Stundum er ég svöng og það er enginn matur til“

Stundum er enginn matur til. Þetta segir 16 ára unglingsstúlka sem býr við fátækt. Móðir hennar er einstæð og öryrki og bætur hennar eru einu tekjurnar á heimilinu. Fjölskyldan reiðir sig á aðstoð frá hjálparsamtökum eins og mæðrastyrksnefnd og móðirin hefur áhyggjur af því að börn hennar verði í sömu sporum og hún á fullorðinsárum.

Móðirin hefur verið öryrki frá 2010 eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein í tvígang með nokkurra ára millibili og farið í meðferðir sem skildu eftir sig ýmsa langvarandi fylgikvilla.

„Ég fæ samtals 322.000 í örorkubætur og frá lífeyrissjóði á mánuði og þar af fer 120.000 í leigu. Eftir að hafa greitt fasta reikninga á ég 20–30.000 eftir. Það þarf að endast allan mánuðinn fyrir mat, samgöngum, síma, fötum og rauninni öllu sem fólk þarf að eiga til að vera til. Í hverjum mánuði þarf ég velja hvaða reikningum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fátæk börn

Hætti að halda upp á afmælið sitt tíu ára: „Ég veit að við erum fátækar“
ViðtalFátæk börn

Hætti að halda upp á af­mæl­ið sitt tíu ára: „Ég veit að við er­um fá­tæk­ar“

„Ég veit að við er­um fá­tæk­ar, en ég hugsa ekk­ert mik­ið um það. Nema þeg­ar það er ekk­ert til að borða heima,“ seg­ir 16 ára ung­lings­stúlka í Grafar­vogi. Hún hætti að halda upp á af­mæl­ið sitt tíu ára göm­ul, lok­ar sig af fé­lags­lega og læt­ur sig dreyma um ferða­lög, en ætl­ar samt að nýta pen­ing­ana sem hún hef­ur safn­að fyr­ir út­skrift­ar­ferð í eitt­hvað hag­nýt­ara.
„Stundum lítill matur til í ísskápnum“
ViðtalFátæk börn

„Stund­um lít­ill mat­ur til í ís­skápn­um“

Heið­ar Hild­ar­son, 18 ára fram­halds­skóla­nemi, ólst upp við fá­tækt hjá ein­stæðri móð­ur sem er ör­yrki og hef­ur þurft að reiða sig á að­stoð hjálp­ar­stofn­ana til að sjá fyr­ir börn­un­um. Hann lýs­ir að­stæð­um sín­um og seg­ir skrít­ið að fólk geti ekki séð fjöl­skyld­unni far­boða í ís­lensku sam­fé­lagi, en fólk eins og móð­ir hans, sem hafi leit­að allra leiða til að búa börn­un­um betra líf, eigi að­dá­un skilda.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár