Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Stundum er ég svöng og það er enginn matur til“

„Mér finnst ég ekk­ert þurfa að eiga mik­ið,“ seg­ir 16 ára stúlka í Reykja­vík. Hún er ein þriggja systkina á heim­ili þar sem einu tekj­urn­ar eru bæt­ur ein­stæðr­ar móð­ur þeirra sem sam­an­lagt nema 322.000 krón­um á mán­uði. Fjöl­skyld­an hef­ur um 30.000 krón­ur til ráð­stöf­un­ar eft­ir að föst út­gjöld hafa ver­ið greidd og reið­ir sig að miklu leyti á að­stoð hjálp­ar­sam­taka.

„Stundum er ég svöng og það er enginn matur til“

Stundum er enginn matur til. Þetta segir 16 ára unglingsstúlka sem býr við fátækt. Móðir hennar er einstæð og öryrki og bætur hennar eru einu tekjurnar á heimilinu. Fjölskyldan reiðir sig á aðstoð frá hjálparsamtökum eins og mæðrastyrksnefnd og móðirin hefur áhyggjur af því að börn hennar verði í sömu sporum og hún á fullorðinsárum.

Móðirin hefur verið öryrki frá 2010 eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein í tvígang með nokkurra ára millibili og farið í meðferðir sem skildu eftir sig ýmsa langvarandi fylgikvilla.

„Ég fæ samtals 322.000 í örorkubætur og frá lífeyrissjóði á mánuði og þar af fer 120.000 í leigu. Eftir að hafa greitt fasta reikninga á ég 20–30.000 eftir. Það þarf að endast allan mánuðinn fyrir mat, samgöngum, síma, fötum og rauninni öllu sem fólk þarf að eiga til að vera til. Í hverjum mánuði þarf ég velja hvaða reikningum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fátæk börn

Hætti að halda upp á afmælið sitt tíu ára: „Ég veit að við erum fátækar“
ViðtalFátæk börn

Hætti að halda upp á af­mæl­ið sitt tíu ára: „Ég veit að við er­um fá­tæk­ar“

„Ég veit að við er­um fá­tæk­ar, en ég hugsa ekk­ert mik­ið um það. Nema þeg­ar það er ekk­ert til að borða heima,“ seg­ir 16 ára ung­lings­stúlka í Grafar­vogi. Hún hætti að halda upp á af­mæl­ið sitt tíu ára göm­ul, lok­ar sig af fé­lags­lega og læt­ur sig dreyma um ferða­lög, en ætl­ar samt að nýta pen­ing­ana sem hún hef­ur safn­að fyr­ir út­skrift­ar­ferð í eitt­hvað hag­nýt­ara.
„Stundum lítill matur til í ísskápnum“
ViðtalFátæk börn

„Stund­um lít­ill mat­ur til í ís­skápn­um“

Heið­ar Hild­ar­son, 18 ára fram­halds­skóla­nemi, ólst upp við fá­tækt hjá ein­stæðri móð­ur sem er ör­yrki og hef­ur þurft að reiða sig á að­stoð hjálp­ar­stofn­ana til að sjá fyr­ir börn­un­um. Hann lýs­ir að­stæð­um sín­um og seg­ir skrít­ið að fólk geti ekki séð fjöl­skyld­unni far­boða í ís­lensku sam­fé­lagi, en fólk eins og móð­ir hans, sem hafi leit­að allra leiða til að búa börn­un­um betra líf, eigi að­dá­un skilda.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár