„Ég veit að við erum fátækar, en ég hugsa ekkert mikið um það. Nema þegar það er ekkert til að borða heima.“ Þetta segir unglingsstúlka í Grafarvogi. Móðir hennar er einstæð og öryrki, sem engan veginn nær endum saman og reiðir sig á aðstoð hjálparstofnana. „Mig langar ekki til að börnin mín búi við sömu aðstæður og ég þegar þau verða fullorðin,“ segir móðirin.
Frásagnir mæðgnanna eru hluti af greinaröð um börn sem búa við fátækt á Íslandi, en gera má ráð fyrir því að um 8.500 börn séu í þeirri stöðu. Áður sagði Heiðar Hildarson, 18 ára framhaldsskólanemi, sögu sína en hann er alinn upp af einstæðri móður sem er á örorku og þarf að leita allra leiða til þess að gera líf barnanna bærilegt. Stundum er lítið til í ísskápnum, en þá gætir móðir hans þess að hann fái nóg …
Athugasemdir